Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 5
NÓVEMBER 1999 VÍÐFÖRLI Hjálparstarf kirkjunnar 1998-1999 Aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar var haldinn 30. sept- ember í Víðistaðakirkju. I nýrri ársskýrslu sem þar var lögð fram er m.a. getið niðurstaðna úr tveggja ára tilraunaverk- efni stofnunarinnar varðandi innanlandsaðstoð hennar. Auk þess var gerð grein fyrir því hvernig fjármunum var varið til þróunar- og neyðarverkefna og annarra þátta starf- seminnar. Nokkru meira fé var til ráðstöfunar á árinu enda tókust safnanir mjög vel í fyrra. Á myndinni sjást helstu verkefnalönd Hjálparstarfsins. Kósóvó 4,1 millj. (11%) Mið-Ameríka 4.6 millj. (12%) Fræðslustarf 2,5 millj. (7%) Eþíópia 4,7 millj. (13%) Annað 2.2 millj. (6%) millj. (19%) rk 7-8 millj. matvaelum Mösambik |n<i|and Argentina 2.6 millj. (7%) 8,4 millj. (23%) 0,8 (2%) 36,9 milljónum varið til verkefna. 3380 skjólstæðingar og fjölskyldur þeirra fengu aðstoð á árinu Starfsemi innanlandsaðstoðar síðustu tvö ár einkenndist af stöðugum straumi fólks sem leitaði eftir aðstoð. Fleiri mat- arpakkar og styrkir voru afgreiddir í ár en í fyrra og nam aukningin um 16%. Alls voru matarpakkar og styrkir til skjólstæðinga 1547 á starfsárinu en heildarfjöldi þeirra sem naut aðstoðar, þ.e. skjólstæðingar og fjölskyldur þeirra, var 3380, þar af 1572 böm. Aðstoð til lengri tíma eitt af áhersluatriðum Aðstoð til lengri tíma var tekin upp við skjólstæðinga sem lent höfðu í óvæntum félags- eða fjárhagslegum erfiðleik- um, svo sem vegna veikinda, dauðsfalla, skilnaðar, búferla- flutninga og fleiri orsaka og varað höfðu um einhvem tíma. Lausnir virtust ekki liggja innan hefðbundinna leiða vel- ferðarkerfisins eða þær of takmarkaðar. Helmingur þess hóps sem fékk aðstoð til lengri tíma fékk aðstoð vegna veikinda umsækjanda sjálfs eða barna hans, með þeim af- leiðingum að hann gat ekki stundað vinnu. Rúmlega 10% fengu aðstoð til að ljúka námi og þannig skapa sér betri af- komumöguleika. Auk ráðgjafar fengu allir matarpakka og peninga- og/eða úttektarstyrk. Aðstoðin varaði frá tveimur til sex mánuðum þótt dæmi séu um lengri tíma. Þeir sem nutu þessarar aðstoðar voru í tæplega 70% tilvika einstæð- ir foreldrar, einstaklingar í um 20% tilvika og hjón með böm á framfæri fylltu 10% tilvika. Fjárútlát til þessa þáttar starfsins vom um 1/4 þeirrar upphæðar sem varið var til innanlandsaðstoðar H.k. árið um kring, fyrir utan jólaað- stoð í desember. Var ljóst að þessi vinna skilaði árangri og fólki fannst það fá mikilvægan stuðning sem það fékk ekki annars staðar. Oryrkjar 65,7% umsækjenda 11 mánuði ársins Athyglisverður munur kom fram í samsetningu skjólstæð- ingahópsins sl. ár. Kom m.a. í ljós að öryrkjar vom fleiri 11 mánuði ársins en fækkar hlutfallslega um jólin vegna þess hve margt láglaunafólk þarf þá að leita sér aðstoðar. Hér sést samsetning skjólstæðingahópsins allt árið og svo 11 mánuði ársins (í sviga). Kyn: Konur .................................. Karlar.................................. Hjúskaparstaða: Einstæðir foreldrar .................... Hjón með börn........................... Bamlaus hjón............................ Einhleypir.............................. Félagsleg staða skjólstæðinga: Oryrkjar................................ Atvinnulausir........................... Láglaunafólk á vinnumarkaði ............ Sjúkir.................................. Aðrir hópar, s.s. aldraðir og námsfólk . 59,5% (57,3%) 40,5% (42,7%) 37,5% (34,7%) 8,8% (7,9%) 7,0% (7,4%) 46,7% (50,0%) 58,4% (65,7%) 16,0% (17,6%) 10,3% (3,9%) 5,8% (8,2%) 9,5% (4,6%) Stærsti hluti skjólstæðinga H.k. lifir við mjög kröpp kjör sem ákvörðuð eru af hinu opinbera. Eins og þessar töl- ur sýna eru rúmlega 83% skjólstæðinga H.k. 11 mánuði ársins öryrkjar og atvinnulausir. Það er staðreynd að í bar- áttunni við að láta enda ná saman má ekkert útaf bregða. Og ekki má gleyma að erfið kjör fátækra koma niður á börnum þeirra en böm á framfæri skjólstæðinga voru 1572 á sl. starfsári. Nánari umfjöllun um starfið á árinu verður í jólablaði Margt smátt. Áskrift að blaðinu er ókeypis. Látið vita í síma 562-4400. Lúterskir og kaþólskir Sami skilningur á réttlætingarhugtakinu Fulltrúar Lúterska heimssambandsins og kaþólsku kirkj- unnar hafa undirritað sameiginlega yfirlýsingu um réttlæt- ingarkenninguna. Yfirlýsingin var undirrituð í Ágsborg hinn 31. október sl. og undirstrikar sama skilning þessara kirkjudeilda á hugtakinu réttlæting af trú sem var ásteyt- ingarsteinn á tímum siðbreytingarinnar. Guðfræðingar sem vinna að samkirkjulegum samræðum telja þetta mikilvægt skref í þróun sem staðið hefur um árabil. Hinn langi undirbúningur að þessari undirskrift sýni hve vandlega þarf að undirbúa allar sátta og samningaum- leitanir milli kirkjudeilda á leið okkar til einingar. 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.