Víðförli - 15.06.1990, Page 24

Víðförli - 15.06.1990, Page 24
Á vígsludaginn, fv.: sr. Guðný, sr. Sigurður, Ólafur Biskup, sr. Hjörlur og sr. Sigríður. NÝVÍGÐIR PRESTAR Sunnudaginn fyrir Prestastefnu 1990, hinn 24. júní, vígði Biskup ís- lands fjóra guðfræðinga til prests- þjónustu. Þeir eru: Guðný Hallgrímsdóttir. Hún víg- ist til starfa á vegum Öryrkjabanda- lagsins, Þroskahjálpar og Fræðslu- deildar kirkjunnar. Hún mun vinna að aukinni þátttöku fatlaðra í lífi kirkjunnar, og auknu starfi kirkj- unnar á meðal fatlaðra. Hjörtur Hjartarson. Hann hefur verið kallaður til starfa í Ásapresta- kalli í Skaftártungum. Sigurður Kristinn Sigurðsson. Hann hefur verið skipaður prestur í Setbergsprestakalli í Grundarfirði. Sigríður Guðmarsdóttir. Hún hef- ur verið skipuð prestur í Staðar- prestakalli í Súgandafirði. Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalagsins las við athöfnina einn prestsvígslutextann úr Braille útgáfu Biblíunnar. ífréttum Nefndarmenn Gunnlaugur Finnsson á Hvilft er tilnefndur af Kirkjuráði til setu i nefnd, sem ráðherra skipar, til að vinna að endurskoðun laga um veit- ingu prestakalla og laga um biskups- kosningar. Snæbjörn Árnason á Bildudal er tilnefndur í ráðherranefnd til að kanna hvort Árnes-Hólmavíkur og Prestbakkaprestaköll verði flutt til prófastsdæmis í Vestfjarðakjör- dæmi. Þá hefur biskup skipað nefnd til að fjalla um starfssvið sérþjónustu- presta, prestsþjónustu þeirra og stöðu gagnvart sóknarprestum. í nefndinni starfa: sr. Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur, sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson formaður Prestafélags íslands, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari og sr. Bernharður Guðmundsson fræðslu- og þjónustustjóri, sem stýrir starfi nefndarinnar. Þá hefur verið skipuð nefnd til að kanna starfskjör presta og gera tillögur um úrbætur. Þar starfa Þor- steinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri og Anna Guðrún Björnsdóttir deildar- stjóri frá kirkjumálaráðuneyti, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason biskups- ritari og sr. Valgeir Ástráðsson fyrr- verandi formaður Prestafélags ís- lands. Norska kirkjuþingið leggur til að guðfræði- menntun verði ekki áskilin til prestsvígslu í Noregi er nú mikill prestaskortur og hefur kirkjuþing lagt fram tillög- ur um að opna leiðir að prestsvígslu fyrir aðra en guðfræðinga. Áskilið verður m.a. sambærilegt háskóla- próf, minnst 5 ára gamalt og lág- marksaldur umsækjanda 35 ár. Norska prestafélagið hefir mótmælt þessum áformum, en kirkjuþingið hefur tryggt sér stuðning rík- isstjórnarinnar og því mun norska kirkjan fljótlega fá til starfa presta án guðfræðimenntunar. KIRKJUHUSIÐ - ÚTGÁFAN SKÁLHOLT hafa opnað verslun og afgreiðslu í Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni í Reykjavík. Við seljum kirkjumuni. trúarlegar hækur, fræðsluefni til nota í kirkjulegu starfi og önnumst margskonar þjónustu fyrir einstaklinga og söfnuði. Verið velkomin að líta inn í Kirkjuhúsið. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.