Víðförli - 15.06.1990, Page 16

Víðförli - 15.06.1990, Page 16
Ég verð hissa Ég er einn þeirra, sem heldur vill hlusta en tala. Kannski er ég feiminn og óöruggur. Fyrir nokkrum misser- um heyrði ég spakan mann, sigldan guðfræðing, tala um guðsdýrkun. ‘Helgihald er fyrir mér fyrst og fremst Iíkamlegt atferli”, sagði hann. Þessum orðum hef ég aldrei gleymt, enda skildi ég þau ekki. Fannst skrýtið að heyra svona hákirkjuleg- an mann tala um guðsþjónustu sem líkamlegt atferli. Átti fremur von á að hann segði helgihaldið vera and- lega innlifun. Ég verð hræddur Til eru þeir menn, sem vilja breyta messunni. Telja að hún sé gamaldags og andlaus og höfði alls ekki til ungs fólks. Má vera að eitthvað satt sé í því, í það minnsta er ungt fólk ekki áberandi í guðsþjónustu sunnu- dagsins. Svo fer þetta fólk að útlista fyrir mér hvernig þetta eigi allt að vera. Það skal sungið og spilað á gítar, hress lög. Og svo í ennþá meiri hress- leika skal staðið upp, höndum veifað (líkt og þegar skip lætur úr höfn) og hrópað „hallelúja”. í kirkjunni minni situr oft gömul kona á peysufötum. Flún situr þar framarlega ásamt manni sínum. Ein- hvern veginn get ég alls ekki séð þessa konu fyrir mér veifandi hönd- um og hrópandi, jafnvel ekki þó að höfð séu á vörum helg orð. Sjálfur get ég alls ekki hugsað mér að standa og veifa. En ég er líka feiminn. Ég fer utan Á páskum var ég á samkirkjulegu móti ungs fólks í Þýskalandi. Það sem snart mig mest var helgihaldið. Mig langar að segja ykkur svolítið frá reynslu minni. Á föstudeginum langa fylgdum við krossferli Krists. Þetta er stund- um kallað „stöðvar krossins”. Við gengum um skóginn og meðfram vatninu. Á tilteknum stöðum var stoppað og lesið úr píslarsögunni. Að öðru leyti gengum við í þögn og íhuguðum efni dagsins. Við vorum alls staðar að úr Evrópu, að austan og vestan. Á einum stað var lesið um réttar- höldin yfir Jesú. Síðan var okkur boðið að skrifa á miða nöfn sak- lausra fórnarlamba og festa miðana á vegg. Ég horfði á Sergei, rússneska prestinn, skrifa á miða „fórnarlömb Stalínismans”. Á veggnum voru mörg nöfn: Olav Palme, Biko, Man- dela og mörg önnur. Og þá laust nið- ur í huga minn hversu grátlega mikill raunveruleiki píslarganga Jesú er. Enn í dag líður fólk píslarvætti, vegna skoðana sinna, litarháttar eða annað. Á öðrum stað var okkur boðið að skrifa á miða annað hvort persónu- legar eða samfélagslegar syndir og negla þær á stóran trékross. ‘Kristur dó fyrir okkar syndir!’ Þessi orð urðu nú enn áþreifanlegri. Með ein- földum hætti var píslarsaga Krists færð inn í samtíma, tengd okkar eig- in lífi. Páskagleði „Líf í von” var yfirskrift 5. sam- kirkjulega Evrópuþings ungs fólks. Yfirskriftin var vel við hæfi; mótið var um páskana, Austur- og Vestur- kirkjan héldu í ár páska á sama tíma og nýjir vindar blása í stjórnmálum Evrópu. Við Iifum í von. Grundvöll- ur þeirrar vonar er Jesús Kristur. Páskanæturmessan var með ort- hodoxu sniði. Við gengum með kerti og helgimyndir umhverfis kirkjuna. Stóðum fyrir utan lokaðar kirkjudyr og sungum, þar til á miðnætti að kirkjuklukkum var hringt og við gengum inn til guðsþjónustu. Og hvílík gleði! Þegar við höfðum sung- ið þrisvar „Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn”, þá stóðum við á fætur og kysstum hver annan þrisvar sinnum. Þetta var sér- stök upplifun fyrir mig, þar eð sessu- nautar mínir voru afar skeggprúðir Bæn og von um bjarlari framtíð. 16 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.