Víðförli - 15.10.1999, Page 6

Víðförli - 15.10.1999, Page 6
VÍÐFÖRLI OKTÓBER 1999 Kirkjan stefnir að jafnrétti Eins og kunnugt er samþykkti kirkjuþing jafnréttisáætlun fyrir kirkjuna á síðasta kirkjuþingi. Með jafhréttisáætlun er mörkuð stefna í jafnréttismálum innan kirkjunnar, en hún á að „stuðla að því að gera þjóðkirkjuna að fyrirmynd í samfélaginu í þessum efnum, eins og henni er rétt og skylt í samræmi við líf og boðskap Jesú Krists", eins og segir orð- rétt í jafnréttisáætluninni. Tilgangurinn með þessum skrif- um er að kynna fyrir lesendum Víðförla helstu atriði jafn- réttisáætlunar, en nú er í undirbúningi víðtæk kynning á jafnréttisáætlun og starfssviði jafnréttisnefndar. I upphafi jafnréttisáætlunar kemur fram að hún taki „mið af gildandi jafnréttislögum á Islandi, og stefnumörkun stofn- ana og stjómvalda landsins og kirkjulegra alþjóðasamtaka sem þjóðkirkjan á aðild að, Heimsráðs kirkna og Lútherska heimssambandsins". Að forminu til hefur íslenska þjóðkirkj - an lotið lögum nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, venjulega nefnd jafnréttislög. Ymislegt bendir þó til þess að þetta hafi ekki verið í reynd. Hvað varðar þær alþjóðlegu stofnanir sem þjóðkirkjan er aðili að þá hafa bæði Lútherska heimssambandið og Alkirkjuráðið fyrir mörgum árum „hvatt aðildarkirkjur sínar að vinna að jafnrétti og því að styrkja hlut kvenna í starfi og stjómun kirkjunnar". Þau málefni sem jafnréttisáætlun leggur megináherslu á eru þessi: 1. Að rétta hlut kvenna innan kirkjunnar. 2. Að jafna aðild kynjanna að nefndum og ráðum og yfir- stjórn kirkjunnar. 3. Að stuðla að jöfnun launa og aðstöðu kvenna og karla innan kirkjunnar. 4- Að vinna að fræðslu um jafnrétti. 5. Að vinna að endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi. Til þess að fylgja eftir þessum markmiðum og til að bera ábyrgð á framgangi jafnréttisáætlunar fyrir hönd biskups og kirkjuráðs, kýs kirkjuþing þrjá fulltrúa í jafnréttisnefnd til fjögurra ára í senn. Núverandi fulltrúar eru dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sem er formaður, sr. Halldór Reynisson og Drífa Hjartardóttir, bóndi og alþingismaður. Varamenn eru Hróbjartur Árnason guðfræðingur, sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir og sr. Þórhallur Heimisson. Þá segir í jafnrétt- isáætlun að starfsmaður biskupsstofu sé ritari nefndarinnar og jafnframt jafnréttisfulltrúi kirkjunnar og gegnir Ragn- hildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri þessum störfum. 1 jafnréttisáætlun er hlutverki jafnréttisnefndar lýst. Þar kemur fram að jafnréttisnefnd á: 1. Að vera ráðgefandi fyrir biskup og kirkjuráð. 2. Að sjá til þess að jafnréttisáætlun sé framfylgt. 3. Að veita sóknarnefndum og stofnunum kirkjunnar ráð- gjöf- 4. Að gera tillögur um endurskoðun jafnréttisáætlunar. 5. Að stuðla að umræðu og fræðslu. 6. Að gefa álit um túlkun og framkvæmd jafnréttisáætlun- ar, eða vísa slíkum ágreiningsmálum til úrskurðarnefhd' ar eða Jafnréttisráðs. 7. Að veita aðstoð og ráðgjöf þeim er leita réttar síns. Islenska þjóðkirkjan stendur nú á tímamótum og því er eðlilegt að staldrað sé við og hugað að jafnrétti innan hennar. Jafnréttisáætlun kirkjunnar er stórt skref í átt til aukins jafnréttis og því skiptir miklu máli að innihald hennar verði kynnt. Til þess að geta „gengið fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum“ þarf kirkjan að vera heiðarleg og sönn og viðurkenna það sem gott hefur verið gert, um leið og hún horfist í augu við það sem miður hefur farið. Ennþá er langt í land, en markmiðið þarf að vera skýrt. Staða kirkjunnar gagnvart jafnrétti kvenna og karla er sér- stök. Kristin kirkja getur ekki valið hvort hún vill jafnrétti eða ekki. 1 samhljóman við orð Krists og verk ber kirkjunni að vinna að fullkomnu jafnrétti og á leið sinni þangað á hún samleið með Kristi. Dr. Amfríður Guðmundsdóttir formaður jafnréttisnefndar kirkjunnar Aldamót framundan í Róm, miðju hins kristna heims, sat munkur fyrir 1500 árum og reiknaði. Þetta var Díónýsíus litli og páfinn hafði falið honum að finna út í hvaða viku páskar væru haldnir árlega. Díónýsíus skoðaði gang himintungla, sólar og mána og Biblíuna og reiknaði út tímatalið sem við notum nú og sem segir okkur að aldamót og árþúsundamót séu á næsta leiti. Fram að þessu hafði hver bær í raun haft eigið tímatal sem gat verið ruglandi. Díónýsíus ákvað að yfirstandandi ár væri 532 og setti fæðingu Krists við upphaf tímatalsins. Fæðing Krists var reyndar ekki mjög mikilvæg fyrir hina fyrstu kristnu. Upprisan var mesta hátíðin og því var mik- ilvægt að ákvarða hana fyrir alla kristna menn. Díónýsíusi tókst hins vegar að setja fæðinguna innan þeirra tíu ára sem til greina koma þegar menn reyna að tímasetja fæð- ingu Krist. Hvernig fór hann að því? Tunglið gengur í 19 ára hring. Tunglið er nauðsynlegt til að ákvarða páska þar sem páskadagur er fyrstu sunnudagur eftir fyrsta fullt tungl á vorjafndægri. Gangur jarðar um sólu er eitt ár, 365 dagar. Hvern 28. ber vikudag og mánaðardag upp á sama tíma. Þetta gengur upp ef hver vika er sjö dagar og gert er ráð fyrir hlaupári fjórða hvert ár. 19 x 28 er 532. Það þýddi að árið 532 þegar tímatal Dí- ónýsíusar var tekið til notkunar gekk upp bæði með hlið- sjón af gangi tungls og sólar. (Heimild: Kristeligt Dagblad) 6

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.