Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.10.1999, Blaðsíða 7
OKTOBER 1999 VÍÐFÖRLI Fjölbreytt haustútgáfa Skálholtsútgáfunnar Fermingarfræðslukver fyrir þroskahefta Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, hefur útbúið hefti með efni og kennsluleiðbeiningum fyrir fermingar- fræðslu þroskaheftra barna. Skálholtsútgáfan gefur heftið út. I því eru fjórir meginþættir: Fyrsti hluti fjallar um ferm- ingarhópinn þar sem einstaklingar eru þroskaheftir og ah mennt um þroskahömlun. I öðrum hluta er farið yfir námskrá fyrir þroskahefta eins og hún birtist í Námskrá fermingarstarfanna, sem fræðsludeild hefur nýlega sent frá sér. Þriðji hluti er svo „Kverið“, nákvæmar kennsluleið- beiningar fyrir 24 samverur þar sem farið er yfir grundvalb aratriði kristinnar trúar á forsendum barnanna. Kverinu fylgja 24 ljósmyndir og hver þeirra er táknræn fyrir eina samveru. Fjórði hlutinn er verkefnabók fyrir nemandann. Hann eða hún fær bókina fullbúna að hausti og vinnur verkefni jafnt og þétt, bæði í samverum og heima. Bókina eiga nemendur síðan til minningar um fermingarveturinn. Börn og uppeldi í lok nóvembermánaðar verður bókinni Framtíðarlandið dreift inn á 20 þúsund heimili á Islandi þar sem eru börn á aldrinum fjögurra til tíu ára. Bókin, sem er sameiginlegt út- gáfuverkefni útgáfufélaga norrænu kirknanna, er einnig gefin fjölskyldum á hinum Norðurlöndunum. Tilefni gjaf- arinnar eru þau miklu tímamót sem framundan eru. Það eru 1000 ár síðan Islendingar tóku kristna trú og á sama tíma verða aldamót, árþúsundamót, þegar árið 2000 gengur í garð. Framtíðarlandið er gjöf frá kirkjunni, veganesti inn í nýja öld, með sögum sem byggjast á trú, von og kærleika. Bókin er nokkurs konar jóladagatal sem nær yfir aðventu, jól, aldamót og fram á þrettándann árið 2000. Það eru 37 dagar frá 1. desember 1999 til 6. janúar árið 2000. Bókin staldrar við hvern dag þessa tímabils. Hverjum degi fylgir saga sem skrifuð er af norrænum rithöfundi og listamenn á Norðurlöndunum hafa myndskreytt allar sögumar. Bókin er sannkölluð fjölskyldubók! Allir í fjölskyldunni hafa gagn og gaman af henni. Sögurnar njóta sín best ef foreldrar lesa þær fyrir börnin. Þannig geta þær orðið kveikja að samtali um boðskapinn sem þær flytja. Þrjár aðrar barnabækur eru væntanlegar hjá Skálholts- útgáfunni í haust. Ævintýrið um himneska tréð, eftir Mary Joslin, er bama- bók um umhverfisvernd: Sköpun, eyðileggingu og upp- byggingu, prýdd fallegum litmyndum. Hreinn Hákonarson þýðir bókina. Þegar litum rigndi, eftir Bob Hartman, er skemmtilegt ævintýri með sterkri siðferðislegri skírskotun. Þessi bók er í sama flokki og bækurnar Óskir trjánna og Músin og eggið sem áður hafa komið út hjá forlaginu. Þýðandi er Hreinn Hákonarson. Er Guð einmana? 100 spumingar bama um Guð, lífið og tilveruna. Hér er ekki aðeins spurt, heldur gefur bókin góð svör og leiðbeiningar til foreldra og annarra uppalenda. Skemmtilegar teikningar prýða bókina. Hreiðar Stefánsson og Sólveig Ragnarsdóttir þýddu. Fyrir æskulýðsstarf eru komnar út bækurnar Leikir og létt gaman, eftir Hreiðar Stefánsson, og Eitt sinn ungur, æsku- lýðsefni í þýðingu Ragnars Schram. Kristin íhugun Kristin íhugun fyrir konur er efni bókar sem sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur skrifað og ber vinnuheitið 19 íhuganir fyrir konur. I bókinni er að finna nítján íhuganir fyrir konur í ýmsum aðstæðum lífsins og fjórar Biblíulegar íhuganir. Fremst er inngangur með almennri umfjöllun um íhugun og leiðbeiningum um hvernig hægt sé að ástunda hana. Bókin er væntanleg í nóvember. Sr. Sólveig Lára segir að kveikjan að bókinni hafi verið reynsla hennar sem sólusorgari kvenna. Það sé hennar reynsla að ekkert geti hjálpað konum jafnvel út úr sínum erfiðleikum eins og bænin og kristin íhugun. Sr. Solveig Lára var í námsleyfi sl. vetur og stundaði nám í kristilegri íhugun og sálgæslu í Þýskalandi þar sem hún kynnti sér einnig störf kyrrðarsetra. Meðal kafla í bókinni má nefna: íhugun fyrir unga konu, fyrir konu með barni, fyrir konu sem býr við falið ofbeldi, fyrir konu með samviskubit, fyrir konu sem býr við áfengisvandamál og fyrir konu sem á við offitu að glíma. Jón Rafn Jóhannesson þýðir bók eftir Willem Stinesen sem heitir á norsku Kristen dypmeditation, en hefur ekki enn fengið íslenskt heiti. Speki eyðimerkurfeðranna er þýdd af Karli Sigurbjörns' syni biskup. Bókin inniheldur spekiorð sem komin eru frá eyðimerkurfeðrunum og endurspegla trú sem var iðkuð í auðmýkt og réttlæti. Dr. Sigurbjörn Einarsson tók saman bók sem heitir Speki Ágústínusar kirkjuföður. I þessari bók eru sýnishorn úr ritum manns sem hefur mótað og frjóvgað kristna hugsun og trú- arlíf flestum fremur. Bækur af ýmsu tagi Við tvö - karl og kona í hjónabandi eða sambúð, kallast bók Benedikts Jóhannssonar, sálfræðings hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar. Þar ritar Benedikt af miklum næmleika og á nútímalegan hátt um samskipti sambúðarfólks. A tónlistarsviðinu kemur út orgelútgáfa nýju sálmabók- arinnar, ný barnasálmabók, jólamessa á geisladiski fyrir Is- lendinga erlendis og í Söngvasveigsútgáfunni jólabók fyrir kvennakóra. Nýútkomnar bækur eru m.a. Hver er tilgangurinn1 - Siw við spumingum lífsins. Á torgi himinsins, eftir sr. Heimi Steinsson. Gudridurs verden, dönsk þýðing á leikriti Stein- unnar Jóhannesdóttur. 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.