Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 5
OKTÓBER 1999 VÍÐFÖRLI Kristnihátíð KRISTNI í ÞÚSUNDÁR Hátíðahöld vegna 1000 ára kristni á íslandi halda áfram og í stuttu máli má segja að fram að hátíðahöldum á Þingvöllum í júlí verður áherslan á hina sögulegu upprifjun en síðan verður horft til framtíðar og spurt um stefnu kirkju og kristni. Framtíðartrú Meðal þess sem stefnt er að er alþjóð- leg ráðstefna undir nafninu Framtt'ð- artrú - Faith in the Future - á vegum þjóðkirkjunnar og Framtíðarstofnun- ar. Rástefnan fjallar um samleið trúar og vísinda á nýrri öld. Hún verður haldin í Reykjavík 5.-8. júlí 2000 og hámarks- fjöldi þátttakenda er 180. Þrír aðalfyrirlestramir verða einnig opnir almenningi, en þeir verða fluttir af forystufólki á vegum erfðafræðirannsókna, mannréttindabaráttu og þró- unarmála. Efni ráðstefnunnar verður í fimm þáttum: 1. Möguleikar og takmarkanir trúar og vísinda. 2. Eðli og tilgangur mannlegs lífs. 3. Framtíðarhlutverk vísinda og trúar í þjóðfélaginu. 4. Hlúð að framtfð jarðar. 5. Framtíðin og lífsgæði. Landsfundur kirkjunnar Haustið 2000 er stefnt að Landsfundi kirkjunnar. Presta- stefnan og Leikmannastefnan falla báðar inn í þennan fund og vænst er víðtækrar þátttöku þeirra er starfa innan kirkjunnar eða með henni. Fundinum er ætlað að vinna að stefnumörkun kirkjunnar í þjónustu hennar og boðun, sem og í alþjóðasamvinnu og samkirkjulegu starfi. Tími og trú, sýning myndverka á kristnihátíðarári I tilefni af 50 ára afmæli Laugameskirkju verður sýning í kirkjunni undir nafninu Tími og trú. Sýningin verður opn- uð 21. nóvember og varir fram á næstu öld. Hér er um fjöL breytta sýningu að ræða, textíl, grafík, leturlist og málverk. Verkin hafa öll skírskotun til yfirskriftarinnar og byggja á ítarlegri könnun á táknmáli og sögu kristninnar og hinna ýmsu þátta trúarinnar. Að sýningunni standa sjö listakonur, þær Guðfinna Hjálmarsdóttir, Þórey Magnúsdóttir, Gerður Guðmunds- dóttir, Alda Ármanna Sveinsdóttir, Auður Olafsdóttir, Soffía Arnadóttir og Kristín Amgrímsdóttir. Sýningin verður fáanleg til sýningar í kirkjum og safnaðarheimilum og er eftirfarandi þegar ákveðið: 21. nóvember 1999 til 15. janúar 2000 í Laugames- kirkju. 20. janúar 2000 til 15. febrúar 2000 í Vídalínskirkju í Garðabæ. 17. apríl 2000 til 15. maí 2000 í Akureyrarkirkju. 1. nóvember 2000 til 27. nóvember 2000 í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Einnig er boðið upp á minni sýningar á fámennari stöð' um og kæmu þá einhverjar listakvennanna með og byðu upp á fræðslu um verkin sem tengjast sýningunni. Framundan í október og nóvember 31. okt. Snæfellsness og Dalaprófastsdæmi: Kristnihátíð í Stykkishólmskirkj u. 31. okt. Rangárvallaprófastsdæmi: Safnaðarlíf og safn- aðarstarf: Hátíðardagskrá í Þykkvabæjarkirkju og á Lauga- landi. 1.-14. nóv. Skálholt: Kristnitökutíminn í tali og tónum. Dagskrá í Skálholti. 7. nóv. Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi: Kristnihátíð í félagsheimilinu Dalabúð, Búðardal. 14. nóv. Reykjavíkurprófastsdæmi: Kristniboðsdagur- inn, sérstök dagskrá. 19. nóv. Reykjavíkurprófastsdæmi: Fríkirkjan í Reykja- vík 100 ára. Málþing um Fríkirkjuna og kirkjuskilning. 21. nóv. Hátíðarguðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík. 21. nóv. Snæfellsness' og Dalaprófastsdæmi: Kirkjuhá- tíð í Staðarhólskirkju, 100 ára afmæli. 27. nóv. Reykjavíkurprófastsdæmi: Hátíðarsamkoma prófastsdæmanna. Faðir frelsunarguðfræðinnar látinn Brasilíski biskupinn Dom Helder Camara er látinn. Hann var þekktur um allan heim sem einn af leiðtogum frelsunarguðfræðinnar. Camara fæddist 1909 og var skipaður erkibiskup af einu fátækasta biskupsdæmi í Brasilíu, Olinda og Recife, 1964. Þetta var rétt eftir valdatöku hersins í Brasilíu og Camara var óhræddur við að gagnrýna yfirvöld. Hann opnaði biskupshöllina til að hýsa heimilislausa og skipti upp landareign kirkjunnar fyrir bændur sem höfðu verið hraktir af jörðum sín- um af stórbændum. Camara var um- deildur vegna afdráttarlausrar afstöðu sinnar. „Ef að ég gef svöngum manni brauð er ég kallaður dýrlingur en ef ég spyr hvers vegna fólkið er svangt er ég kallaður kommúnisti,“ sagði hann um baráttu sína fyrir bættum kjörum fá- tækra í Suður Ameríku. 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.