Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 7
DESEMBER 1999 VÍÐFÖRLI Námsefni handa föngum Fræðsludeild þjóðkirkjunnar hefur gefið út í möppu náms- efni handa föngum sem sr. Hreinn S. Hákonarson, fanga- prestur þjóðkirkjunnar, hefur samið og tekið saman. Heiti námsefnisins er: Opinn hringur - umhugsun, umræða og umhyggja: Málefhi skoðuð út frá sjónarhorni kristinnar trú- ar - og lífssýnar. Efnið skiptist í tvennt og er annars vegar um að ræða fjörutíu samverur þar sem margvísleg málefni eru tekin fyrir, eins og t.d. frelsi, miskunnsemi, reiði, ham- ingja, Guð, samviska, ofbeldi o.s.frv., og hins vegar greinar til umhugsunar þar sem fjallað er um ýmis mál er snerta fangelsi og fangavist. Fangar geta notað námsefni þetta ým- ist í einrúmi eða rætt það í hópi undir stjóm fræðara. Sérstakt námsefni handa föngum hefur ekki verið gefið út áður hér á landi og er því um nýjung að ræða. Arið 1993 kom út bænabók ætluð föngum, Hjálparorð fangans - orð til íhugunar og bænir, og var höfundur núverandi fanga- prestur. Þessi bænabók er löngu uppurin en endurskoðun hennar stendur fyrir dyrum. Þá gefur fangaprestur út rnán- aðarlegan fréttapistil sem hver fangi fær í hendur og sömu- leiðis þeir er starfa í fangelsiskerfinu. Fréttapistillinn ber heitið Á leiðinni og hefur hann komið út í eitt ár en um næstu mánaðamót kemur út 1. tölublað 2. árgangs. Leiðrétting I síðasta hefti Víðförla urðu mistök í kaflanum um samein- ingu prestakalla. Þar var ranglega hermt að Mælifells- prestakall yrði sameinað Glaumbæjarprestakalli. Þetta var ekki samþykkt. Einu prestaköllin sem verða sameinuð eru sem hér segir: Desjarmýrarprestakall verður sameinað Eiða- prestakalli, prestssetur Eiðar. Vatnsfjarðarprestakall er sam- einað Staðarprestakalli, prestssetur Suðureyri. Mistökin eru frá hendi ritstjóra Víðförla og eru allir hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Andlát Séra Kristján Einar Þorvarðarson, sóknarprestur í Hjalla- prestakalli í Kópavogi, andaðist á Landsspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 2. nóvember sl., 41 árs að aldri. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Lára Magnúsdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 6-18 ára. Kristján Einar fæddist 23. nóvember 1957. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá HI 1986 og vígðist sama ár til prestsþjónustu á Eskifirði og Reyðarfirði. Hann var valinn prestur í nýrri sókn í Kópavogi, Hjallaprestakalli, árið 1987 og gegndi því embætti til dauðadags. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir samtök presta og var formaður Félags presta á höfuðborgarsvæðinu. Víðförli vottar aðstandendum Kristjáns Einars einlæga samúð. ÞRETTÁNDAAKADEMÍA ÁRSINS 2000 Ambátt Drottins í aldarlok Þrettándaakademía ársins 2000 ber yfirskriftina „Ambátt Drottins í aldarlok - Þjónusta íslensku þjóðkirkjunnar“. Þrettándaakademían verður haldin 5.-6. janúar 2000, en 7. janúar gengst Rannsóknarstofnun um helgisiðafræði í Skálholti fyrir fyrirlestrahaldi. Gestur rannsóknarstofnun- arinnar, Gordon W. Lathrop, mun einnig halda erindi á þrettándaakademíu. Dagskráin verður sem hér segir: 5. janúar - miðvikudagur: 15:00 Kaffi. 16:00 „Sjá, ég er ambátt Drottins“, embætti og þjónusta að lútherskum skilningi. Sr. Kristján Valur Ingólfsson. 18:00 Vesper / Kvöldmatur. Um kvöldið mun sr. Þorvaldur Karl Helgason fjalla um breytingar á íslensku þjóðkirkjunni undanfarna áratugi. 22:00 Completorium. 6. janúar - fimmtudagur. 9:00 Prima. Morgunmatur. 10:00 „Þjóðkirkjuguðfræði og þjónusta safnaðarins.“ Dr. Pétur Pétursson. 12:00 Hádegismatur. Eftir hádegi mun dr. Gordon W. Lathrop halda fyrirlest- ur. Lathrop er höfundur bókarinnar „Holy People. A litur- gical ecclesiology.“ (1993) Fyrirlestur hans er unninn út frá efni bókarinnar. Síðdegis munu einnig verða flutt erindi af akrinum: „Þjónusta, tilbeiðsla, vitnisburður í strjálbýli, þéttbýli og á stofnun.“ Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sr. Þórhallur Heimis- son o.fl. 18:00 Messa á birtingarhátíð Drottins. Kvöldverður. Um kvöldið verða umræður og niðurstöður. Föstudaginn 7. janúar býður Rannsóknarstofnun um helgisiðafræði í Skálholti upp á tvo fyrirlestra með prófess- or Gordon W. Lathrop sem verða framhald af efni þrett- ándaakademíunnar sem og af fyrirlestri hans frá því á fimmtudeginum. Gordon W. Lathrop er prófessor við Lutheran Theolog- ical Seminary í Philadelphia, höfundur margra bóka, hefur skrifað greinar í merk uppflettirit og er þekktur fyrirlesari víða um heim á sviði litúrgískrar guðfræði. Hann er einnig Nýja testamentisfræðingur. Prófessor Lathrop þekkir vel samkirkjulega umræðu síðustu áratuga og hefur tengt sam- an kirkjufræði, litúrgísk fræði og samfélagsfræði. Lathrop heldur annan fyrirlestur sinn á föstudagsmorgni og þann þriðja eftir hádegið. Þrír kaflar í hinni nýju bók Lathrop’s eru: A People - Church in Liturgical Perspective, One People - Liturgy and Church Unity, Holy People - Litur- gical Assemblies amid Earth’s Peoples. Nánari upplýsingar um akademíuna má fá í Skálholts- skóla hjá dr. Pétri Péturssyni og þar er einnig skráning. 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.