Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 6
Safnaðaruppbygging: Frá hafbeit til hópa Dæmisaga úr atvinnulífinu Á héraðsfundi í Reykjavík spurði ég fundarfólk eftirfarandi spurning- ar: Hefur þú heyrt dæmisögu Jesú um hafbeitarlaxana? Það kom undr- unarsvipur á viðstadda og enginn kannaðist við þessa týndu dæmi- sögu. Enda ekki nema von því hún er ekki til í Biblíunni. Spurningin var ekki sett fram að ófyrirsynju því stundum hvarflar það að manni að kirkjan hafi í starfi sínu stuðst við tækni þá sem notuð er við hafbeit og kemur fram í því að börnin eru merkt Jesú Kristni í skírninni og síð- an sleppt út í lífsins haf. Það er síðan undir hælinn lagt hverjar heimtur verða síðar. í niðurstöðum könnunar Guð- fræðistofnunar kemur fram að um 10% landsmanna sækja kirkju einu sinni í mánuði eða oftar. Þetta eru heimturnar og þættu víst góðar í hafbeitinni, eins og einn héraðs- fundarmanna benti mér á. En erum við, sem kirkja, ánægð með þessar heimtur? Þess ber að gæta að Jesú tók ekki dæmi úr umræddri atvinnu- grein í starfi sínu. En hann tók dæmi úr sauðfjárræktinni og íslenskum bændum þætti án efa lélegt að fá ekki nema tíunda hluta fjár af fjalli. Orð Jesú og dæmisögur bera vott miklu meiri umhyggju en fram kemur í starfi kirkjunnar og því er átak í safnaðaruppbyggingu orð í tíma töluð. Safnaðaruppbygging er biblíulegt hugtak (oikodome). Jesús talar um að byggja söfnuð sinn á kletti (Matt. 16.18), Pétur postuli áminnir kristna menn um að láta uppbyggjast sem lifandi steinar (l.Pét. 2.5) og Páll talar aftur og aftur um uppbyggingu og vöxt í bréfum sinum (t.d. Ef. 4. kafli). Söfnuðurinn er grunneining kirkjunnar og markmið safnaðarins er að byggja fólk upp í trú svo að það vaxi upp til hans sem er höfuðið, Kristur. Söfnuðurinn leitast við að 1 ■ '+JT varðveita það sem fyrir er — og — leita hins týnda, safna saman þeim sem fjarlægst hafa samfélag til- beiðslunnar, guðsþjónustuna, þar sem Kristur er nærverandi í orði og sakramentum. Trabant-guðfræði í kenningum manna um safnaðar- uppbyggingu (kirkjuvöxt) er þetta kjarninn: að kalla fólk til trúar og tengja það söfnuði. Þetta hafa þýsk- ir guðfræðingar tjáð með því sem ég vil kalla „Trabant-guðfræði" því lík- ing þeirra er tekin af tvígengisvél- inni. Þeir tala um opnun og þéttingu. Söfnuðurinn leitast við að ná til fólks með ýmsum tilboðum (opnun) og þeim sem þiggja er síðan beint inn í safnaðarstarfið (þétting). Þessi að- ferð leitast við að stækka kjarnann, fjölga i samfélagi þeirra sem koma saman til guðsþjónustu. Ég hef það á tilfinningunni að kirkjan okkar hafi með ýmsu móti „opnað“ og það oft með góðum árangri en um leið finnst mér að „þéttingin“ hafi verið vanrækt. Ef við höldum okkur við líkinguna af tvígengisvélinni þá Örn Bárður Jónsson, verkefnisstjóri. missir vél, sem eingöngu opnar, niður allan damp og fer aldrei í gang. Átak í safnaðaruppbyggingu miðast öðrum þræði við að styrkja innviði kirkjunnar, þjálfa þá sem þegar sækja hana reglulega og gera þá hæfa til þess að sækja út og kalla fleiri til samfélags. Essin þrjú I söfnuðum víða um heim er nú lögð áhersla á myndun smáhópa. Fjölbreytnin getur verið nær óend- anleg. Algengast er að fólk komi saman í smáhópum til þess að biðja, lesa í Biblíunni, veita umhyggju og ástunda fyrirbæn. Einnig kemur fólk saman til þess að ræða allt milli himins og jarðar út frá kristinni kenningu. Aðalatriðið er að meðlim- ir hópanna tengist guðsþjónustunni sem er hátíð safnaðarins hvern helg- an dag. Innan fræðanna ber ákveðið „módel“ oft á góma en það er mælt með þrískiptingu safnaðarlífsins í eftirfarandi þætti: smáhópa, samfé- lag og söfnuð (á ensku Cell, Congre- gation og Celebration) eins og fram kemur á myndinni. 6 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.