Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 5
MARS 2004 V í Ð F Ö R L I 5 Stofnfélagar í krístniboðshópi Grafarvogskirkju. Kristniboðsfélag Grafarvogskirkju stofnað Kristniboðsfélag Grafarvogskirkju var stofnað í kirkjunni miðvikudagskvöldið 28. janúar síðastliðinn. Verkefni félags- ins er að vinna að framgangi kristniboðsins innan safnaðar- ins. Ómar Ragnarsson fréttamaður var gestur stofnfundar og sagði hann frá ferð sinni til Eþíópíu. Hann hreif alla með sér með lifandi og skemmtilegri frásögn eins og honum er lag- ið. Þess má geta að Ómar er að vinna að mynd um íslenska kristniboðið. Ávörp fluttu sr. Vigfús þór Árnason, sóknarprestur, og Skúli Svavarsson, kristniboði. Kosin var stjórn félagsins. Formaður hennar er Valgerður Gísladóttir en aðrir stjórnar- menn eru Árni Hróbjartsson, sr. Kjartan Jónsson, Hilmar Einarsson og sr. Bjarni Þór Bjarnason. í lok stofnfundar var helgistund í umsjá sr. Kjartans Jóns- sonar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Trúboð á vefnum Það verður stöðugt algengara að fólk fari inn á vefinn og leiti að svörum í trúarlegum vangaveltum sínum. í raun tvöfaldaðist sá fjöldi á tímabilinu frá mars 2000 til nóvember 2002 samanber könnun sem gerð var í BNA. Þetta kemur fram í frétt sem birtist í Kristeligt Dagblad 18. febrúar síðastliðinn. Þar er einnig haft eftir Morten Höjsgaard sem vinnur að doktorsverkefni við Kaupmannahafnaháskóla um trú á vefnum að öflug trúboðsstarfsemi eigi sér stað á ver- aldarvefnum. Flestir trúarhópar leggja mikla vinnu í að markaðssetja sig á vefnum og halda sérfræðingar því fram að fleiri en miljón vefsíðna sé til sem hafi trúarlegt innihald. Vefurinn er orðinn nýtt trúboðssvæði þar sem hart er barist um sálirnar. Svona til gamans má geta að haft er eftir vefstjóra vef- seturs Vatikansins allt að tvær og hálf miljón heimsókna séu á heimasíðu þess á dag. Danska heimatrúboðið hefur sent nýlega tvo kristni- boða út á vefinn og hafa þeir trúboðsstöð á síðu heima- trúboðsins, Jesúvefnum, jesusnet.dk. Nettrúboðinn As- björn Asmussen á Jesúvefnum staðhæfir og tekur undir með þeim rannsóknum sem hafa sýnt fram á að trúarleg- ar heimasíður eru ekki bara vinsælar heldur geta líka snert við trú fólks. Hann segist hafa fyrir því góð rök og eigin reynslu að fólk komist til trúar fyrir tilstilli veraldarvefsins. Morten Höjsgaard efast um að vefurinn þrátt fyrir vin- sældir sínar orsaki að fjöldi fólks taki trúarlegu aftur- hvarfi. Hann tekur undir að vefurinn hafi mikil áhrif á af- stöðu fólks en segir um leið að leiðin sé löng á milli þess að láta hafa áhrif á sig eða taka trúarlegu afturhvarfi. Irma Sjöfn Óskarsdóttir

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.