Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 4

Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 4
VÍÐFÖRLI DESEMBER 1999 „Sameiginleg yfirlýsing um réttlætingarkenninguna“ Nýlega komu fulltrúar Lútherska heimssambandsins og Vatíkansins saman í Agsborg og undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um réttlætingarkenninguna“. Með þessari und- irritun lauk samkirkjulegum skoðanaskiptum sem staðið hafa í áratugi. Islenzka þjóðkirkjan hefur fylgzt vandlega með málinu og ræddi það m.a. á prestastefnu 1997. Hér verður stiklað á efni yfirlýsingarinnar í örfáum orðum. Forspjall Kenningin um réttlætinguna var miðlæg fyrir lúthersku siðbótina á 16. öld. „Justificatio sola fide“ eða „réttlæting af einni saman trú“ var talin var „primus et pricipalis aritculus", eða „hin fyrsta og æðsta grein" trúarinnar (Mar- teinn Lúther: Smalkald-greinamar). í lútherskri arfleifð aldanna hefur „sola fide“ varðveitt sérstöðu sína. Af sjálfu leiðir að kenning þessi sat frá upphafi í hefðarsæti í opin- bemm samræðum lútherskra kirkna og rómversk- kaþólskra. Yfirlýsingin sem undirrituð hefur verið leiðir í ljós að nú er svo komið að kirkjurnar tvær eru færar um að tjá sameiginlegan skilning sinn á Guðs náð í Kristi. Skiln- ingurinn vitnar um samstöðu varðandi grundvallarsannindi réttlætingarkenningarinnar. Gagnkvæmum formælingum frá 16. öld er þar með formlega aflétt. Miðað við þá miklu áherzlu sem kirkja fagnaðarerindis- ins leggur á kenninguna um „réttlætingu af trú“ hlýtur það að teljast sérstakur vottur um samkirkjulega nálgun og góð- an vilja að kaþólskir skyldu yfirleitt ganga til samræðna við lútherska einmitt um þetta efni. Menn gmnaði að næðist samstaða um þessa grein, sem verið hafði sérstakur ásteyt- ingarsteinn milli kirknanna tveggja um aldir, kynnu aðrir hnútar að reynast auðleystari en ella síðar meir. Boðun réttlætingar í Biblíunni Kenningin um réttlætingu af trú stendur djúpum rótum í Heilagri ritningu. Samningamenn kirknanna gengu fyrst á hólm við þennan arf. Nú var hvoru tveggja til skila haldið, orðum Páls postula úr fyrsta kapítula Rómverjabréfsins (v. 17), „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú“, en þau orð ollu straumhvörfum í hugsun Marteins Lúthers, eins og kunn- ugt er, og orðum Jakobsbréfs, „Trúin er dauð án verka“ (2:26). Ytarleg umfjöllun um Ritninguna einkenndist öll af þessari gagnkvæmni. Þegar kirkjurnar ræddu boðun réttlætingar, eins og hana er að finna í Heilagri ritningu, komu tveir ritningar- staðir öðrum fremur til álita, Filippíbréfið 2:12-13 og Róm- verjabréfið 8:1. Hinn fyrri er svohljóðandi: „Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta ... Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til veL þóknunar." Síðari ritningarstaðurinn er á þessa leið: „Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.“ Helgun kristins manns í verki er í fyrrnefndu greininni fyllilega fram reidd. En úrslitavægi réttlætingarinnar fyrir kross Krists og upprisu situr í öndvegi í hinni síðari. „Simul justus et peccator“ Samkvæmt lútherskum skilningi réttlætir Guð manninn fyrir trúna eina saman. En í fótspor réttlætingarinnar fetar helgunin. Fulltrúar evangelískra kirkna í einingarferlinu gjöra „aðgreiningu" milli réttlætingar og helgunar, en ekki „aðskilnað". Rómverskir leggja að sínu leyti áherzlu á end- urfæðingu einstaklingslífsins fyrir náð réttlætingarinnar. Þessi endurnýjun í trú, von og kærleika er jafnan fyllilega undirorpin óendanlegri miskunn Guðs. Kirkja fagnaðarerindisins hefur ætíð talið kristinn mann „í senn réttlættan og syndara11, sbr. millifyrirsögnina hér að framan. En þótt réttlættur maður sé eftir sem áður syndari fyrir Guði, er þrældómsok syndar hans brotið sakir verð- leika Krists. Eftir það getur kristinn maður að hluta til lifað lífi réttláts manns. Syndin flytur honum ekki framar for- dæmingu né eilífan dauða. Synd hans er nú „yfirstigin synd“, en eigi „synd sem drottnar“. Kaþólskir trúa því að skírnamáðin fjarlægi allt það sem er „synd í eiginlegum skilningi" og fordæmingar verðugt. HJ ÁLPARSTARF KIRKJUNNAR Gefum okkur öllum betri framtíð Nú er hafin jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar undir yfir- skriftinni Gefum okkur öllum betri framtíð. Er skírskotað til þess að við byggjum öll sömu jörð og verðum að deila með okkur kjörum. Oll erum við háð því að á jörðinni ríki frið- ur og hagsæld. Bráðnauðsynlegt er að kirkjan standi öflug á bak við hjálparstarf sitt og minni alla sem kirkjuna sækja á söfnun- ina og þá fjölmörgu sem ekki fá notið þess sem við teljum til sjálfsagðra hluta. Á jólasöfnuninni veltur að miklu leyti hvert umfang starfsins getur orðið á næsta ári. Jólasöfnunin í fyrra gekk afskaplega vel, söfnunarfé jókst um 73% milli ára. Það var því sérstaklega ánægjulegt að geta á árinu 1999 aukið við ýmis verkefni, m.a. meðal barna í skulda- ánauð á Indlandi og einnig verulega við vatnsöflun í Mósambík. Aukin vatnsöflun byggðist ekki síður á því að páskasöfnunin gekk einnig mjög vel. Jólaaðstoð Hjálparstarfsins og RRKÍ Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar í samvinnu við Reykja- víkurdeild Rauða krossins verður með hefðbundnu sniði. 4

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.