Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 1

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 1
VÍ ÐF ÖRLI FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU - WWW.KIRKJAN.IS 23. ÁRG. 2. TBL. JÚNÍ 2004 Meðal efnis: Vígslur og embættisveitingar..... 2 Verndum bernskuna................. 2 Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar á Þingvöllum í sumar.... 3 Prestastefna 2004................. 4 Kirkjan í sumar................... 6 Skemmtilegri en bingó!............ 8 Staða og framtíð fermingarstarfsins 8 Endurskoðun handbókar kirkjunnar 8 Frá Skálholtsútgáfunni............ 9 Endurskoðun sálmabókar............ 9 Heilræði fyrir starfsfólk.........11 Samfélag í trú og gleði...........12 „Sumarkirkj an'' - fjölbreytilegt starf á vegum Þjóðkirkjunnar í sumar Starf Þjóðkirkjunnar gengur eftir tvískiptum takti. Meginstarfsemin hefst í september og lýkur í maí og kallast þar með á við skólastarfið í landinu. Seinni árin hefur farið vaxandi að bjóða upp á margvíslega starfsemi á sumrin, og þá oft óhefðbundið helgihald og tónleika fyrir heimafólk, en einnig ferðamenn og sumarbústaðaeigendur. Tilgangurinn er að færa helgihald og starf Þjóðkirkjunnar þangað sem fólkið er enda snýst kirkjan fyrst og fremst um fólk og að þjóna því með boðskap Krists. Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábm.: Halldór Reynisson, sími 535 1500 Netfang: frettir@ biskup.is Prentvinnsla: Gutenberg hf. Hér á eftir er getið ýmissa þátta í starfi „sumarkirkjunnar". Þessi um- fjöllun er fyrst og fremst til að benda á það fjölbreytta starf sem er á vettvangi Þjóðkirkjunnar á sumrin en er engan veginn tæmandi upp- talning. Sjá miðopnu www.kirkjan.is 2/2004

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.