Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 6
VÍÐFÖRLI NÓVEMBER 1999 Kirknasamband Evrópu 40 ára Kirknasamband Evrópu, Conference of European Churches, fagnaði 40 ára afmæli í september. Tímamót- anna var sérstaklega minnst í Nyborg, Danmörku, þar sem þessi samtök voru stofnuð fyrir fjörutíu árum f þeim tilgangi að koma á sambandi milli kirkna austan og vestan járn- tjaldsins sem þá skipti álfunni. Nú eru 126 kirkjur í sam- bandinu, þar á meðal þjóðkirkja íslands. Karsten Fledelius, kennari við guðfræðideild Kaup- mannahafnarháskóla, sem á sæti í miðnefnd Kirknasam- bands Evrópu, segir að sambandið gegni enn mikilvægu hlutverki í Evrópu, ásamt Alkirkjuráðinu og Lúterska heimssambandinu. Þar sem samtökin eru mynduð af evr- ópskum kirkjum eru þau starfandi á svæðum þar sem átök eru og geta brugðist beint við mannréttindabrotum og deib um. Fledelius segir það sérstöðu kirkjunnar að geta verið mun afdráttarlausari í yfirlýsingum en stjómmálamenn, auk þess sem sendinefndir kirkna hafa iðulega meiri tiltrú deiluaðila. Hann nefndi sem dæmi samræður Kirknasam- bands Evrópu og Alkirkjuráðsins við Milosjevits, forseta Serbíu. A afmælisfundinum var samþykkt ályktum sem bar yfir- skriftina „Að sigrast á aðgreiningu í Evrópu“. Henni var beint til allra þeirra sem bera opinbera ábyrgð, bæði í ein- stökum löndum og stofnunum Evrópu. Þar var minnst fyrri skiptingar Evrópu og athygli vakin á þeim svæðum sem ennþá eru aðgreind, til dæmis eyjunni Kýpur. Þá var at- hyglinni sérstaklega beint að Kósóvó og kallað á aðstoð við að byggja þar upp samfélag sem grundvallast á lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum til handa fólki af öllum flokkum trúarbragða og menningar. Charta oecumenica Samskipti kirkna í Evrópu Kirknasamband Evrópu hefur sent aðildarkirkjum sínum drög að ályktun um tilhögun samskipta milli kirkna í Evr- ópu. Skjalið er kallað Charta oecumenica og á upphaf sitt á öðru þingi Kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og Evrópska kirknasambandsins sem haldið var í Austurríki 1997. Þar var samþykkt að útbúa skjal sem gæti verið leiðarvísir í samskiptum milli kirkjudeildanna. Charta oecumenica er skipt í þrjá hluta: „Guð kallar okkur til einingar", „Á leið til sýnilegs samfélags kirkna í Evrópu“ og „Samkirkjulegt samfélag til þjónustu í Evrópu". Meðal efnisflokka eru: „Að biðja saman er hjartasláttur samkirkjulegs starfs“ og „Að sætta þjóðir og menningar- hópa og vernda sköpunina". Búist er við að skjalið verði undirritað á fundi kirkju- deildanna sem fyrirhugaður er árið 2001 og verði eftir það samþykkt af öllum aðildarkirkjum þeirra sem staðfesting á vilja þeirra til sátta sín á milli, til vitnis og þjónustu og til að stuðla að friði og réttlæti hvarvetna í Evrópu. Fimm stöður í Genf Alkirkjuráðið auglýsir lausar fimtn stöður ársmanna (Internship) Alkirkjuráðið auglýsir eftir fimm ungmennum (18-30 ára) sem hafa áhuga á að starfa sem ársmenn í höfuðstöðvum samtakanna í Genf. Um er að ræða störf á ólíkum sviðum og má þar nefna upplýsingamál, æskulýðsmál, friðarmál og fleira. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember næstkomandi. Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér málið á vefsíðu ráðsins: http://www.wcc-coe.org. Kristið landsmót í Svíþjóð Fjórar kirkjudeildir héldu messu samtímis Lúterskir, kaþólskir, meðlimir rétttrúnaðarkirkjunnar og sænsku fríkirkjunnar komu saman á landsmóti kristinna manna í Linköping í ágúst sl. Yfirskrift landsmótsins var „Ein heild“ og vfsar til þess að við erum öll hluti af eða lim- ir á líkama Krists og myndum saman eina heild. Skráðir þátttakendur á mótinu voru 1.450 en þeir voru hátt á fjórða þúsund á samkomum. Margir fyrirlestrar drógu til sín mikinn mannfjölda, t.d. Milli Guðs og Mammons, Jubile- um 2000, Að lofa Guð í kyrrðinni og Hæga lögmálið - um tíma og hvíld. Sú athöfn sem hafði mest táknrænt gildi fyr- ir samkirkjulegt starf var án efa kvöldmessa þar sem allar fjórar kirkjudeildirnar fögnuðu heilagri kvöldmáltíð sam- tímis og á sama stað. Skemmdarverk í finnskum kirkjugörðum Kirkjugarðar í Finnlandi hafa orðið illa fyrir barðinu á skemmdarvörgum í sumar. Víða hafa krossar og legsteinar verið felldir, blóm rifin upp og ljósker eyðilögð. Þá hefur sumum krossunum verið stungið öfugum niður aftur. Djöfladýrkendur eru grunaðir um sum skemmdarverkin en oft er um unglinga að ræða sem bera fyrir sig áfengisvímu. Alls voru 1200 leiði skemmd í 20 kirkjugörðum. Aðeins Norður-Finnland og Lappland hafa sloppið við skemmdar- verkin sem hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Almenn- ingur í Finnlandi er sleginn enda hirða Finnar almennt vel um leiði látinna ástvina. Gæsla hefur víða verið efld við garða, sums staðar af sjálfboðaliðum meðal sóknarbarna og stærri söfnuðir hafa fjárfest í öryggisþjónustu og tækjum til gæslu. 6

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.