Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 10
Af Prestastefnu í lok júní síðastliðins var presta- stefnan haldin í Reykjavík, í nýju safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Iðnaðarmannahúsinu við Vonar- stræti. Umfjöllunarefni prestastefnu að þessu sinni var „uppbygging prests- ins” og var þannig reynt að taka á og fjalla um þau efni er snerta líf, líðan og starf prestsins. Fyrirlesarar voru: Sr. Karl Sigur- björnsson, sem fjallaði um efnið: Guðfræði, nám og iðkun. Sr. Tómas Sveinsson fjallaði um efnið: Vígsla, von og veruleiki. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson fjallaði um efnið: Starfið, kjör og köllun og Herbjört Péturs- dóttir, prestsfrú á Melstað í Mið- firði, fjallaði um efnið: Heimilið, skyldur og skjól. Þegar hugað var að skipulagningu prestastefnunnar var markmiðið að tengja svo sem kostur væri helgihald og umfjöllun. Það var gert með því að ætla erindunum stað í messu eða helgistund, þannig að helgihaldið og vinnan fléttuðust saman í eina heild. Flestir þeir sem sóttu prestastefn- una og sinntu henni, voru ánægðir með þessa nýskipan og einn prestur hafði á orði, að ánægjulegt væri að stefnan liti nú út eins og kristnir menn kæmu þar saman. Vitaskuld eru þessi ummæli ýkjur, en segja þó margt. Þannig hefur mörgum þótt sem sameiginlegt helgihald presta á prestastefnu hafi ekki haft þann sess sem þyrfti til að móta hugblæ stefn- unnar. Því voru nú erindin römmuð inn í helgistundir að morgni, eftir hádegishlé og síðdegis, þar sem text- ar og bænir tóku mið af því sem fjallað var um hverju sinni. Líkt og sjá má af heitum erind- anna sem flutt voru á prestastefn- unni, var fjallað vítt og breitt um prestinn og prestsstarfið. Af því sem ég hef séð af álitum umræðuhóp- anna er ljóst að margir prestar reyna einsemd í starfi, þeir séu svo ræki- lega aðgreindir frá sóknarbörnum og kollegum, að þeir líkt og þorni upp, skorti lifandi samfélag sem styrki grundvöll þjónustunnar. Einn hópurinn lagði þetta til málanna í þessu sambandi: „Hópurinn leggur. til að myndaðar verði einingar innan prófastsdæmanna þar sem prestar eru skyldaðir til að hittast reglulega og starfa samkvæmt ákveðnu ferli - bæn, ritningarlestur, skriftir, sálu- sorgun”. Annar hópur sagði um þessi efni: „Bænasamfélag presta er mikilvægt og gagnkvæm sálusorgun þeirra nauðsynleg”. Á prestastefnu á síðasta ári var fjallað um safnaðaruppbyggingu, sem ákveðið hefur verið að verði meginmál kirkjunnar á komandi ár- um. Uppbygging prestsins, að prest- urinn sé þannig uppbyggður andlega og efnislega að hann geti sinnt þjón- ustu sinni, er vitaskuld þýðingar- mikil forsenda í safnaðaruppbygg- ingu. Ef presturinn rækir ekki trú sína í trúnaði við sjálfan sig og Guð, ef hann hefur ekki næði til að hugsa um Guð - er hann þá ekki tómur af því sem hann á að miðla öðrum? Ef starfskjör prestsins eru því lík að hann býr í Iinnulausum áhyggjum og basli vegna afkomu fjölskyldunn- ar sem hann ber ábyrgð á - er hann þá fær um að upplifa gleði köllunar- innar og gefa sig óskiptan í þau verk- efni sem hann á að sinna? Eitthvað í þessa veru hugsa margir prestar í dag og reyna að hugsa sig út úr þessum þönkum yfir í raunverulega upp- byggingu, því uppbyggingin byrjar heima. Þorbjörn Hlynur Árnason 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.