Víðförli - 15.06.1990, Síða 17

Víðförli - 15.06.1990, Síða 17
Kosið til Kirkjuþings menn. Að endingu skrifuðu allir óskir sínar og vonir á miða, sem fest- ir voru síðan á tré við predikunar- stólinn. Þar með hafði tréð fengið ný laufblöð og laufblöðin voru okkar bænir og von um bjartari framtíð. Neglt á krossinn. Ég skil Orð guðfræðingsins um að guðs- þjónustan væri fyrst og fremst lík- amlegt atferli eru ekki jafn torskilin og áður. Endurnýjun guðsþjónust- unnar er ekki fólgin í poppaðri bylt- ingu. Núverandi form býður upp á mikla möguleika. Einfaldir hlutir eins og kerti og ljósburður eru áhrifaríkir. Hreyfing og snerting, líkt og sum okkar hafa reynt við far- arblessun í Skálholti, þetta er til- beiðsla með öllum líkamanum. Hvergi er þetta þó skýrara en í altar- isgöngunni. Það er gengið til altaris og neytt saman máltíðar. Líkamlegt atferli? Vissulega, en þó meira því að það er ákveðin meining, innihald og boðskapur í helgisiðunum. Innihald altarisgöngunnar er fórnardauði Jesú á krossinum. Þetta er borðsamfélag við Guð og við safnaðarfólkið. En þessi helgiathöfn missir algjörlega marks nema hún verði að líkamlegum raunveruleika í okkar lífi og störfum. Að borða sam- an er til marks um vináttu og bræðralag. Þegar við réttum náung- anum hjálparhönd, sýnum honum kærleika, þá erum við svo að segja að framlengja guðsþjónustuna út í lífið. Af trúnni spretta góðu verkin. Andsvar mannsins við erindi Guðs hlýtur að vera að lifa í trú, lifa í guðs- þjónustu hversdagsins. Þess vegna er guðsþjónusta líkamlegt atferli. Magnús Erlingsson. Nýlega var kosið til Kirkjuþings til næstu fjögurra ára. Á kjörskrá voru rúmlega 1400, eða allir sóknarnefndarmenn lands- ins, prestar og kennarar Guðfræði- deildar. Atkvæði greiddu um þriðjungur þeirra. Gildir það jafnt um presta sem Ieikmenn, t.d. var kosningaþátttaka presta í Norður- landskjördæmi eystra 35%. Er það umhugsunarefni, þegar um er að ræða æðstu stofnun kirkjunnar, að ekki virðist meiri áhugi. Það vekur einnig athygli, að það fjölgar aðeins um eina konu á Kirkjuþingi, þar eru nú þrjár konur af þeim 22 fullltrúum sem sitja þingið. Einn kirkjuþingsmaður er undir fertugu. Hinir nýkjörnu kirkjuþingsmenn eru: Reykjavík Hólmfríður Pétursdóttir Sr. Hreinn Hjartarson Jóhann Björnsson Sr. Karl Sigurbjörnsson Vesturland Halldór Finnsson Sr. Jón Einarsson Vestfirðir Sr. Gunnar E. Hauksson Kjör leikmanns bíður endanlegrar afgreiðslu Kirkjuþings Norðurland vestra Sr. Árni Sigurðsson Margrét K. Jónsdóttir Norðurland eystra Halldóra Jónsdóttir Sr. Þórhallur Höskuldsson Austfirðir Guðmundur Magnússon Sr. Þorleifur K. Krist- mundsson Suöurland Jón Guðmundsson Sr. Sigurjón Einarsson Reykjanes Sr. Gunnar Kristjánsson Helgi Hjálmsson Prestar í sérþjónustu Sr. Jón Bjarman Guðfræðideild Háskólans Dr. Björn Björnsson VÍÐFÖRLI — 17

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.