Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 8

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 8
8 VÍÐFÖRLI 23. ÁRG. 1. TBL. Mynd frá Kína af Jósef, Maríu og Jesú. Alþjóðleg bænavika: Friður og eining Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika var haldin dagana 18.-24. janúar 2004. Bænavikan er haldin árlega um þetta leyti og er þá beðið fyrir einingu kristinna manna um heim allan. Það er Alkirkjuráðið (World Council of Churches) í samvinnu við kaþólsku kirkjuna sem stendur að baki vik- unnar um allan heim og bænarefni vikunnar kemur jafnan frá einhverjum aðildarkirkna. Yfirskrift bænavikunnar í ár var „Minn frið gef ég yður” (Jóh. 14:27) og kom hugmynd að bænum og ritningartext- um að þessu sinni frá miðausturlöndum, frá borginni Al- eppo í norður Sýrlandi þar sem fólk úr sýrlensku rétttrún- aðarkirkjunni, kaþólsku kirkjunni og mótmælendakirkjum undirbjó efnið. Frá landssvæði sem lengi hefur glímt við af- leiðinga átaka og stríðs barst bæn um frið og einingu út um heiminn. Á íslandi hófst bænavikan með útvarpsmessu í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 18. janúar. Alls voru haldnar átta samkomur og bænastundir á vegum undirbúningshóps bænavikunnar, sjö á höfuðborgarsvæðinu og ein samkoma á Akureyri. Samkomurnar voru öllum opnar. Bænavikan hefur verið haldin árlega hér á landi frá árinu 1968. Undirbúningur bænavikunnar hérlendis er í höndum samstarfsnefndar kristinna trúfélaga. Aðild að nefndinni eiga: Aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Öháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Formaður nefndarinnar er séra María Ágústsdóttir, héraðsprestur. Auk auglýstrar dagskrár bænavikunnar voru prestar og forstöðumenn safnaða hvattir til að minnast hennar á bænastundum safnaða og biðja fyrir friði og einingu krist- inna manna. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Helgihald í Kolaportinu Helgihald er einu sinni í mánuði í Kolaportinu í kaffi- stofunni Kaffi Port. Þorvaldur Halldórsson byrjar að spila gömul dægurlög sem skapa gott andrúmsloft og opnun fyrir helgihaldið. í guðsþjónustunni eru bæði sungnir hefðbundnir sálmar og léttir söngvar. Vel er tekið undir sönginn enda þekktir sálmar valdir. Prédikunin er stutt en aftur á móti fá fyrirbænir lengri tíma. Öllum gefst tæki- færi til að koma með bænarefni. Þau sem þjóna í guðs- þjónustunni fara á milli borða og bjóða hverjum einstak- lingi að koma með bænarefni. Fólk biður um fyrirbænir fyrir sjúkum vinum og vandamönnum, fyrir eigin heilsu og sjúkdómum. Þá eru áfengis- og fíkniefnavanda að- standenda og ofbeldi einnig bænarefni. Fyrir okkur sem þjóna er það einstök reynsla að tengjast einstaklingum svo náið. Blessun með olíu í lokin skapa einnig tengsl. Þá förum við til allra og setjum krossmark í lófa þeirra um leið og við segjum: Drottinn blessi þig og varðveiti. Fólk situr við borð og drekkur kaffi og það er leyfilegt að reykja. Þrátt fyrir opið rými er mikil kyrrð á þessum guðsþjónustum og við njótum saman nærveru hvors annars og Guðs. Ragnheiður SverrisdóWr Þjáning Krists forsýnd Kvikmyndin The Passion of the Christ var forsýnd í Smárabíói í mars og var prestum boðið að sækja forsýn- ingu. Er þetta í samræmi við kynningar myndarinnar er- lendis þar sem hún hefur hlotið mikla auglýsingu í gegnum yfirlýsingar trúarleiðtoga um myndina. Hér eins og þar var hún umdeild og ekki allir á einu máli um ágæti hennar. Haldið var málþing í tengslum við forsýninguna sem vakti talsverða athygli. Hægt er að skoða ávörp vegna frumsýn- ingar og fyrirlestra á málþinginu á http://dec.hi.is. Djáknanemar Um þessar mundir eru 10 djáknanemar í starfsþjálfun á vegum teymis sem annast þessa þjálfun. Nýtt kerfi var tekið upp í haust sem kallast Samfylgd. Kirkjuþing sam- þykkti að djáknanemar skyldu taka upp þetta form en guðfræðinemar hafa notað það í nokkur ár. Djáknanefnd- in var búin að móta eigin kerfi sem var notað og þróað allt frá 1993. Helsta breytingin felst í meiri eftirfylgd með einstaklingum en aftur á móti var lagt af tveggja mánaða starfþjálfun í söfnuði sem er miður. í staðin fær sá sem byrjar í nýju starfi og tekur vígslu samfylgd og hand- leiðslu fyrstu vikurnar í starfi. Kirkjan er stöðugt að þróa þessa þjálfun og lærir meira í dag en í gær. Ragnheiður SverrisdóWr

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.