Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 8

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 8
Ritstjóri ræðir málin. Kirkjan og hið nýja Austur-Þýskaland Nýlega var hér á ferð þýskur verk- fræðingur, dr. Reichlen, og sótti ár- lega ráðstefnu sem evrópskar staðlastofnanir halda. Það er þarft að hafa staðlana í lagi og það gera vísindamenn með mestu prýði. En dr. Reichlen vildi líka kynnast kirkjulegu starfi hérlendis, enda er hann varaforseti kirkjuráðs þýsku kirkjunnar. Kruse Berlínarbiskup, sem er fremstur meðal jafningja, þ.e. þýskra biskupa, er forseti kirkju- ráðsins. Hann er tíðum í burtu svo dr. Reichlen grípur inn í og þekkir því afar vel til aðstæðna í þýsku kirkjunni. Reyndar má geta þess að í 12 manna kirkjuráði eru 9 leikmenn og það er yfirleitt hlutfallið á þing- um og í stjórnum þýsku kirkjunnar. Dr. Reichlen lá mjög á hjarta sam- eining þýsku ríkjanna og þýsku kirknanna. Eftir fagnaðarvímu um áramótin, hefur veruleikinn birst, erfiðari og kaldranalegri en menn höfðu vænst. „Sameining kirkjunnar í Austur- og Vestur Berlín felur í sér fjárhagslega frumskóga að villast í „ sagði Reichlen. Vesturþýskir starfs- menn kirkjunnar hafa sex - tíföld laun þeirra austurþýsku. Hvernig er hægt að jafna kjör í víðustu merk- ingu orðsins? Vandinn er ekki aðeins sá að borga þær upphæðir sem í því felst, vandinn er ekki minni að eiga að mætast á jafnréttis-grundvelli. Það unir þvi enginn til lengdar í sam- vinnu, að vera sá fátæki og smái, án þess að bíða tjón á sjálfum sér. En málið hefur aðra hlið. Sannar- lega er vesturþýska kirkjan auðugri af fé, en sú austurþýska býr yfir ann- arri auðlegð, - áhrifum, tiltrú, sókn- arkrafti. Á hinu nýja þingi Austur-Þýska- lands ber mjög á virku kirkjufólki. Þar sitja 22 prestar og fjórir guð- fræðingar og fjöldi leikmanna í kirkjulegri forystu, m.a. forseti þingsins Sabine Bergman Pohl, að ógleymdum forsætisráðherra Lot- har de Maziere. Sem flestum er kunn- ugt ,er utanríkisráðherrann Markus Meckel prestur, og einnig varnar- málaráðherrann Reinier Eppel- mann, sem er þekktur fyrir friðarguðsþjónusturnar í Leipzig, sem hann hefur leitt. Séra Eppel- mann er virkur friðarsinni, ef það er rétt þýðing á erlenda orðinu „pacif- ist”. Hann hefur m.a. neitað að gegna herþjónustu. Val hans í þetta hlutverk hlýtur að fela í sér ákveðin skilaboð til Varsjárbandalagsins. Ymsar stofnanir og hópar samfé- lagsins leituðu skjóls hjá kirkjunni í valdatíð kommúnista. Gildir það jafnt um aldraða og fatlaða, minni- hlutahópa eins og samkynshneigða og pönkara ekki síður en andólfsöfl- in gegn stjórnkerfinu. ‘Hvern sunnudag var boðað fagnaðarerindi í kirkjum landsins sem fól í sér neista ljóss og vonar í alræðismyrkrinu” segir hljómsveitarstjórinn heims- frægi Kurt Masur, um austurþýsku kirkjuna. Kirkjan varð mörgum „borg á bjargi traust“. En innan kirkjunnar ríkir nú viss varúð. Annars vegar dreymir menn um þjóðkirkju sem hefði í för með sér kristindómsfræðslu í skólum, helgidaga og hátíðir kirkjunnar, gott viðhald kirkna og fastar tekjur af sóknargjöldum, rétt eins og í Vest- ur-Þýskalandi. En á hinn bóginn er spurt hvort sameinað Þýskaland sé of umfangsmikið fyrir samfélag Evrópuþjóðanna, hvort slíkt yrði til trafala fyrir umbótaviðleitni Gor- batsjevs. Og hvað um þriðja heims fólkið, gleymist það í allri þessari umræðu? Dvínar samtalið milli norðurs og suðurs og fær aust- ur-vestur samræðan forgang? Þýska kirkjufólkið hefur í mót- byrnum og trú sinni kynnst og lært að meta hin dýpstu kristnu gildi, um réttlæti, samstöðu og kjark. Þau gildi vill kirkjan hafa að vegvísi í ein- ingarstarfinu og í afstöðu til annarra þjóða. Þess vegna er gengið hægt um gleðinnar dyr og reynt að sjá málin í samhengi. Sögumenn hafa bent á hversu sagan endurtekur sig. Það var kirkjan sem átti mikinn þátt í upp- byggingu hins stríðshrjáða Vest- ur-Þýskalands, en hún lagði síðan áherslur á hin andlegu verkefni sín. Hvort sá verður ferill austurþýsku kirkjunnar er að sjálfsögðu ekki vitað í dag, en hún hefur sannarlega sýnt að hún hefur verk að vinna 2000 ár- um eftir Krists burð. Það gæti verið holl ábending þreyttu, tregu og ríku systurkirkjun- um í vestri. Dr. Reichlen endurtók gjarnan að við sameiningu kirknanna væru þeir austurþýsku ekki siður veitendur. Vandinn væri sá að fá þá vestur- þýsku til að þiggja. Gildir slíkt ekki líka í samskiptum ríkjanna í norðri og suðri. Hvernig er afstaða okkar kirkju? Bernharður Guðmundsson 8 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.