Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 9
Finnsku börnin Viðtal við frú Rannveigu Böðvarsson Skömmu eftir að 2. tölublað þessa árs af Víðförla kom út, kom frú Rannveig Böðvarsdóttir, ekkja Stur- laugs Böðvarssonar útgerðarmanns, að máli við undirritaðan og hafði merkilega sögu að segja í sambandi við greinina: „Samskipti við NN, síldin og séra Sigurbjörn Ástvaldur”. Samkvæmt beiðni ritstjóra Víð- förla fór ég á fund frú Rannveigar og innti hana nánar eftir samskiptum við sr. Sigurbjörn, sem henni voru kunn, og afleiðingunum af þeim. „Það var víst árið 1947”, segir frú Rannveig, „að sr. Sigurbjörn Ást- valdur Gíslason hafði samband við tengdaföður minn, Harald Böðvars- son, og falaðist eftir kaupum á salt- síld hjá honum. Hugmyndin var sú að flytja síldina til Finnlands, selja hana þar og láta andvirðið renna til barnaheimilis fyrir munaðarlaus börn, sem hann hugðist koma upp í Helsinki. Ég fylgdist lítið með þess- um viðskiptum, en þó veit ég fyrir víst, að sr. Sigurþjörn fékk verulegt magn af síld hjá Haraldi. Hitt er mér hins vegar minnis- stæðara, þegar sr. Sigurþjörn kom um þetta Ieyti hingað upp á Akranes í leit að fjölskyldum sem vildu taka að sér nokkurs konar fósturbarn eða -börn í Finlandi, með ákveðinni greiðslu á ári til 16 ára aldurs. Það varð úr að tengdaforeldrar mínir tóku að sér tólf slík börn og við Stur- laugur önnur tólf. Með hverju barni voru greiddar kr. 360 á ári, að minnsta kosti til að byrja með. Hvort sú upphæð breyttist eitthvað þegar fram liðu stundir, er mér ekki kunn- ugt um. Þegar tengdaforeldrar mínir dóu. rofnaði sambandið við þeirra „börn”. Það var svo fyrir nokkrum árum, að ég sendi þeim öllum bréf eða kort, en svör bárust mér aðeins frá þremur þeirra”. —En hvað með „börn” ykkar Sturlaugs? „Við höfðum alltaf árlegt sam- band við þau lengi framan af. Einu sinni fór ég með Sturlaugi til Finn- lands og þá tókst okkur að heim- sækja þrjú þeirra. Enn í dag er ég í bréfasambandi við átta af þessum Leif Otander. tólf. Ég sendi þeim alltaf kveðju fyr- ir jólin og fæ aftur kveðju frá þeim. Stundum senda þau mér líka fallegar smágjafir og sýna mér þannig hlýju og vinarhug í verki. Mér finnst jólin eiginlega aldrei vera gengin í garð fyrr er ég er komin í eitthvert sam- band við finnsku „börnin” mín. Nánast og mest samskipti hef ég sennilega haft við Leif Olander. Við Sturlaugur hittum hann hérna um árið og hann er einna duglegastur að skrifa mér. Frú Rannveig Böðvarsson afhendir sóknarpresti sínum, sr. Birni Jónssyni á Akranesi, kaleik frá kirkjunefnd kvenna. Annars geturðu séð, að þau eru orðin nokkuð mörg, bréfin sem ég hefi fengið frá þeim”, segir frú Rann- veig og þrosir hlýju móðurbrosi, um leið og hún sýnir mér mörg stór um- slög, full af kortum og bréfum. Hvert barn á þar sitt umslag. „Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt um, hefur þessum börnum vegnað vel. Það er mikið þakkar-og gleðiefni”, segir frú Rannveig að lok- um. „En mikið gæti það nú verið gam- an, ef íslenska og finnska kirkjan sameinuðust í því að hafa upp á sem flestum „foreldrum” hér á íslandi og „börnum” í Finnlandi og bjóða svo finnsku börnunum hingað upp, á nokkurs konar „ættarmót”. Það gæti líka orðið bæði til gagns og blessunar á margan hátt”. Eím leið og frú Rannveigu er þakk- að fyrir fróðlegar og merkilegar upplýsingar, er hinni athyglisverðu hugmynd hennar hér með komið á framfæri. Björn Jónsson VÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.