Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 4
VÍÐFÖRLI NÓVEMBER 1999 Þjónustuþörf prestakalla Flutningur fólks frá landsbyggðinni og þensla höfuðborgar- svæðisins var til umræðu við flutning tveggja þingmála, 33. máls, um mótun tillagna um skipan kirkjustarfs á höf' uðborgarsvæðinu, og 34. máls, um könnun á þjónustuþörf í prestaköllum. Bæði tengjast þessi mál mótun framtíðar- stefnu um sóknir, prestaköll og prófastsdæmi. Þingið samþykkti að vísa málunum til biskupafundar sem láti gera sérstaka könnun í öllum prestaköllum lands- ins á þörf sem þar er á þjónustu kirkjunnar. I þessari könn- un verði litið til þátta eins og fólksfjölda, aðstöðu sóknar- innar, félagslegra aðstæðna, vegalengda, fjallvega og annars sem gæti haft áhrif á þjónustu kirkjunnar. I ályktun þingsins er ekki tekið sérstaklega fram hver þjón- usta kirkjunnar sé. Hins vegar er þjónusta presta skilgreind af biskupafundi í öðru þingskjali, um stefnumörkun kirkjunnar varðandi framtíðarskipulag sókna, prestakalla og prófasts- dæma. Þar er þjónusta presta m.a. skilgreind sem reglubundið helgihald, almenn prestsþjónusta í boðun, uppfræðslu og stuðningi, skím, ferming, hjónavígsla, greftrun og margvíslegt félagsstarf í söfnuði. Þjónustan felst einnig í vitjunum til ein- staklinga og á stofnanir, sálusorgun og sáttaumleitunum. Þróun kirkjulegs starfs á höfuðborgarsvæðinu Kirkjuþing samþykkti einnig að fela biskupafundi að gang- ast fyrir gerð tillagna um skipan og þróun kirkjulegs starfs á höfuðborgarsvæðinu fyrir kirkjuþing árið 2000. Við tillögu- gerðina sé tekið á skipan sókna, prófastsdæma og forystu kirkjulegs starfs á svæðinu með hliðsjón af þróun byggðar og mannfjölda á svæðinu. S tarf smannahald Setningar Séra Guðni Þór Olafsson, settur til að þjóna Kópavogs- prestakalli í námsleyfi séra Ægis Fr. Sigurgeirssonar frá 1. sept. 1999 til 31. maí 2000. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga, settur sóknarprestur í Melstaðarprestakalli fyrir séra Guðna Þór frá 1. sept. til 31. des. 1999. Séra Agúst Sigurðsson, settur prófastur í Húnavatnspró- fastsdæmi fyrir séra Guðna Þór frá 1. sept. til 31. des. 1999. Séra Öm Bárður Jónsson, settur til að þjóna sem prestur í Nesprestakalli í námsleyfi séra Halldórs Reynissonar frá 1. sept. 1999 til 31. maí 2000. Halla Jónsdóttir, settur fræðslustjóri fræðslu- og þjón- ustudeildar kirkjunnar frá 1. september 1999 til 31. maf 2000 í launalausu leyfi séra Arnar Bárðar Jónssonar. Laust embætti Ólafsvíkurprestakall er laust til umsóknar. Heimasíða Kjalarnessprófastsdæmis Kjalarnessprófastsdæmi hefur tekið í notkun heimasíðu þar sem ætlunin er að hægt verði að fylgjast með og fá upplýs- ingar um þá starfsemi sem fer fram í prófastsdæminu. Þar er t.d. hægt að fletta upp á öllum sóknum í prófastsdæminu og fá upplýsingar um þá sem sitja í sóknamefndum og starfsfólk safnaðanna. Sérstök fréttasíða er starfrækt þar sem minnst er á það sem hæst ber hverju sinni og þar er nú hægt að lesa fundargerð héraðsfundar Kjalamessprófasts- dæmis sem haldinn var í Hvalsnessókn þann 25. september sl. (hugsanlega í fyrsta sinn í sögu héraðsfunda prófasts- dæmanna?). Einnig er sérstök síða sem lýtur að undirbúningi undir kristnihátíðirnar í prófastsdæminu. Þá er grunnskólaverk- efni Kjalarnessprófastsdæmis gerð skil á heimasíðunni og hægt að lesa erindi sem flutt voru á námskeiði Kjalarness- prófastsdæmis og Símenntunarstofnunar KHÍ sem haldið var í ágúst sl. fyrir grunnskólakennara. Hönnuður svæðis- ins er Frosti Heimisson en uppfærsla er í höndum starfs- fólks skrifstofu prófastsdæmisins. Vefslóðin er www.kjalarpr.is. í sátt og samlyndi Kjalarnessprófastsdæmi hefur gefið út kverið I sátt og sam- lyndi sem dreift verður í grunnskóla í prófastsdæminu. Því er ætlað að vera innlegg í kennslustundir í kristinfræði, sögu, samfélagsfræði og myndmennt. Athyglinni er beint að þeirri sáttargjörð sem náðist á Þingvöllum árið þúsund. I kverinu er rakinn aðdragandi og atburðarás kristnitöku árið 1000. Birtir eru valdir Biblíutextar ásamt orðskýring- um og verkefnum. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir tóku kverið saman og það er myndskreytt af Þorfinni Sigurgeirssyni. Margot Kássmann vígð biskup í Hannover Önnur þýska konan til að hljóta vígslu 41 árs þýsk kona, Margot Kassmann, hefur verið valin fyrsti kvenbiskup Evangelísk-lútersku kirkjunnar í Hannover. Kirkjan í Hannover er stærsta kirkjudeildin í þýska kirkjusambandinu og í henni eru 3,3 milljónir manna. Margot Kássmann er önnur konan sem hlýtur biskups- vígslu í Þýskalandi. Fyrsta konan var Maria Jepsen, biskup í Hamborg. Séra Margot Kassmann gegndi áður starfi aðal- ritara hins þýska kirkjuþings (Kirchentag). 4

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.