Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 22

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 22
Nýir sálmar Sem frækornið nemur Guðs náðaryl og nærist i grýttri jörð, eins skaltu, minn líkami, lofa Guð við lífskjör þin, mild sem hörð. Fyr’ krafta og vilja, hvert vandaspor, öll viskunnar helgu boð, og lífsins skyldur og lán og stríð ég lofa þig, Drottinn Guð. Þú gefur mér hljóðlátan, helgan dag, þá hljómar þitt kall til mín. Minn kraftur er smár og þín krafa stór, ó, kenndu mér orðin þín, að helga þér lífið í ljóssins trú og láta þig stjórna mér. Sú byrði er létt, sem mig ber til þín og blessar mitt líf í þér. Og Ieið mig svo fram, að ég lifi þér og lýsi mér andi þinn, og kenn mér að þekkja, að þessi jörð er þín eins og himininn, að hér skal það lifna, sem lifa má við ljósið frá þinni sól. En dæmdu í líkn um mitt líf á jörð, nær lít ég þinn konungsstól. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Skal ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga gleði, önn og þraut, sér til þess að færan spöl ég finni fyrir skrefið hvert á minni braut. Hann sem er mér allar stundir nærri á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, hann er viska, kærleikur og náð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú og síðar mun ég hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér dag í senn, eitt andartak í einu, uns til þín í Ijóssins heim ég fer. Text: Lina Sandell-Berg 1865’ DAG I SENN Musik: O Ahnfelt 1872 Kirkjublaðið sænska hefur kannað vinsældir sálma meðal lesenda sinna. í efsta sæti var Fögur er foldin, en næstur sálmur sem birtist í sálmaviðbæti frá 1976, en er nú kominn í nýju sálmabókina „Det finns et djup i Herrens godhed“. í næstu sætum eru „Blot en dag“ og „Som sádden förnimmer“, sem hér birtast í þýðingu dr. Sigurbjörns Einarssonar. Einnig eru þar kunnir sálmar hérlendis svo sem „Ó, vef mig vængjum þínum“ og „Ver hjá mér herra, dagur óðum dvín“. Víðförli þakkar dr. Sigurbirni Einarssyni fyrir leyfi hans að birta eftirfarandi þýðingar. SEM FRÆKORNIÐ Tex,: B E Nyströnj,1936 Miisik- Svpnsk 1697 ——M—— w ■■ # ' m m m—é't =4= # . --js- — —i—f— t j" , h ‘r pJ J pJ J 22 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.