Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 18

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 18
Við sáttmálagerðina í Seoul. Frá Vancouver til Seoul Undirrituð sóttu ráðstefnu á veg- um Alkirkjuráðsins í Seoul nýlega og var fulltrúi íslands. Skammstöfunin JPIC stendur fyrir Justice, Peace and the Integrity of Creation, sem gæti útlagst á íslensku : Réttlæti, friður og náttúruvernd. Forsaga ráðstefnunnar í Seoul nær allt aftur til Alkirkjuráðs-þings- ins í Vancouver í Canada 1983. Þar var ákveðið að kirkjudeildir Al- kirkjuráðsins skyldu formlega hafa samvinnu um að vinna að JPIC. Þessum boðskap var tekið með fögnuði víða um heim, þar sem hóp- ar innan safnaða höfðu um árabil unnið að málefnum sem falla undir JPIC, svo sem náttúruvernd, jafn- rétti og friðar „baráttu”. JPIC gaf þessum hópum tækifæri til að hitt- ast og beina kröftunum í sameigin- legan farveg. Á íslandi hefur lítið verið unnið markvisst að málefnum tengdum JPIC og í tengslum við áætlun Al- kirkjuráðsins, þótt segja megi að Hjálparstofnun kirkjunnar hlúi beint að bágstöddum og kirkjufólk hafi aðstoðað á þeim grunni. Þá hafa æskulýðsdagar kirkjunnar ver- ið helgaðir efni sem tengjast JPIC og má sem dæmi nefna æskulýðsdag- inn 1989 „Við sama borð”, sem fjall- aði um réttlæti og æskulýðsdaginn 1990 „Líf og friður”, sem hafði boð- skap tengdan náttúruvernd. Á síðasta ári voru haldnar ráð- stefnur í flestum heimsálfum, þar sem unnið var að sameiginlegri stefnumótun hvað varðar JPIC og undirbúningi fyrir JPIC-fulltrúa- þing í Seoul. Þessi þing fjölluðu um það sem brann fólki hverrar álfu á hjarta. Á Evrópuþinginu sem haldið var í Ba- sel í Sviss, beindist athyglin að skipt- ingu Evrópu í austur og vestur, í þriðja heims löndum var umræða um kynþáttamisrétti, aðskilnaðar- stefnu, stríð og erlenda skuldabyrði og á sérstöku þingi eyjaskeggja í Kyrrahafinu var kjarnorkutilraun- um Frakka í Kyrrahafi mótmælt. í höfuðstöðvum Alkirkjuráðsins í Genf var gert uppkast að nokkurs konar stefnuskrá, sem samþykkt skyldi í Seoul. Umsjón með því hafði dr. Preman Niles. Safna skyldi álykt- unum alls staðar að og útbúa skjal í þrem meginhlutum. Sá fyrsti var lýs- ing á heiminum og þeim vanda sem blasir við mönnum. Næsti hluti var staðfesting á því góða sem sjá má og gera má. Öllu sem var andstætt því og stríddi gegn Guðs góðu sköpun var hafnað. Þriðji hlutinn var sáttmáli. Sáttmálsgjörð (Act of Covenant- ing) hefur verið hluti af JPIC-ráð- stefnunum og það var meðal annars skilningur rómversk-kaþólsku kirkj- unnar á sáttmálsgjörð sem hindraði að hún yrði virkur þátttakandi í þessari ráðstefnu. Evrópudeild róm- versk-kaþólsku kirkjunnar hélt hins vegar Evrópuráðstefnu til jafns við mótmælendur. Á þinginu í Seoul voru nokkrir opinberir áheyrnarfull- trúar rómversk-kaþólskra og fjöl- margir gestir, einkum frá Evrópu, sem vildu fylgjast með. Þrískipting skjalsins er gerð með guðfræðilega merkingu þess í huga. Að auki var reynt að byggja aðdrag- anda sáttmálans og sáttmálann sjálfan upp með hliðsjón af sátt- málagerð í Gamla-testamentinu. Hvorugt vakti sérstaka hrifningu hjá ráðstefnugestum og er ástæðan lík- legast sú að þeir voru flestir leik- menn og virkir þátttakendur í grasrótarhópum. GAGNRÝNI Á SÁTT- MÁLSSKJALIÐ Uppkastið að skjalinu var sent þátttakendum og þótt það bærist seint, höfðu sumir hópar undirbúið sig vel. Flestum þótti fyrsti hlutinn draga upp of svarta mynd af heimin- um. Frá þriðja heiminum heyrðist áköf gagnrýni á að skjalið bæri greinileg evrópsk og norður-amerísk einkenni. Kvennahópar sögðu það einkennast af feðraguðfræði. Kvennahópur í S-Kóreu hafði undibúið sig einkar vel og gefið út bækling þar sem farið var í gegn um skjalið lið fyrir lið út frá kvennaguð- fræði og Minjung-guðfræðinni, sem er kóreisk og má að nokkru leyti líkja við frelsunarguðfræði. Gagnrýni kvennanna speglaði að mörgu leyti viðhorf margra ráð- stefnugesta. Þær töldu skjalið skorta gjörsamlega viðhorf kvenna í þriðja heiminum, fylgja þeirri guð- 18 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.