Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 7

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 7
MARS 2004 7 V í Ð F Ö R LI Tónleikar og tollheimtumenn á fjölbreyttri Kirkjuviku á Akureyri Ekki er útilokað að farísear hafi látið sjá sig á Kirkju- viku 2004 í Akureyrarkirkju en tollheimtumenn komu þar að minnsta kosti örugglega við sögu. Tollþjónninn Þorsteinn Haukur Þorsteinsson kom með hundinn Bassa og ræddi við fermingarbörn um skaðsemi fíkni- efna. Þetta var meðal fjölmargs sem í boði var á kirkju- viku á Akureyri í mars. Kirkjuvikur hafa verið haldnar í Akureyrarkirkju 24 sinn- um frá árinu 1959. Nú í seinni tíð hafa þessir viðburðir ver- ið annað hvert ár. Ætíð eru kirkjuvikurnar á föstunni og hef- ur myndast sú regla að láta þær hefjast með guðsþjónustu á fyrsta sunnudegi í marsmánuði, á æskulýðsdegi Þjóð- kirkjunnar. Upphafsmaður kirkjuvikna var sr. Pétur Sigur- geirsson, en í Sögu Akureyrarkirkju segist Pétur hafa feng- ið hugmyndina að þeim í Ameríku. í sömu bók segir Jón Kristinsson, fyrrverandi formaður sóknarnefndar, að kirkju- vikurnar þjóni þeim tilgangi „...að auka fjölbreytni í safnað- arlífinu og kalla söfnuðinn til virkara liðsinnis í kirkjunni.” Kirkjuvika 2004 hófst með útvarpsguðsþjónustu þann 7. mars, þar sem Barnakór og Stúlknakór Akureyrarkirkju sungu og félagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar aðstoðuðu við helgihaldið. Um kvöldið voru tónleikar Heru Bjarkar Þórhallsdóttur söngkonu og kom Stúlknakórinn ennfremur þar við sögu. Slíkir tónleikar hafa nú verið haldnir þrjár kirkjuvikur í röð í tengslum við æskulýðsdaginn. Andrea Gylfadóttir reið á vaðið árið 2000 og Páll Rósinkrans var með tónleika á síðustu kirkjuviku. Föstuvökur eru nýjung í starfi Akureyrarkirkju, en þær koma í stað föstumessanna, sem til skamms tíma voru á hverju miðvikudagskvöldi föstunnar. Björn Steinar Sól- bergsson, organisti, var aðalhvatamaðurinn að föstuvök- unum. Þar er Kór Akureyrarkirkju í aðalhlutverki en að þessu sinni var Ómar Ragnarsson, fréttamaður, fenginn til að greina frá nýlegri heimsókn sinni til Afríku, þar sem hann fylgdist meðal annars með störfum íslenskra kristniboða. Ómar vinnur að gerð sjónvarpsmyndar um þá ferð og mun segja frá henni á komandi prestastefnu. Dagskrá um þýska guðfræðinginn og rithöfundinn Jörg Zink í umsjá Maríu Eiríksdóttur, kennara í Hafnarfirði var haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, eftir hádegistón- leika í kirkjunni, þar sem sálmar eftir hann voru meðal atriða. Arna Valsdóttir, kennari við Háskólann á Akureyri, heim- sótti börnin í sunnudagaskólanum seinni sunnudag Kirkju- vikunnar og var þar með sína góðkunnu leiklistarsmiðju. Sama dag var hátíðarmessa í kirkjunni þar sem sr. Jón Að- alsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, prédikaði. Eftir messuna voru hinir árlegu kaffitónleikar Kórs Akureyr- arkirkju. Síðasti viðburður kirkjuvikunnar var svo á sunnudags- kvöldið, æðruleysismessa. Þar þjónuðu þau sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði, og sr. Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur á Dalvík, en þess má geta að fyrsta æðruleysismessan á íslandi var sungin í Akureyrar- kirkju. Auk ofangreinds er reynt að gera sitthvað til hátíða- brigða í öðrum föstum starfsþáttum kirkjunnar. Þannig mætti sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir á mömmumorgun og ræddi þar um móðurhlutverkið og Rafn Sveinsson, ritari sóknarnefndar, lék gamla slagara ásamt hljómsveit sinni á samveru fyrir eldri borgara á fimmtudeginum og bauðst fólki að taka snúning í safnaðarheimilinu. Um kvöldið var fundur í Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri. Sóknarprestur var gestur fundarins. Ekki er með öllu útilokað að einhverjir farísear hafi slæð- st til kirkju þessa sjö daga sem kirkjuvikan stóð, en toll- heimtumenn létu sitt svo sannarlega ekki eftir liggja. Á mánudegi mætti í kirkjuna tollþjónninn glaði Þorsteinn okkar Haukur ásamt leitarhundinum sínum elskulega, Bassa. Ræddu báðir við fermingarbörnin um skaðsemi fíkniefna. Um 90% fermingarbarna mætti og hlustuðu krakkarnir mjög vel á það sem flutt var í tali, tónum og gelti. Er Bassi fyrsti hundurinn sem kemur fram á kirkjuviku í Akureyrarkirkju. Svavar Alfreð Jónsson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.