Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 15
ingu, með neikvæðu formerki, sem í því felst. Nú er ég í klemmu. Hef verið beð- inn að sækja ráðstefnu fatlaðra í Peking. Bæði vil ég loka dyrum alveg en jafnframt sýna samstöðu með fötluðum bræðrum mínum. Senni- lega verð ég að fallast á að samskipti við Kína eru eins og að verða ást- fanginn. Það slettist upp á vinskap- inn, en ástin er ætið fyrir hendi. Þú starfar á vegum blindra í nokk- uð vernduðu umhverfi. Kom það ekki til álita að hasla sér völl á al- mennum vinnumarkaði að loknu háskólanámi? Ég reyndi það sannarlega, en fékk ekki þau störf sem ég sótti um. Ég er þó sannfærður um að ég hefði getað sinnt þeim með fullum sóma. Reynd- ar hef ég kennt sögu í Menntaskólan- um við Hamrahlíð og haft gaman af, en störf mín hjá Blindrabókasafninu og Öryrkjabandalaginu eru svo mik- ilvæg, að mér finnst viss forréttindi að vinna þau. Þar að auki eru Blindrabókasafnið ekki verndaður vinnustaður. Starfið þar krefst ákveðinnar þekkingar. Þá verð ég að geta þess að öðru hverju vinn ég fyrir Ríkisútvarpið, ég hef verið sölumað- ur og tek virkan þátt í stjórnmálum. Umhverfi mitt er því ekki eins vernd- að og ætla mætti. Ég hef tekið þátt í að móta starf námsbókadeildar Blindrabókasafns íslands og átt hlut að því að við stöndum nú jafnfætis eða framar flestum Norðurlanda- þjóðum í að beita nútímatölvutækni við prentun bóka á blindraletri. Við getum notað disklinga frá útgefend- um eða prentsmiðjum til að prenta bækurnar eftir og miklu hærra hlut- fall blindraletursbóka kemur frá hin- um almenna markaði hér á landi en nokkurs staðar annars staðar í Evr- ópu. Ertu ánægður með framgang Öryrkjabandalagsins? Það hefur styrkst hressilega sem forystuafl. Aðildarfélögin leita mjög eftir margskonar fyrirgreiðslu. Það má þess vegna líkja þvi við B.S.R.B eða A.S.Í. Við höfum mjög góð tengsl við stjórnvöld, en við fylgjum þar eftir hagsmunamálum öryrkja. Það hefur verið jöfn og þétt stígandi í þróun málefna fatlaðra svo sem húsnæðismálum og tryggingarmál- um. Lögin frá 1979 um aðstoð við þroskahefta og síðan frá 1984 um málefni fatlaðra hafa breytt miklu. Þessi lög eru nú í endurskoðun og sú endurskoðun stuðlar vonandi að auknu jafnrétti. En markmið er auð- vitað ein lög fyrir alla landsmenn en ekki sérlög. Fatlaðir kveða sér æ oft- ar hljóðs opinberlega og vinna þar að sínum málum. Fötlun fylgir ákveðin stéttarvitund, meðvitund um rétt á fyrirgreiðslu. En, og það er stórt en, slíkum kröfum verða að fylgja kröfur til sjálfs sín rétt eins og samfélagsins. Það er nefnilega jafn- gilt að samfélagið komi til móts við fatlaða eins og fatlaðir læri að lifa í samfélaginu. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður o.s.frv. Blindir þurfa á talsvert mikilli örv- un að halda. Þeir lokast oft inni í sjálfum sér, lifa með eigin hugsun. Þar finnst mér að kirkjan ætti að gripa inn í. Það hefur ekki verið mik- ið reynt að laða fatlaða til safnaðar- starfs. Væri ekki eðlilegt að söfnuðir kanni hvaða fólk þurfi aðstoð til að komast til guðsþjónustu? Slíkt myndi auka safnaðarstarf, en það þarf að gerast með því hugarfari að þeim fatlaða finnist hann ekki vera til byrði né ama. Besta Ieið til þessa er símhringing, bjóða hinum fatlaða að leita til til- tekins einstaklings ef hann þarf að- stoð. En þessu verður að fylgja eftir með öðru símtali. Fatlaða skortir oft kjark og frumkvæði. Söfnuðurinn getur skapað skjól. Við búum ekki Iengur i fjölskyldusamfélagi fortíð- arinnar, heldur einyrkjasamfélagi nútímans. Gleymum því ekki heldur að fötl- un og missir yfirleitt raskar oft fjöl- skyldutengslunum. Og sú röskun er með ýmsum hætti. Til dæmis að vera tvíburi, það er viss sjálfstæðisskerð- ing. Fólk spyrðir tvíburana saman, og það er ekki alltaf létt þegar þeir eru ólíkir að geðslagi og áhugaefn- um. Stundum verður slíkt kátlegt. Við bræður þekkjum þetta vel. Einu sinni spurði kona: Eruð þið bræður ekki trúlofaðir stúlku frá Akranesi? Og nú er Fræðsludeild kirkj- unnar að hefja samstarf við Öryrkjabandalagið Já, Fræðsludeildin, Þroskahjálp og við höfum ráðið semeiginlega til starfa ungan guðfræðing, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem var vígð til þjónustu við farlaða nú á Jóns- messu. Ég fagna því af heilum hug. Reyndar hef ég verið andstæður mjög sértækri þjónustu við fatlaða. Almenn þjónusta á að taka mið af þörfum fatlaðra sem annarra þegna þjóðfélagsins, en á vissum sviðum á hún rétt á sér. Guðný þarf að hjálpa okkur að byggja brú milli fatlaðra og hinna ófötluðu innan safnaðanna. Það eru margir sem kvíða því að hafa samskipti við fatlaða, halda að þeir kunni ekki að umgangast þá. Frægt er dæmið, þegar fylgdarmað- ur blinds manns er spurður: Vill hann kaffi? Það þarf að efla þróun til alhliða samskipta. Slíkt tekur tíma eins og alltaf þegar breyta þarf viðhorfum. Kirkjan verður að koma til móts við einstaklinga sem lifa í einangrun af einhverjum orsökum. Þeim fjölgar sem hafa tíma til safnaðarstarfs með fötluðum, öryrkjum og öldruðum. En þessir hópar hafa líka mikið að gefa i kirkjulegu starfi, ef menn kunna að taka við og þiggja. VÍÐFÖRLI — 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.