Víðförli - 15.10.1999, Qupperneq 1

Víðförli - 15.10.1999, Qupperneq 1
VIÐFORLI FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU 18. ÁRG. 4.TBL. OKTÓBER 1999 Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábm.: Steinunn A. Björnsdóttir, sími 800-6550, netfang frettir@kirkjan.is Umbrot, prófarkalestur: Skerpla ehf. Prentun: Steindórsprent Gutenberg ehf. Meðal efnis: Kirkjuþing 1999 .................... 2 Kirkjan og jafnrétti ........... 6 Faðir frelsununarguðfræðinnar látinn ..................... 5 Aðstoð við Eþíópíu ............. 4 Landsfundur kirkjunnar ......... 5 Framtíðartrú ................... 5 Tími og trú .................... 5 Fjölbreytt útgáfa hjá Skálholti .... 7 Alþjóðlegt æskulýðsmót í Vatnaskógi ............... 3 Framundan á kristnihátíð ....... 5 Leikmannaskólinn ............... 2 Landsmót æskulýðsfélaga....... 3 „Gleði, fögnuður, feginleiki, fegurð náðarinnar“ þjóðkirkjan íslenska þjóðkirkjan hefur eignast nýtt merki sem er sameiginlegt tákn stofnana biskupsstofu og kirkjuráðs. Biskup íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, lýsir merkinu á eftirfarandi hátt í ræðu sinni við upphaf prestastefnu 1999: Merki þjóðkirkjunnar er kynnt hér fyrsta sinni. Það er hugsað sem sameiginlegt tákn stofnana biskupsstofu og kirkjuráðs. Aðrar stofnanir kirkjunnar geta og fengið það til afnota, til dæmis einstök prófastsdæmi og kirkjumiðstöðvar. Merkið hannaði Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, graf- ískur hönnuður. Það er hefðbundið, með beina skírskotun til táknhefða kirkjunnar, en um leið nútímalegt. Það sýnir skipið með krossinn sem mastur, á öldum hafsins, eða skírnarinnar. Þetta er ævafornt tákn fyrir kirkjuna, þekkist úr katakombunum. Tengslin eru augljós við örkina hans Nóa og frásögnina af því er Jesús kyrrði vind og sjó. I einni af pré- dikunum sínum sagði Jóhannes Krysostomus: „Kirkjan er skip sem siglir yfir heiminn. Drottinn er við stýrið, hinir trúuðu áhöfnin. Mastrið er krossinn, seglið er trúin á fagnaðarerindið, hreyfiaflið er heilagur andi. Fyrir afli hans siglir skipið inn í höfn Paradísar og lífsins eilífa. Guðs orð er áttavitinn, vonin akkerið, bænin akkerisfestin og trúfesti Guðs er botninn þar sem akkerinu er varpað." Takið eftir því að skipið getur líka verið fiskur. Stýrið er þá sporðurinn, akkerisaugað auga fisksins. Fiskurinn er elsta trúartákn kristninnar. Fisk- ur er á grísku ichþýs. Kristnir menn sáu stafina í því orði sem upphafsstafi orðanna: Jesús Kristur Guðs sonur, frelsari. Fiskurinn var leynitákn, felu- merki. Eins og fiskurinn lifir í vatni, eins lifir kristinn maður í skíminni, fyrir laug endurfæðingarinnar. Ég vona að við getum verið sátt við þetta tákn, þetta lógó kirkjunnar. Það er stílhreint, hefðbundið, en líka glaðlegt, jafnvel gáskafullt. Þau skilaboð viljum við gefa! Það sem þjóðkirkjan stendur fyrir er gleði, fögnuður, feginleiki, fegurð náðarinnar.

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.