Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 15
Tölvualdar tvílynd tæknin Leiðrétting á grein Arnar B. Jónssonar um Safnaðarupp- byggingu í Árbók kirkjunnar 1989. Hún getur verið varasöm tæknin sem við styðjumst svo mjög við í daglegum störfum okkar. Eftir að ég hafði skrifað grein mína um Safnað- aruppbyggingu á tölvuna, færði ég hana upp á disk og bar hana á borð fyrir ritstjóra. En þar með var „rétt- urinn” ekki tilbúinn. Áður en grein- in birtist á prenti fór hún í gegnum annað tölvukerfi og þá missti hún bragð sitt að einhverju leyti eins og verða vill þegar upphitaðir réttir eru bornir fram. Það sem féll niður var skýringarmynd sem hér birtist til glöggvunar: Að auki bjagaðist gríski textinn við þessa færslu á milli tölvukerfa sem upphaflega var ritaður með grísku letri þannig að gríski starfurinn „e” (eta) varð „h” og stafurinn „th” (theta) varð „q”. Gríski kaflinn átti því að vera sem hér segir: Oikodome Hugtakið safnaðaruppbygging má rekja til bréfs Páls til Efesus- manna, 4. kafla. Þar koma fyrir ýmsar myndir af orðinu oikodome sem er yngri mynd af orðinu oiko- domeraa sem merkir bygging. í Ef. 4.11-16 kemur fram að frá Guði „er sú gjöf komin að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar!’ Þessum aðilum er ætlað að fullkomna hina trúuðu og vera líkama Krists til upp- byggingar (oikodomen). Uppbygg- ingin á að leiða til þess að allir verði einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs og nái því að verða Kristi líkir. „Þér eruð bygging (epoiko- domethentes) sem hefur að grund- velli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. í honum er öll byggingin (oikodome) samantengd og vex svo, að hún verð- ur heilagt musteri í Drottni. í honum verðið þér líka bústaður (katoiketeri- on) handa Guði fyrir anda hans!’ (Ef.2.20-22) Hér er augljóslega verið að fjalla um trúarþroska þeirra er tekið hafa trú á Krist eða m.ö.o. helg- un og framför í trúnni. Hver ein- staklingur er bygging - bústaður heilags anda. Helgun á sér stað fyrir verk heilags anda þegar menn safn- ast saman í nafni Krists. Söfnuður- inn uppbyggist af orði Guðs og sakramentum og fær þar með kraft og styrk til þess að láta gott af sér leiða með því að bera Kristi vitni í orði og verki. Samfélag kristinna manna er því ekki einungis til sjálfs sín vegna heldur og vegna annarra. Hlutverk kirkjunnar er að boða orð- ið svo að takast megi að safna öllum undir hann sem er Drottinn. Örn B. Jónsson Þessi leiðrétling hefur beðid birtingar alllengi. Ritstj. B-0 B -1 B - 2 & B - 3 Vesturlönd 120 milljónir Afríka 40 Asía 40 Vesturlönd 845 milljónir Vesturlönd 180 milljónir 76 58 Afríka 82 Asía 74 Asla 2.040 milljónir Næring 200 millj Endurnýjun 979 millj HEFÐ- BUNDIN BOÐUN 336 mil 1 3% ’CROSS- CULTURAL' BOÐUN 2.387 millj 8 7% Tölur um mannfjölda eru frá 1974. Eins og fram kemur á þessari mynd er þaö hinn trúfasti minnihluti sem stendur fyrir allri boðun, bæöi næringu eigin hóps, endurnýjun nærhóps og boöun til þeirra er í fjarlægð búa, landfræðilega sem og menningarlega. VÍÐFÖRLI — 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.