Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 1

Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 1
VIÐFORII FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU 18. ÁRG. S.TBL. NÓVEMBER 1999 Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábm.: Steinunn A. Björnsdóttir, sími 800-6550, netfang frettir@kirkjan.is Umbrot, prófarkalestur: Skerpla ehf. Prentun: Steindórsprent Gutenberg ehf. Meðal efnis: Staða prestssetrasjóðs ............ 2 Sameining prestakalla ............. 2 Rekstrarkostnaður prestsembætta .. 2 Framtíðarskipan sókna.............. 3 Gamlar, ónotaðar kirkjur verði bænhús................... 3 Heimasíða Kjalarness prófastsdæmis.................. 4 Hjálparstarf kirkjunnar............ 5 Réttlætingarhugtakið .............. 5 Kirknasamband Evrópu............... 6 Lausar stöður í Genf............... 6 Miðstöð nýbúa.................... 7 Kristnihátíð, dagskrá.............. 7 Námskeið í boði...................7-8 Útgáfumál.......................... 8 Kirkjuþing 1999 Þrjátíu og sex mál voru lögð fyrir kirkjuþing 1999 sem haldið var í safnaðarheimili Háteigskirkju dagana 11.-20. október. Gerð er grein fyrir nokkrum þeirra í Víðförla en að auki má benda á kirkjuvefinn (www.kirkjan.is) þar sem hægt er að finna framsöguerindi og umræð- ur af kirkjuþingi. Meðal mála sem vöktu athygli á þinginu voru þingmál 5, 14 og 23, sem öll fjölluðu um skipulag safnaða, prestakalla og prófastsdæma á einn eða annan hátt. Fólksflutningar, aðallega úr sveit í borg, kalla á breytta þjónustu, fjölgun embætta á einum stað og fækkun á öðrum. Þessi mál hafa víðtækar afleiðingar og eru enn til umfjöllunar því að þingið sendi þau biskupafundi til frekari vinnslu. Þvf má búast við að hver héraðs- fundur fái til umsagnar þau málefni er honum tengjast á næsta ári og starfsmenn kirkjunnar vinni að þessum breytingum í samvinnu og sam- einingu. Þá var einnig ákveðið að kanna þjónustuþörf safnaða, m.a. með tilliti til stærðar, legu, samgangna og fleiri atriða. Gamlar kirkjur voru einnig til umræðu með tillögu sr. Péturs Þórar- inssonar prófasts um að nýta gamlar kirkjur sem sumarkirkjur eða bæn- hús og fá átthagafélög, húsafriðunarnefnd og fleiri aðila til að leggja prestaköllum lið að viðhalda þeim. Margar gamlar kirkjur sem ekki þjóna söfnuðum lengur falla undir lög húsfriðunarnefndar og er afar kostnaðarsamt að halda þeim við. Tillaga sr. Péturs opnar nýja mögu- leika fyrir söfnuði og þá sem unna átthögum sínum og snertir því marga Islendinga. Kjömir þingfulltrúar sem sitja þingið með atkvæðarétt em tuttugu og einn. Það vakti athygli fjölmiðla að Dalla Þórðardóttir prófastur er eina konan í þeim hópi. I síðasta tölublaði Víðförla var gerð grein fyrir jafn- réttisáætlun kirkjunnar. Þar skrifar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, for- maður jafnréttisnefndar kirkjunnar, meðal annars: „Að forminu til hefur íslenska þjóðkirkjan lotið lögum nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, venjulega nefnd jafnréttislög. Ymislegt bendir þó til þess að þetta hafi ekki verið í reynd. Hvað varðar þær alþjóðlegu stofnanir sem þjóðkirkjan er aðili að, þá hafa bæði Lúterska heimssam- bandið og Alkirkjuráðið fyrir mörgum ámm „hvatt aðildarkirkjur sínar að vinna að jafnrétti og því að styrkja hlut kvenna í starfi og stjómun kirkjunnar11. Þau málefni sem jafnréttisáætlun leggur megináherslu á eru þessi: Að rétta hlut kvenna innan kirkjunnar, að jafna aðild kynjanna að nefndum og ráðum og yfirstjórn kirkjunnar, að stuðla að jöfnun launa og aðstöðu kvenna og karla innan kirkjunnar, að vinna að fræðslu um jafn- rétti og að vinna að endurskoðun málfars t kirkjulegri boðun og starfi." Þar sem kosið er til kirkjuþings í prófastsdæmum víða um land er erfitt að hafa eftirlit með því að jafnmargar konur veljist og karlar. Jafn- réttisáætlun kirkjunnar er eigi að síður stefnumörkun í þá átt og árangur- inn kemur í ljós þegar kosið verður á ný eftir tvö ár.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.