Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 19

Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 19
sungnir söngvar í rólegri kantinum, kveikt á kertum, hlustað á orð úr Biblíunni og bænir beðnar. Það er vinsælt fundarefni að fá annað æskulýðsfélag í heimsókn eða fara í heimsókn til annarra. Það get- ur verið góð tilbreyting og þá bjóða gestgjafar líka oft upp á heimabak- aðar kökur sem unglingarnir sjálfir baka (sumir biðja víst mömmu um það...). En þessar heimsóknir tengja unglingana saman og þau læra hvert af öðru. Þegar æskulýðsfélag Fella- og Hólakirkju fór í heimsókn til æskulýðsfélagsins í Bústaðakirkju fyrir nokkrum árum Iærðu þau hvernig bænastund var hjá þeim og síðan er alltaf gert eins. Aðferðin er þannig að allir sem vilja þiðja upphátt bænavers eða bæn frá eigin brjósti, þeir sem ekki vilja biðja upphátt segja bara Amen. Bænin gengur svo hringinn og eng- inn þarf að hnippa í neinn ef hann vill ekki taka þátt í bæn upphátt. Mörg bænavers standa framarlega í söngbókinni I Líf og Leik og áður en stundin byrjar er flett upp þar. III KFUM og KFUK hafa lengi starf- að ötullega meðal unglinga og nú ætla þau félög og ÆSKR að hefja samstarf um söngstarf sem kallað er „Ten-Sing“. Það er æskulýðsstarf sem byggist á tónlistaráhuga ungs fólks. En hver hefur ekki kynnst há- vaða frá hljómtækjum unglinga? Hér er um tilraunastarf að ræða í tveim söfnuðum Breiðholts- og Ás- kirkju. Von er á heimsókn frá Noregi í fjórar vikur í febrúar og mun þetta starf þá nánar kynnt. IV Einn þáttur æskulýðsstarfsins þykir unglingunum meira spennandi en aðrir og það eru ferðalög og mót. Félögin leigja sér þá skála sem er mátulegur fyrir hópinn en hóparnir eru allt frá 12 unglingum og upp í 70. Vinsælir staðir eru t.d. Skálholts- búðir, Ölver undir Hafnarfjalli og Alviðra í Grímsnesi. En þegar öll æskulýðsfélögin vilja halda sameig- inlegt mót þá vandast málið með nógu stóran stað. ÞAÐ ERU NÚ UM 300 UNGLINGAR SEM KOMA VIKULEGA í KIRKJUNA Á FUNDI í ÆSKULÝÐSFÉLAGI og allir geta ekki verið á sama stað á móti sem ráðgert er að halda í febrú- ar. Þess vegna verða haldin tvö mót samtímis á vegum ÆSKR helgina 8.—10. febrúar í Skálholti og Kirkju- Iækjarkoti í Fljótshlíð. Á mótum er biblíufræðsla, helgihald og að sjálf- sögðu skemmtun af ýmsu tagi. V Það er ekki nóg með það að Æskulýðssambandið haldi mót fyrir unglingana einu sinni á ári heldur er einnig sumarmót i júní og svo eru landsmót allra æskulýðsfélaga á landinu haldin árlega. Síðasta landsmót var haldið í Munaðarnesi i Borgarfirði í septem- ber með yfirskriftina „í læri hjá Lúkasi" og var bæði boðið upp á lambalæri og lærdóm um Lúkasar- guðspjall. En eins og við vitum þá er kirkjan alþjóðleg og þess vegna er um að gera að kynnast öðrum þjóðum í gegnum kirkjuna. Ellefu manna hópur fór á vegum ÆSKR til Svi- þjóðar í sumar á æskulýðsmót þar. Islendingunum var vel tékið og nutu þeir þess svo sannarlega að fá að kynnast öðrum kristnum unglingum. VI Leiðtogar æskulýðsfélaganna þurfa að hlúa vel að þessu starfi og ÆSKR er þess vegna með leiðtoga- námskeið 11.—13. janúar í Skálholti í haust hafa verið tvær leiðtogasam- verur sem annars vegar hafa fjallað um leiki og notkun þeirra og hins vegar um nýaldarhyggjuna og bænina. VII EN HVAÐ KOSTAR SVONA STARF? Fara allir peningar kirkj- unnar í æskulýðsstarf? Það er spurt um margt og eins gott að reyna að svara. Æskulýðsstarf kostar pen- inga, það er alveg ljóst en það kostar samt alveg ótrúlega lítið vegna þess að margir vinna sjálfboðastarf á veg- um kirkjunnar. Þó er launakostnað- ur vegna starfsmanna í unglinga- starfi vaxandi útgjaldaliður í mörg- um söfnuðum. Hverjum söfnuði er i raun í sjálfsvald sett hvað hann eyðir í unglingastarfið en margir niður- greiða ferðalög og kaupa ýmislegt efni til starfsins. Mig langar að benda á að gítar er góð fjárfesting í æskulýðsstarfi. ÆSKR er með gítar- kennslu og margir leiðtogar ferðast langar leiðir með eiginn gítar til að spila á fundum. Eitt ágætt kvenfélag gaf æskulýðsfélagi gítar. Það er gjöf sem mikið er búið að nota. Margir söfnuðir eru búnir að byggja stórar byggingar sem þarf að fylla af lífi, leyfið æskulýðsstarfinu að taka þátt í því. Á döfinni hjá ÆSKR: 11.—13. janúar: Leiðtoganámskeið í Skálholti. Innritun í seinasta lagi þri. 8. jan. kl. 13—15. 1.—3. febrúar: Mót KFUM/KFUK og ÆSKR í Skálholti vegna „Ten- Sing“ starfs í Breiðholtssókn. 8.—10. febrúar:Mót í Skálholti og Kirkjulækjarkoti fyrir unglinga 13—17 ára. 15.—17. febrúar: Mót KFUM/ KFUK og ÆSKR í Skálholti vegna „Ten-Sing“ starfs í Ássókn. 3. mars: Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar. Skrifstofa ÆSKR er í Laugarnes- kirkju v/Kirkjuteig. Opin 13—15, mán.—fim., sími 679488. Ragnheiður Sverrisdóttir 19

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.