Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 11
langt er upp að telja. Okkur finnst nauðsynlegt og skemmtilegt að vinna að verkefnum innan sjálfs kirkjustarfsins. Það tengir okkur betur við það sem mestu máli skiptir, guðsþjónustuna. Þið haldir félagsfundi? Að sjálfsögðu. Tveir þeirra eru reyndar ætlaðir allri fjölskyldunni sérstaklega, fyrir jól og páska. Það eru allir, alltaf velkomnir á fundina. Allt sem við gerum miðast við alla. Ekkert einskorðast við fé- lagsmenn. Formfesta hrjáir okkur ekki. Við tökum okkur svona mátulega hátíð- lega og erum ánægð með þetta hjá okkur. Við vitum sem er að margir hafa af því sina mestu ánægju að gleðja aðra. Safnaðarfélagið er góður far- vegur til þess. Þar sitja í fyrirrúmi gleðin og trúin og þess vegna er svona skemmtilegt þar. í fréttum Færeyingar fá eigin biskup Nú í haust mun danski kirkju- málaráðherrann leggja fram laga- frumvarp um að Færeyjar verði sjálfstætt biskupsdæmi. Færeyingar hafa hingað til haft vígslubiskup, Hans Jakob Joensen frá Þórshöfn var kosinn nú í sumar er Eyvind Vil- helm lét af embætti vegna aldurs. Vonandi fær þetta fljóta afgreiðslu, svo að á fyrirhuguðum vígsludegi 25. nóvember verði vígður biskup en ekki vígslubiskup Færeyja. Biskup lúterskra í E1 Salvador tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels Margar tilnefningar hafa borist til norsku nefndarinnar sem veitir frið- arverðlaun Nobels um Medardo Gomez lúterska biskupinn í E1 Salvador. Gomez biskup hefur tekið virkan þátt í sáttargjörðinni í hinu stríðshrjáða landi, hann hefur verið í útlegð en er nú kominn heim. „Medardo Gomez biskup hefur í lífi sínu og starfi tekið áhættuna að eiga sömu örlög og Romero erki- biskup sem myrtur var. Hann hefur sett líf sitt að veði til þess að koma á friði og sátt í landinu og unnið þar afreksverk“ segir í einu skjalinu sem fylgir tilnefningu Gomez biskups. Trúarhópar í Kína íbúar Kina munu vera 1.1 millj- arður eða ellefu hundruð milljónir ef sú tala er skiljanlegri. Nýlega hafa verið birtar tölur um trúfélög þar- Iendis. Búddistareru 100 milljónir, Músl- imar 20 milljónir og um 9 milljónir kristnir og af þeim eru tæplega helmingur kaþólskir. Meðalaldur hinna kristnu er 25 ár og flestir þeirra eru námsmenn. Þrátt fyrir margskonar andbyr fjölgar kristn- um sífellt. Uppskrift - Biblíukaka Bakstur Biblíuköku er alveg ný Ieið til að nálgast Biblíuna. Verk- efnið krefst þess að flett sé fram og aftur í Ieit að réttum ritningar- stöðum. Þar sem eitthvað fer á milli mála í leiðbeiningunum, verður hver og einn að taka sínar eigin ákvarðanir og vinna að bakstrin- um í anda 1. Mósebókar 18:6.b. Mælið: IV2 bolli 5. Mósebók 32:14a__ 6 stk. Jcremía 17:11_________ 2 bollar Dómarabókin 14:18a__ 4 Vi bolli 1. Konungabók 30:12a 2 bollar Nahúm 3:12__________ 3A bolli 1. Korintubréf 3:2__ 2 bollar Nahúm 3:12__________ 1 bolli 4. Mósebók I7:8b _____ 1 ögn 3. Mósebók 2:13_________ 3-4 tesk. Markús 9:50b 3 tesk. lyftiduft Aðferð: Fylgið Orðskviðum Salómons: Orðskv. 23:14a. Hug- festið Orðskv. 14:23. Heilræði: Móti einni punds- krukku (tveim bollum) af hun- angi þarf eitt bréf af lyftidufti. Deigið er frekar fljótandi. Bök- unartími u.þ.b. klukkustund og 30 mínútur skv. Hósea 7:4b. Grundvallaratriði: Nehemía 4:6. á við undir öllum kringumstæð- um. Hvað kökuátið sjálft varðar, sjá Lúkas 14:12.-14. ■ 1vt^r Kirkjitgestum fjölgaði verulega eftir að presturinn fékk sér liiind. VÍÐFÖRLI — 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.