Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 1

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 1
VÍÐFÖRLI FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU - WWW.KIRKJAN.IS 23. ÁRG. 1. TBL. MARS 2004 Vel heppnað Meðal efnis: Kristinfræðikennsla í grunnskólum. 2 Vísitasía biskups.................. 3 Fjölgun í lútherskum kirkjum..... 4 Kristniboðsfélag Grafarvogskirkju stofnað......................... 5 Trúboð á vefnum.................... 5 Barnahátíð kirknanna í Hafnarfirði.. 6 Tónleikar og tollheimtumenn á fjölbreyttri Kirkjuviku á Akureyri. 7 Helgihald í Kolaportinu .......... 8 Djáknanemar....................... 8 Alþjóðleg bænavika: .............. 8 Gallup könnun .................... 9 Samfélag - í trú og gleði......... 9 Stefnumótun kirkjunnar: .......... 9 Erum við lúthersk og hvað þýðir það?.............10 Porvoo fundir.....................10 Kirkjuskóli í Mælifellsprestakalli.11 Fyrstu kristniboðar á Islandi. (981-1981) ....................12 Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábm.: Steinunn A. Björnsdóttir og Ární Svanur Daníelsson, sími 535 1500 Netfang: frettir@biskup.is Prentvinnsla: Gutenberg hf. leiðtoganámskeið í Viðey Laugardaginn 15. febrúar var haldið námskeið í Viðey fyrir starfsfólk og leið- togaefni í kristilegu barna- og unglingastarfi. Um hundrað manns sóttu nám- skeiðið að þessu sinni og komu þátttakendur víða að m.a. frá Norðfirði, Húsa- vík, ísafirði og Hvammstanga. Þetta er í annað skipti sem námskeiðið er hald- ið í Viðey, en námskeiðið er samstarfsverkefni fræðslusviðs Biskupsstofu, KFUM og KFUK, Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) og æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis. Leiðtogi sem getur talað við krakkanna, unnið með þeim og átt uppbyggi- legar stundir með þeim tekurflestu öðru fram í starfi með börnum og ungling- um. Gott starfsfólk í starfi með börnum og unglingum er því einn mikilvægasti þáttur barna- og æskulýðsstarfs. Leiðtogi öðlast ekki hæfni nema hann leiti sér þekkingar og leiti eftir samfélagi við aðra leiðtoga til að skiptast á skoðun- um og hugmyndum um nýjar leiðir í starfi. Markviss þjálfun og samfélag leið- toga er mikilvægur þáttur í uppbyggingu öflugs og góðs starfs með börnum og unglingum innan kirkjunnar. Fræðslan var þrískipt eftir aldri þátttakenda. í fræðslu fyrir 20 ára og eldri var fjallað um ofbeldi gegn börnum, þ.e. um tilkynningarskyldu starfsfólks sem starfar með börnum og unglingum, lög og reglur, einkenni á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, gerendur í kynferðisaf- brotamálum og fleira. Á námskeiði fyrir 16-20 ára var fjallað um leiðtogann sem fyrirmynd, skyld- ur leiðtogans, skipulag starfs með börnum og unglingum og miðlum á kristnu gildismati. Fræðsla fyrir leiðtogaefni er nýjung sem hefur gefist mjög vel og var vel sótt. Þar var fjallað um kristna siðfræði og tilgang leikja í starfi með börnum og ung- lingum. Á námskeiðinu var kynnt heilræði fyrir starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi, þ.e. hvað ber að varast og að hafa í huga í kristilegu barna- og unglingastarfi. Einnig voru kynntar siðareglur fyrir starfsfólk í barna- og unglingastarfi sem unnið er að. Af fjölda þátttakenda á námskeiðinu og virkni þeirra í fræðslunni má sjá hversumikið er af hæfu starfsfólki. Þó að munur hafi verið á aldri og reynsiu þátttakenda, þá áttu allir það sameiginlegt að vilja stuðla að boðun fagnaðar- erindis Krists og uppbyggjandi starfi með börnum og unglingum. Stefán Már Gunnlaugsson www.kirkjan.is 1/2004

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.