Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 4
VÍÐFÖRLI OKTÓBER 1999 Hjálparstarf kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar sendir 2 milljónir króna til Eþíópíu Starfssvæði íslensku kirkjunnar illa leikið af þurrkum „Orike Chilo veit það vel að maturinn sem hún er að elda fer illa í börnin hennar. En það eina sem hún hefur náð í er illgresi sem hún fann fyrir utan þorpið. Orike býr í Konsó, í Suður'Eþíópíu, og er ein þeirra rúmlega fimm milljóna manna sem svelta vegna uppskerubrests. Fullkomið vonleysi er greipt í andlit hennar þar sem hún bograr yfir pottinum þar sem rauð blöð illgresisins sjóða. Fólkið í Konsó er nú ah gerlega háð utanaðkomandi mataraðstoð.“ Þetta seg- ir Sophia Mwangi, starfsmaður Christian Aid í Bret- landi, en hún var nýlega á ferð í Eþíópíu. ACT ráðgerir að hjálpa 1,7 millj. manna Litlar fréttir hafa borist til Islands af yfirvofandi hungurdauða þessa fólks. Neyðin er þó engu minni. Ottast er að hungrið magnist verði ekkert að gert en í hungursneyð árið 1984-1985 dó um ein milljón manna vegna þess hve aðstoð barst seint. Þá mynd- uðu kirkjur á svæðinu ráð sem falið var að fylgjast með uppskeru og afkomu fólksins og bregðast við eftir þörfum. Lútherska heimssambandið á sæti í ráðinu sem í heild býr yfir mikilli þekkingu og reynslu. Því hefur verið falið að sjá um að ráðstafa aðstoð sem berst í gegnum ACT. Framlögum frá ís- landi verður ráðstafað til kaupa á korni en ACT gerir ráð fyrir að hjálpa 1,7 milljón manna. Hjálpar- starf kirkjunnar er aðili að Lútherska heimssam- bandinu og ACT. Næstu rigningar ættu að koma í febrúar og standa fram í apríl. Bregðist þær ekki má búast við uppskeru í júní árið 2000. Aðstoð þarf að vera stöðug fram að því, bæði til að næra fólkið og eins til að koma í veg fyrir að fólk selji búfé sitt og eigur og hafi þá ekki forsendur til að sá og rækta þegar tíminn kemur. Tekið við framlögum Margir þekkja nöfnin Konsó, Voító og Ömó - og ekki bara af landakorti. Þessir staðir standa okkur nær, þarna hafa Islendingar boðað trú og stundað hjálparstarf í nær 50 ár. Þeir sem vilja leggja fólkinu lið greiði framlög sín á reikning H.k. í SPRON 1150-26-9800. Tómasarmessa Tómasarmessa dregur heiti sitt af postulanum Tómasi sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann og þreifa á sárum hans. I Tómasarmessunni er reynt að gera þátttakendum auðveldara að skynja návist Drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegri tónlist, söng og þátttöku leikmanna. Um 30 manns, prestar og leikmenn, standa að undirbúningi hverrar messu og verða þær haldnar í hverjum mánuði í vetur að jólamánuði undanskildum. Næsta Tómasarmessa verður sunnudaginn 31. október klukkan 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kirkjan á ári aldraðra Mánudaginn 27. september stóðu ellimálanefnd og fræðslu' og þjónustudeild kirkjunnar fyrir ráðstefnu í Vídalínskirkju í Garðabæ undir yfirskriftinni „Kirkjan á ári aldraðra“. Að nokkru var litið yfir farinn veg en einnig horft til framtíðar. I fyrirlestrum kom skýrt fram hversu mikilvægt það er fyrir kirkjuna að sinna trúarlegum þörfum aldraðra og að finna leiðir til að nálgast einstaklinginn svo hann geti opnað sig og rætt um trú sína og það sem hvílir á honum. Helgihald er mikilvægt í þessu starfi. Einn fyrirlesara sagði að kirkjan ætti að flytja fólki gleðiboðskap til þeirra sem vilja undirbúa þriðja æviskeiðið. Þá kom einnig fram hversu mikilvægt er að styðja fólk í að ná sáttum við fjölskyldu sína, sjálft sig, líf' ið og Guð. Sálgæsla meðal aldraðra gæti stuðlað að því með því m.a. að boða fyrirgefninguna. Kirkjan þarf að fylgja fólki eftir sem er einangrað og bent var á mikilvægi heimsóknar- þjónustunnar í því sambandi. I upphafi fjallaði Valgerður Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma, um stefnu- mörkun f þessu starfi og sr. Halldór Gröndal talaði um trú- arlegar þarfir aldraðra. Þá skoðaði Guðrún Þórsdóttir djákni ýmsar aðstæður aldraðra sem áskorun til kirkjunnar. Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um líðan aldraðra og Sigurlaug Björnsdóttir öldrunarfulltrúi og sr. Gylfi Jónsson komu með sjónarhom úr starfinu. I ár eru 20 ár frá því að ellimálanefnd kirkjunnar hóf starf sitt. Margt hefur breyst á þessum tíma og mikil þróun orðið í starfi meðal aldraðra, bæði innan kirkjunnar og samfélagsins. I Neskirkju var snemma byrjað að starfa með öldruðum og sagði sr. Frank M. Halldórsson frá því, en Anna Sigurkarlsdóttir öldrunarfulltrúi kynnti núverandi starf kirkjunnar. Aldraðir tóku virkan þátt í ráðstefnunni með kórsöng og dansi. Var mikil ánægja með svo lifandi dæmi úr starfinu og var þátttakendum boðið upp í dans áður en matur var borinn fram. Sr. Hans Markús Hafsteinsson annaðist helgistund í lok ráðstefnunnar. 4

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.