Víðförli - 15.06.1990, Qupperneq 11

Víðförli - 15.06.1990, Qupperneq 11
Það hefur háð starfi íslensku kirkjunnar í hröðum þjóðfélagsleg- um breytingum síðustu áratuga, að lítið hefur í raun verið vitað um af- stöðu, viðhorf og væntingar þjóðar- innar til kirkju, kristni og trúmála almennt. En nú vitum við betur. Kirkjunni hefur borist mikill fjársjóður þekk- ingar til að ausa af við skipulag og mótun hins kirkjulega starfs. Þeir dr. Björn Björnsson og dr. Pétur Pétursson hafa gert ítarlega félags- fræðilega könnun á trúarlífi íslend- inga og fylgt niðurstöðum sínum úr hlaði með afar fróðlegum skýring- um og útleggingum. Bókin kemur út í ritröð Guðfræði-stofnunar, er 244 blaðsíður og mjög aðgengileg í formi til lestrar. Fjallað er um trúarhugmyndir, kirkjuskilning, trúaruppeldi og sið- ferði, helgihald, þjóðmál og fjöl- miðla út frá trúarlífi og viðhorfum landans. Tölvutæknin leyfir margs- konar samkeyrslu upplýsinga í könnuninni, þannig að hægt er að einangra ákveðin viðhorf tiltekinna hópa. Það virðist augljóst að forysta kirkjunnar hlýtur að taka mikið mið af niðurstöðum könnunarinnar við mótun kirkjulegs starfs í framtíð. Markhóparnir hafa skýrst og hinar mismunandi þarfir og væntingar eru ljósari. Á hagfræðimáli mætti segja að ítarleg markaðskönnun hafi farið fram og nú þurfi að skipuleggja starfið i samræmi við það, til þess að ná sem bestum árangri í því verkefni sem kirkjunni er falið. Vinnubrögð höfunda virðast vera mjög vönduð. Reiknistofnun Há- skólans gerði slembiúrtak og þar fékkst 74% svörun í póstlistakönn- un. Athyglisvert er hversu margir notuðu tækifærið til þess að svara ít- arlega hinum svonefndu opnu spurningum. Þau svör gefa könnun- inni annað og þyngra vægi en sýna jafnframt áhuga fólks á málefninu. Könnunin staðfestir niðurstöður gildakönnunar Hagvangs frá 1984, að íslendingar séu tiltölulega trúuð þjóð og margir þeirra sækja styrk og huggun í trúna. Nær 30% biður Fað- ir vor daglega. 64% biðja í erfiðleik- um en 21% biðja um náð Guðs og fyrirgefningu. Fjársjóður fyrir fram- tíðarstarf kirkjunnar Félagsfrœðileg könnun á trúarlífi íslendinga Dr. Björn Björnsson. Dr. Pétur Pétursson. Hins vegar veltur á ýmsu um guðs- hugmyndina. 37% trúa því að til sé kærleiksríkur Guð, en 17% að hann sé hugarfóstur mannsins. Einnig eru ýmsar aðrar guðshug- myndir og sýnir könnunin að fjöl- hyggja nútímans hefur öðlast sess í íslensku samfélagi. Það eru hinsveg- ar eftirtektarverð tíðindi að höfund- ar telja sig geta afmarkað hóp 30-40% þjóðarinnar, sem telur sig kristinn og hefur tileinkað sér kristin trúarsannindi. Þetta er ekki lítill hópur þegar litið er til kirkjusóknar hérlendis eða þess sess sem kristin umfjöllun fær í fjölmiðlum. Reyndar óskar nokkuð stór hópur eftir meira trúarlegu efni í fjölmiðl- um, sérílagi hvað varðar yngra fólkið og sama afstaða er til uppeldismála. Það er óskað eftir aukinni áherslu á hinn trúræna þátt. Um 70% telja að kristin trú ætti að vera liður í uppeldi barna á dagvistarstofnunum. En hver er skilningur fólks á kirkjunni? Kirkjan og starfshættir hennar virðist vera í hugum manna einkum það sem fer fram innan veggja guðs- hússins í bókstaflegum skilningi. At- hyglin beinist að guðsþjónustunni og hinum ýmsu þáttum hennar, þegar ræða skal um kirkjulegt starf. Þó koma fram í könnuninni ýmsar ábendingar um breytta starfshætti kirkjunnar, sem miða að þjónustu utan hins hefðbundna sviðs helgi- haldsins - það eru greinilega vænt- ingar fyrir hendi í þá átt. Þessi áratugur verður sérílagi helgaður safnaðaruppbyggingu inn- an kirkjunnar. Orð eru til alls fyrst. Þessi könnun skapar afbragðs um- ræðugrundvöll innan safnaðanna til þess að þeir geti betur skilið sjálfa sig sem kirkju og skilgreint starf sitt og takmörk. Könnun er fjársjóður fyrir kirkjuna til að breta og efla starf hennar í framtíð. Bernharður Guðtnundsson VÍÐFÖRLI — 11

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.