Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 12

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 12
Samstarf hjálparstofnana og safnaða byggir á langri hefð Jóhannes Tómasson Margt var skrafað og skeggrætt á norrænum fundi upplýsinga- deilda og framkvæmdastjóra hjálparstofnana kirkna á Norður- löndum, sem haldinn var í Danmörku í síðasta mánuði. Skipst var á fréttum af því sem hafði á dagana drifið frá síðasta fundi, rætt var um sameiginleg vandamál og samstarf og að lokum var kynnt úttekt sem fram hefur farið á starfi Kirkens Nödhjelp (KN) í Noregi. Undirritaður sat fundinn af hálfu íslands ásamt Jónasi Þórissyni framkvæmdastjóra Hjálparstofnun- arinnar. Sögðum við þær fréttir helstar að hjá Hjálparstofnun hefðu orðið nokkur mannaskipti en höfð- um að öðru leyti augu og eyru opin fyrir því sem fram fór og reyndum að henda á lofti það sem gagnlegt kynni að vera til brúks hérlendis. Fundirnir eru haldnir til skiptis á Norðurlönd- unum og er ráðgert að halda næsta fund á íslandi að ári. Miklar stofnanir Kirkjuhálparstofnanirnar á hin- um Norðurlöndunum eru myndar- leg fyrirtæki með tugi starfsmanna sem sinna fjölmörgum verkefnum í ýmsum deildum. Fram kom m.a. sá vandi sem þær stærstu eiga við að glíma núna að auka þyrfti samskipti og fréttaflutning milli deilda en slíkt verður þyngra í vöfum þegar stofn- anirnar stækka. Fyrir utan stærðina er það sérstak- lega tvennt sem vekur strax athygli þegar íslenska stofnunin er borin saman við hinar erlendu: Það er sú hefð sem þær byggja á í samstarfi sínu við söfnuðina og hversu miklu þeim er trúað fyrir af fjárframlögum þróunarstofnana landanna — fram- lagi ríkisins sem þær eiga að nota til starfs í þróunarlöndum. Norrænu hjálparstofnanirnar hafa í áratugi leitað liðsinnis hjá söfnuðum kirknasinna. Flestirsöfn- uðir hafa sérstakan hjálparstofnun- arfulltrúa sem annast samskiptin. í sumum löndunum, til dæmis Nor- egi, er löng hefð fyrir sérstakri söfn- unarherferð á föstu. Seint á haustin er fulltrúum safnaðanna kynnt verk- efni næstu söfnunar og efni komið á framfæri við þá. Þeir sjá síðan um framkvæmd söfnunar í sínu héraði og sumar sóknirnar senda auk þess sem safnast sérstakt framlag til verk- efna. Fyrir utan það hversu mikil- vægt er að afla fjár er það ekki síður verðmætt að mikil þekking berst með þessu móti til safnaðarmeðlima og menn gera sér almennt ljósa grein fyrir þeirri skyldu sinni að láta eitt- hvað af hendi rakna til þurfandi meðbræðra. Hjálparstofnanir á Norðurlönd- um hafa á áratuga starfstíma sínum orðið mikill og sjálfsagður farvegur fyrir stóran hluta af þeirri þróunar- hjálp sem ríki þeirra inna af hendi. Stofnanirnar hafa á að skipa hæfum starfsmönnum sem sinna ólíkum og krefjandi verkefnum víða um heim. Vitanlega kemur fyrir að verkefni takast ekki eins vel og ætlað er en þróunarstofnanirnar fylgjast með verkefnum og vita að menn starfa eftir bestu getu og samvisku. Hvernig fréttir? I þessu sambandi var meðal ann- ars rætt á fundinum hvernig haga eigi fréttaflutningi af starfi stofnan- anna og varpað fram nokkrum Jónas Þórisson (lengst til hœgri) úsamt tveimur dönsku fulitrúunum, Kristian Paludan sem starfar í upplýsingadeildinni (í miðið) og Jens J. Thomsen framkvœmdastjóra. 12 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.