Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 14
Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, á sér athygl- isverðan lífsferii Þeir tvíburabræð- urnir, Gísli og hann, eru fæddir I Vestmannaeyjum fyrir 38 árum. Þeir fóru 8 ára gamlir að heiman í Blindraskóla í Reykjavík ogslitnuðu þannig úr tengslum við jafnaldra sína I byggðarlaginu. Þeir settust síð- ar í almennan skóla í Eyjum og lögðu síðan íframhaldsnám. Arnþór lauk stúdentsprófi 1972, B.A. prófi í sagnfræði 1978 og uppeldis-og kennslufræði 1980. Hann varðþann- ig fyrstur blindra íslendinga til að Ijúka háskólaprófi. Nú er hann deildarstjóri námsbókadeildar Blindrabókasafns Islands. Fötlun þín sem alblindur maður hefur ekki komið í veg fyrir langskólanám? Ég fékk afar góða aðstoð fólks í Blindravinafélaginu á menntaskóla- árunum auk þess sem fjölskylda mín veitti mér dygga aðstoð. Fyrsta námsár mit í háskóla las Renata Kristjánsdóttir um 300 klukku- stundir af námsefni inn á band fyrir mig. Samnemendur veittu mér líka mikla aðstoð og ekki gleymist móðir mín. Ég hef einnig átt þess kost að tileinka mér ýmis hjálpartæki. Þar má m. a. nefna ritsjá sem gerir mér kleift að lesa venjulegt, prentað mál að einhverju marki og ég varð fyrstur blindra íslendinga til að tileinka mér tölvutæknina þegar hún varð að- gengileg blindu fólki. Það skipti hinsvegar sköpum að ég lærði að nota hvíta stafinn árið 1978. Mamma hafði áræði og óeig- ingirni til að kenna mér ýmsar leiðir eftir að ég kom heim úr endurhæf- ingunni. Við þetta jókst sjálfstæði mitt. í þessu sambandi er rétt að benda á að fötlun getur verkað mjög þrúgandi fyrir hinn fatlaða og fjöl- skyldu hans. Aðstandendur fatlaðra lenda stundum í einhvers konar verndunarhlutverki sem þeir geta ekki losnað við. í vanmætti sínum undirokar síðan hinn fatlaði að- standendur sína. Með réttri kennslu er hægt að koma í veg fyrir þetta og skapa jafnrétti með hinum fatlaða og fjölskyldu hans. Hvað felst í orðinu fötlun? Hin alþjóðlega skilgreining er sú að fatlaðir eru þeir sem víkja frá eðlilegum þroska vegna andlegrar eða líkamlegrar hömlunar. Ég hef hins vegar gengið lengra í minni skil- greiningu og sagt að sá sé fatlaður sem uppfyllir ekki viðmið samfé- lagsins. Þannig má segja að þeir sem ekki ráða við kröfur samfélagsins séu fatlaðir hvort sem það stafar af menntunarskorti, búsetu eða öðru. Breyttir starfshættir eða aðstöðu- leysi geta ekki síður kippt fótum undan fólki en skyndileg, líkamleg fötlun.. Hvernig má njóta lífsins sem fatlaður? Spurningin ætti heldur að snúast um hvernig megi njóta lífsins við þær aðstæður sem hverjum eru bún- ar. Áreiti blinds manns eru færri en þess sjáandi. Þeir nýta betur það sem þeir hafa, verða t.d. oft góðir hlust- endur, njóta margskonar hljóða. Blindan hefur það einnig í för með sér að menn eiga erfitt með að eiga frumkvæði að einhvers konar dægradvöl. Því skiptir afar miklu máli hvernig hinir sjáandi koma til móts við þá. Ég er svo heppinn að vera giftur góðri konu sem hefur un- un af fögru landslagi, nýtur himin- blámans, kvöldroðans og tindrandi stjarnanna. Hún lýsir þessu öllu á svo áhrifaríkan hátt að mig er farið að dreyma að hluta til í myndum sem ekki hefur gerst að neinu marki und- anfarin 20 ár. Við getum ekki notið lífsins á sama hátt og aðrir, en það eru ekki endilega lakari gæði. En blindunni fylgir ýmiss konar umb- un. Það kom aldraður kínverskur rithöfundur til íslands fyrir nokkr- um árum og orti ljóð þegar heim kom. Það var mér mikil umbun og jók á gæði lífs míns. „í hálfa öld hef ég ferðast um heiminn með lokuð augu, en blindur vinur minn á Is- Iandi opnaði augu mín‘ Þú ert þekktur sem mikill Kínavinur- Ég var um 11 ára skeið formaður Kínversk-íslenska menningarfélags- ins sem stofnað var 1953. Ég hef allt- af hlustað mikið á útvarp líklega til að bæta upp skort á tímaritum. Sem unglingur fann ég Radio Peking sem efldi áhuga minn á Kína, sem þeir Ólafur kristniboði og Stefán Jóns- son, fréttamaður, höfðu vakið með frásögnum sínum. Þá helltist yfir mig þessi heljar áróður að mér of- bauð, svo að ég gekk aldrei í Iið með tlokkum Maóista hér á landi. Enda er sannleikur afstæður eftir heims- hlutum. Það sem er satt í Kína, er það ekki endilega á íslandi. Ég hef hrifist af mörgu í kenningum Maós en ég vildi aldrei gleypa það óbreytt. Ég hef oft komið til Kina og sann- færst um að í menningarsamskipt- um við önnur ríki ber öllum gestum að halda reisn sinni við gistivini, annað væri ekki heilindi. Ég var upplýstur i næstsíðustu ferð minni um þau ósannindi sem ég hafði verið fylltur með í fyrstu ferðum, ég get varla lýst sársauka mínum og reiði, og þakkaði Kínverjum er ég kvaddi fyrir að ljúga ekki eins miklu að mér nú sem í fyrri ferðum. Það er ör á sálu minni eftir atburð- ina á Torgi hins himneska friðar í fyrrasumar. Hef ég á óbeinan hátt stuðlað að þessum ósköpum, með því að horfa fram hjá því sem var deginum Ijósara? Ég rauf formlega öll tengsl við fyrra starf mitt á þessu sviði, varð að gera það í vanmætti mínum, en það var áfall fyrir sam- starfsmenn mína. Þó hlýtur það að vera gott í öðru að sjá slíka ástarjátn- Það er mörg fötlunin- 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.