Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 2
VÍÐFÖRLI OKTOBER 1999 Leikmannaskólinn Leikmannaskóli kirkjunnar hefur hafið nýtt starfsár. I boði eru tugir námskeiða, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Meðal þeirra sem þegar eru hafin er námskeið í kvennaguðfræði í umsjá sr. Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og Inngangsfræði Nýja testamentisins í umsjá Gunnars Jóhannesar Gunnarssonar lektors. Meðal þeirra námskeiða sem boðið er upp á á haustönn eru eftirfarandi: Hvar er Guð í þjáningunni? er yfirskrift námskeiðs um glímu mannsins við böl og þjáningu í heimi Guðs. Námskeiðið fer fram á ensku. Kennari er Dr. Daniel Simundsson, prófessor við guðfræðiskólann Luther í Minnesota. Dr. Simundsson er af íslensku bergi brot- inn og dvelur hér á landi á haustmisseri 1999. Nám- skeiðið er fjórskipt, þriðjudagana 12. okt. til 2. nóv. Kennt er í Háskóla Islands. Lifandi steinar kallast námskeið um uppbyggingu messunnar og leyndardóma. Af hverju er messan eins og hún er? Námskeiðið hefur verið haldið í nokkrum söfnuðum á liðnum árum og þátttakendur hafa lokið upp einum munni um að það hafi opnað þeim alveg nýja sýn á guðsþjónustulíf safnaðarins og tilbeiðsL unnar. Kennarar eru sr. Tómas Sveinsson og Jónanna Bjömsdóttir. Kennt er í Háteigskirkju átta mánudags- kvöld kl. 18-20 og hefst námskeiðið 18. október. Auðlindir. Rætt verður um verðmætamat og lífs- gildi, tilvistar- og siðfræðispurningar er varða um- gengni mannsins við sköpunarverkið. Trúarleg upp- lifun af náttúrunni/sköpuninni. Náttúran sem uppspretta listsköpunar. Náttúruvernd í sögulegu samhengi. Ohefðbundið verðmætamat. Kennarar verða Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofn' unar HÍ, sr. Lára G. Oddsdóttir og sr. Örn Bárður Jónsson. Kennt verður í Háskóla Islands, fjóra fimmtudaga, 21. okt — 4. nóv., kl. 20-22. Nánari upplýsingar eru veittar á fræðsludeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík. Sími 535-1500, netfang frd@ismennt.is. Vefsíða www.kirkjan.is./leikmannaskoli. Alfa-námskeið Leikmannaskólinn býður upp á Alfa-námskeið víða um land á vormisseri. Alfa er 10 vikna námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. Áhersla er lögð á samfélag þátttakenda með sameiginlegum máltíðum, fyrirspurnatímum ásamt því að farið er í helgarferð í lok námskeiðs. Kennsla hvers dags hefst með sameig- inlegri máltíð og að henni lokinni er stuttur fyrirlest- ur. Síðan eru umræður. Biblíuskólinn við Holtaveg kennir líka Alfanámskeið á haustönn og er skráning hjá KFUM og K í síma 588-8899. Kirkjuþing 1999 Kirkjuþing, hið 31. í röðinni, verður í safnaðarheimili Há- teigskirkju dagana 11.-20 október 1999. Á kirkjuþingi eiga sæti 21 þingfulltrúi, 12 leikmenn og 9 prestar. Rétt til setu á kirkjuþingi eiga einnig biskup Islands og vígslubisk- upar, kirkjuráðsmenn, kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans og fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Islands. Hafa þeir allir málfrelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt hafa þeir ekki. Undirbúningur kirkjuráðs og forseta kirkjuþings stendur nú yfir. Fyrirhugað er að fjalla um drög að ýmsum nýjum starfs- reglum. Má þar nefna starfsreglur um embættiskostnað presta, um tillögur að breytingum á skipan sókna, presta- kalla og prófastsdæma, svo og um ýmislegt varðandi fram- tíðarskipan þeirra mála, um fjármálastjórn sóknarnefnda, um organista, fræðslu fyrir leikmenn innan þjóðkirkjunnar, um söngmál og tónlistarfræðslu kirkjunnar, Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar, leikmannastefnu og vígslubiskupa. Þá verð- ur fjallað um frumvarp til laga um trúfélög. Þá verða kosnir tveir aðalmenn í stjórn prestssetrasjóðs auk tveggja vara- manna. Fjallað verður um fjárhagsáætlanir sjóða og að sjálf- sögðu verða fastir liðir eins og skýrsla kirkjuráðs og ársreikn- ingar sjóða 1998. Þá geta bæst við fleiri mál, t.d. mál sem einstakir þingmenn kunna að vera með. Þingmaður 9. kjör- dæmis hefur boðað flutning mála er varða skipan ýmissa nefnda á vegum kirkjuþings og um kirkjuráð. Áheyrendum er heimill aðgangur ef húsrúm leyfir, nema annað verði ákveðið af kirkjuþingi. Brúðuleikhús Brúðubíllinn býður upp á fjölbreyttar sýningar sem henta vel fyrir barnastarf kirkjunnar. Sýningarnar eru af ýmsu tagi en allar snerta þær efni eins og vináttu, hjálpsemi við aðra og vekja áhuga barna á náttúrunni. Helga Steffensen er stjómandi Brúðubílsins. Hún hefur starfað við brúðuleik- hús í 30 ár, bæði í Brúðubílnum, Leikbrúðulandi og í sjón- varpinu, þar sem hún sá um Stundina okkar á árunum 1987 til 1993. Hún býr til allar brúðurnar og semur handrit eða þýðir. Hún leikstýrir og stjómar brúðunum ásamt öðr- um brúðuleikara. Hún hefur þegar sýnt í nokkrum kirkjum við góðar undirtektir og býður upp á sýnikennslu á brúðum eftir sýningarnar og umræðu um innihald sýninganna. Sýningar Brúðubílsins eru fyrir yngstu áhorfenduma og samanstanda af litlum leikþáttum, söng og sögum. Lengd sýninga er mismunandi, allt frá 7 mínútum til 30 mínútna. Sem dæmi um sýningar má nefna: Guð gafmér eyra. Sköpunarguðfræðin fyrir yngstu böm- in og unnið með efni þessa þekkta söngs (7 mín.). Beðið eft~ ir mömmu. Lítill ungi kemur út úr eggi og lendir í hættu þegar hann fer að leita að mömmu sinni (14 mín.). Dýrin í Afríku (7 mín.). Úlfurinn og kiðlingarnir (15 mín.). Gullbrá og bangsarnir þrír (6 mín.). Brúður, tröll og trúðar (30. mín.). 2

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.