Víðförli - 15.06.1990, Page 21

Víðförli - 15.06.1990, Page 21
fréttum ÞRETTÁNDAAKADEMÍA í SKÁLHOLTI Undirbúningur er nú hafinn að þriðju Þrettándaakademíunni, sem haldin verður i Skálholti. Hér er um árlega ráðstefnu að ræða, sem hald- in er á þrettándanum. Tilgangur akademíunnar er að safna áhuga- fólki um kirkjuleg málefni saman til umræðu, helgihalds og frjáls samfé- lags. Á akademíunni er leitast við að brjóta til mergjar málefni, er miklu skipta fyrir lif og starf íslensku þjóð- kirkjunnar á hverjum tíma. Á tveim fyrri akademíunum hefur verið feng- ist við sjálfsmynd íslensku þjóð- kirkjunnar, sem og forsendur fyrir lifandi þjóðkirkju við lok 20. aldar. Viðfangsefni þriðju akademíunn- ar verður umfjöllun um áhersluat- riði í íslenskri guðfræði á líðandi stundu. Leitast verður við að fást við efnið út frá þremur sjónarhornum: —Hvers krefjast félags-og menn- ingarlegar aðstæður af íslenskri guðfræði? —Hvernig svarar kirkjan þessum kröfum? —Hvaða sjónarmið ber kirkjunni að leggja til grundvallar, þegar hún bregst við ofangreindum aðstæðum og svarar lífsspurningum 20. ald- arinnar? Eins og þessar spurningar gefa til kynna, verður leitast við að leggja sjónarhorn umhverfisbundinnar (kontextuell) guðfræði til grundvall- ar umræðunni, en þau byggjast með- al annars á því, að guðfræðin eigi á hverjum tíma að verða til í umræðu, þar sem í senn sé tekið tillit til hins guðfræðilega arfs og sögulegra að- stæðna. Guðfræði af þessu tagi mót- ast því af umhverfi sínu i stærri stíl en raun hefur verið með hefðbundn- ari guðfræði. Allir, sem áhuga hafa á gagnrýn- inni umræðu um viðfangsefni akademíunnar eru velkomnir til þátttöku. Sjónarmið og ábendingar varðandi viðfangsefni eru einnig vel þegin og ber að koma þeim á fram- færi við Sigurð Árna Þórðarson rektor Skálholtsskóla. HEIMILISFÖNG PRESTA ERLENDIS Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sem til skamms tíma hefur verið prestur íslendinga í Svíþjóð, auk þess sem hún hefur lesið trú- arbragðafræði til doktorsgráðu hef- ur heldur betur fært sig til. Hún gift- ist nýverið japönskum presti og fluttist búferlum til Japan og stund- ar þar fræði sín. Heimilisfang hennar er: Helga Soffía Konráðsdóttir Toma 1-6-8 Tsurumi - dori Minami - lu Nagoya 457, Japan Þá hefur sendiráðspresturinn í London breytt um símanúmer. Hin nýju númer eru: Sr. Jón A. Baldvinsson heima 90-947-9827 Sendiráð íslands í London 90-730-5131 GÓÐAR GREINAR UM KIRKJUARKÍTEKTÚR Tímaritið Arkítektúr og Skipulag helgar kirkjubyggingum meginefni þriðja tölublaðs 1989. Tímaritið flytur þar greinaraðir um kirkjur, formsögu kirkjubygg- inga og kirkjuskreytingar. Meðal höfunda eru arkítektarnir Gylfi Guðjónsson, Fanney Hauksdóttir, Trausti Valsson og Kjartan Jónsson, listamennirninr Leifur Breiðfjörð og Benedikt Gunnarsson, prestarninr sr. Gunnar Kristjánsson, sr. Jakob Ág. Hjálmarsson og sr. Valgeir Ást- ráðsson. Meðal kirkna sem kynntar eru má nefna Seljakirkju í Reykjavík, Blönduóskirkja, Reykjahlíðarkirkja við Mývatn, Fella-og Hólakirkja í Reykjavik, ísafjarðarkirkja, sem ekki varð, og Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Myndir og uppsetning eru ein- staklega falleg og tímaritið mikill fengur fyrir áhugamenn. Ritstjóri er Gestur Ólafsson en afgreiðsla í Hamraborg 7, Kópavogi sími: 91-45155. Upplag þessa tilgreinda tölublaðs er senn á þrotum. Það kostar kr. 490r í fréttum NÝR FRÆÐSLUFULLTRÚI Á AUSTFJÖRÐUM Ásgerður Edda Jónsdóttir hefur verið ráðin fræðslufulltrúi hjá fræðsludeild, með búsetu á Aust- fjörðum. Hún mun búa á Egilsstöð- um, Selási 23, sími: 97-11314. Fyrsta verkefni Eddu var starf í sumar- búðum á Eiðum, bæði meðal barna, aldraðra og fatlaðra. Það starf er skipulagt af Kirkjumiðstöð Austur- lands. Ásgerður Edda hefur verið við nám í vetur á Hawai, þar sem áhersla var á safnaðarþjónustu meðal barna og unglinga, sérstaklega með tilliti til tónlistarnotkunar. Hún var síðan í verknámi á Nýja Sjálandi. Ásgerður Edda er gítarléikari og hefur góða reynslu í tónlistarstarfi, m.a. meðal Ungs fólks með hlutverk. Já eða nei, það er ekki hægt að sitja hjá. Af hverjufór Móses ekki tii oiíusvœðanna í stað þess að þvœlast um í eyðimörkinni. VÍÐFÖRLI — 21

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.