Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 3

Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 3
DESEMBER 1999 VÍÐFÖRLI Kirkjunetið, heimsóknarinnar virði Kirkjunetið fagnar tveggja ára afmæli um þessar mundir. Netið var sett upp 28. október 1997 af sr. Hannesi Bjöms- syni og sr. Valdimar Hreiðarssyni. Þá er þriðji netstjórinn í Rafsálmum Kirkjunetsins Olgeir Helgason sem hefur unnið þrekvirki við að slá inn sálma á notendavænt form. Kirkjunetið er einn af stærstu vefum landsins sem ekki er fyrirtækisvefur, á þriðja hundrað megabæti að stærð. Slóðin er http://vindos.is/kirkjunet og er nauðsynleg við' bót fyrir nettengt kirkjufólk. A vefnum er meðal annars að finna sálma með nótnaforskrift og spiluðum röddum, myndir af kirkjum landsins, síður um önnur trúarbrögð, allt frá megintrúarbrögðum eins og islam til nýaldarhreyfinga, dulhyggju og djöfladýrkunar; bænir flokkaðar eftir efni og uppruna og postilla með predikunum íslenskra presta. Uppröðun efnis er skýr og auðvelt að fara milli efnis- flokka því að vefurinn er mjög öflugur og fljótur að vinna. Sem dæmi má nefna að í fyrstu er hægt að velja upplýsing- ar um kirkjunet, átrúnað, kirkju, guðfræði, trúarlíf, reglur, starf, heim, yfirlit. Fari menn t.d. inn í átrúnað má velja um almennt, nýtrúarhreyfingar, trúarbrögð, kristin trúfélög, systurkirkjur og kirkjunet. Undir „kirkja" er almennt efni, sóknir, prestaköll, prófastsdæmi o.s.frv. Undir „trúarlíf1 er bæn, ritning, predikun, myndir, sálmar, hugvekjur, o.s.frv. Kirkjunetið sjálft er grunnur vefsins, en honum fylgja svokallaðar „bækur“ Kirkjunetsins sem gegna ýmsu sér- hæfðara hlutverki. Rafsálmarnir eru einstakt afrek á ís- lenskum vef. Þar má finna texta sálma og nótur og hlusta á raddirnar leiknar, allar eða eina í einu. Þetta getur nýst sem kennslutæki fyrir kóra eða fyrir organistann sjálfan. Verið er að vinna að því að slá inn kirkjulegt tón. Yfir 4000 myndir af íslenskum kirkjum og prestum sem þeim þjóna eru þegar komnar upp í Myndabók Kirkjunets- ins sem er enn í vinnslu. Margir hafa lagt vefnum til mynd- ir en flestar myndir hafa borist frá bræðrunum sr. Braga Ingibergssyni og Þorsteini Ingibergssyni. Þá er Rafþostilla Kirkjunetsins stærsta prédikanasafn landsins. Þar er augljóst að Vestfjarðaprestarnir hafa verið duglegastir að senda inn predikanir, ásamt sr. Sigríði Guð- marsdóttur á Olafsfirði, sem þjónaði áður á Suðureyri. Ekki verður annað séð en mikill fengur sé að þessum predikun- um, sem eru flokkaðar eftir kirkjuárinu. Er ástæða til að hvetja fleiri presta til að láta predikanir af hendi rakna til að auka á fjölbreytnina á vefnum. Á vefnum er einnig að finna útskýringar um messuna og upplýsingar um önnur trúarbrögð. Hið síðamefnda er unn- ið af sr. Þórhalli Heimissyni. Netið gefur einnig tengingar við aðra vefi úti í heimi sem fjalla um kirkjuleg málefni. Bænasíður vefsins eru fengur fyrir alla. Þær em flokkað- ar, t.d. í biblíulegar bænir, íslenskar bænir, bænir þekktra kristinna manna. I íslenskum bænum er m.a. að finna nýj- ar bænir eftir sr. Braga J. Ingibergsson sem ortar eru út frá Biblíuversum. Aðstandendur netsins hafa sjálfir borið kostnað af horv um að mestu, en tvisvar fengið lítilsháttar styrk frá Kristni- sjóði, að sögn Hannesar. Það er augljóst að mikil vinna liggur að baki vefnum en afraksturinn er stórgóð viðbót þar sem möguleikar þessarar nýju miðlunar eru afar vel nýttir. Nauðsynlegur tölvukostur Ekki er allt kirkjufólk nettengt enn sem komið er og eflaust einhverjir sem hyggja á tölvukaup á nýju ári. Hannes Bjömsson var spurður hverjar væm lágmarkskröfur sem hafa þarf í huga þegar fjárfest er í nýrri tölvu: Það fer í sjálfu sér alveg eftir fyrirætlun notanda hvaða tölvubúnað hann á að kaupa sér. 95% notenda nota PC-véh ar og er því auðveldara að mæla með þeim en öðrum vélum. Nánast án undantekning nota þessar vélar Microsoft Windows, en hópur áhugamanna duflar við önnur stýrikerfi svo sem Linux af hugsjón. Fyrir óvana tölvunotendur er ekki hægt að mæla með því. Forrit og tölvur stækka mjög hratt. Þremur árum eftir að tölva er keypt er hún orðin dragbftur á vinnuhraða og þarfnast endumýjunar. Það þarf því að fara ákveðinn milliveg í tölvukaupum. Tölvan þarf að vera nógu öflug, en ekki of dýr. Hægt er að fá fínar tölvur fyrir innan við 150.000 kr. Ekki er hægt að mæla með mikið ódýrari tölvum. Fyrir þetta verð ætti tölvan að vera nógu vel búin. Allar tölvur koma nú með 56 kbaud módemi og er það nægilegt fyrir flesta. ISDN er bæði dýrt og oft á tíðum er seld léleg og úrelt vara með henni. Þekkt fyrirtæki eru engin undantekning þar á. Það er nauðsynlegt að kanna söluaðila vel áður en vélar eru keyptar. Sum fyrirtæki selja lélegar (jafnvel ónýtar) tölvur ódýrt en taka hagnaðinn inn í sífelld- um viðgerðum sem þau staðhæfa að sé vegna gáleysis kaup- anda. Talið við vini og vandamenn sem þekkja markaðinn. Kaupið tölvur með íhluti sem hafa ákveðið vörumerki, nafn- lausir íhlutir eru alltaf verri. Þekkt tölvuspakmæli er á þessa leið: „Ef þú veist um gott tölvufyrirtæki, segðu þá engum frá því.“ Staðreyndin er að hraður vöxtur leggur alla þjónustu í rúst. Meira að segja hjá þekktustu tölvufyrirtækjum landsins eiga sér stað furðulegustu atvik. Nauðsynlegustu forrit eru: a) vírusvöm, Norton antivirus, McAffee eða Lykla Pétur, þessi þrjú em best. b) Norton Ut- ilities hjálparforrit eru mjög góð jafnt fyrir vana sem óvana. c) Microsoft Office er ómissandi pakki fyrir skrifstofustörf. d) Lotus Organizer ber af skipuleggjurum (PIM). Fyrir myndvinnslu koma tvö forrit til greina: e) Photoshop eða Coreldraw, Photoshop hefur vinninginn í hreinni mynd- vinnslu, en Coreldraw er miklu meira forrit, t.a.m. teiknifor- rit og má nota sem umbrotsforrit með mjög góðum árangri. Þá eru sum forrit mjög ónauðsynleg, s.s. allir leikir sem oft á tíðum rugla tölvumar. Ekki er hægt að mæla með því að þungir leikir séu settir í tölvu sem er ætlað alvarlegra hlut- verk. 3

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.