Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Víðförli - 01.03.2004, Blaðsíða 12
12 23. ÁRG. 1. TBL. VÍÐFÖRLI Fyrstu kristniboðar á Islandi. (981-1981) Ljóð eftir Pétur Sigurgeirsson biskup 1. Til ættjarðar kominn um ólgandi haf, hann erindi Guðs sonar þjóðinni gaf. Það verkefni fyrstur hann varða sig lét. Hann „víðförli” nefndist og Þorvaldur hét. 2. Hann áður í víking til orustu gekk, og orstýr þá mikinn í bardögum fékk. Og fyrir þann drengskap hann frægur er enn að frelsa úr þrældómi hertekna menn. 3. Sinn föður að kristna og fjölskyldu lið hann fékk með sér biskupinn trúboðið við, sem til hafði Þorvaldur trú rétta sótt og tekið við skírn. Þá varð hjartanu rótt. 4. Að Giljá i Þingi var greitt farin leið, og gott þar að koma sem verkefnið beið. En tregur var Koðrán að trúa sem þeir og treysta þá goðunum sínum ei meir. 5. Ef staðfest þið getið hvor sterkari er í steininum ármaður - goðheima ver ellegar biskupinn boðskapinn með ég breyti þar eftir og stilli mitt geð. 6. Þá biskupinn söng yfir steini og stað og straumhvörfin urðu - svo Koðrán mat það. En sagan um Gullstein og sönginn það ber: Kom sprunga í bergið og táknið þar er. 7. Þá bóndinn á Giljá ei beið lengur við. Hann bað um að skírast að kristinna sið. í fimm ár með þegnum á feðranna storð, þeir félagar boðuðu heilagt Guðs orð. 8. Þeir ferðuðust norður um fjórðunginn vítt og fluttu þar orðið um Guðs ríki nýtt Og kirkjan að Ásum í Hjaltadal yst hér eignaðist trúboðið hérlenda fyrst. 9. Þeir töluðu á Þingvelli trú fyrir lýð en talað var móti og ort um þá níð. Þá víkingablóðið í víðförla rann Hann vó tvo er ort höfðu kviðlinginn þann. 10. Það Friðriki gramdist. Þeir fóru út i heim og frekara samstarf varð eigi hjá þeim. Við heiftrækni biskupinn búið ei gat gegn boðorði elskunnar. Það var hans mat. 11. Svo lesa í bókum um langförul má að lengi í ferðum hann sjónum var á. Að gröfinni helgustu Guðs sonar fór og gerði þar bæn sína innst inn í kór. 12. Um kristniboð Miklagarðs keisara hjá hann kristniboðs vinurinn íslenski sá. Á Valdai-hæðunum beinin hann bar, hinn blessaði ábóti munkanna þar. 13. Sú farsæld varð Islandi fegurst og mest að fá hingað kristni og nafn Jesú best. Sjá þúsund ár rétt eru þaðan í frá og þessvegana dunar nú lofgerðin há. 14. Og Ijósið frá Kristi varð landinu í að loga Guðs helgum og stólpa við ský. Og Guð veitir styrk gegnum voða og fár og verða mun hjálpin öll komandi ár. Pétur Sigurgeirsson, biskup.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.