Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 2

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 2
2 VIÐFORLI 23. ÁRG. 2. TBL. Vígslur og embættisveitingar Frá vígslu sr. Gunnars og Dagnýjar í Dómkirkjunni 23. maí s.l.: Fremri röð frá vinstri: sr. Ragnar F. Lárusson f.v. prófast- ur, sr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sr. Gunnar Jóhannes- son, Karl Sigurbjörnsson biskup íslands og Dagný Guð- mundsdóttir djákni. Miðröð f.v.: Þórdís Ágústsdóttir djákni og Nanna Guðrún Zoega djákni. Efsta röð f.v. sr. Dalla Þórðardóttir prófastur, sr. Þór Hauksson, sr. Hans M. Haf- steinsson og sr. Hjálmar Jónsson. Ljósm. Gunnar Vigfússon Djákna- og prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 23. maí. Þá vígði biskup íslands, Karl Sigur- björnsson, Gunnar Jóhannesson guðfræðing til embættis sóknarprests í Hofsós- og Hólaprestakalli í Skagafjarðar- prófastsdæmi og Dagnýju Guðmundsdóttur sem djákna til þjónustu á Vífilsstaðaspítala. Sr. Gunnar var valinn úr hópi níu umsækjenda um Hofs- ós- og Hólaprestakall og hóf hann störf 1. júní s.l. Þá ákvað valnefnd Grafarholtsprestakalls í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra 4. maí síðastliðinn að leggja til að sr. Sigríður Guðmarsdóttir verði skipuð sóknarprestur í Graf- arholtsprestakalli frá 1. júlí 2004. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir vígðist til þjónustu sem sókn- arprestur að Suðureyri í Súgandafirði árið 1990. Hún hefur verið sóknarprestur í Ólafsfirði frá 1995 en hefur verið í námsleyfi síðastliðin ár. Þá var Lena Rós Matthíasdóttir guðfræðingur vígð til prests í Grafarvogsprestakalli 15. febrúar s.l. og hóf hún störf 1. mars s.l. Verndum bernskuna! Lútherska kirkjan í Finnlandi hleypti af stokkunum á síð- asta ári skipulögðu átaki á landsvísu í þágu barna landsins undir yfirskriftinni, „Elska ditt barn - Freda barndomen". Átakið hófst á Alþjóðadegi barna, 20. nóvember 2003, með því að 10 greinar sem bera yfirskriftina, „Verndum bernskuna" voru festar á hundruðir kirkjuhurða víða um landið. Greinarnartíu voru upphaflega samdar árið 2001 til að benda á rétt barna til að eiga bernsku og að veita for- eldrum stuðning í uppeldishlutverkinu. Með því að búa til og hengja upp þessar greinar á þennan táknræna hátt var vonast til þess að leggja mætti áherslu á rétt barna í opinberri umræðu og til að vekja foreldra, kennara og ráðamenn til meðvitundar um málefni barna. Á sama tíma vildi kirkjan minna á sig sem samfélag sem vill standa vörð um bernskuna og um leið skora á aðra sem koma að fræðslu og uppeldi barna að gera slíkt hið sama. Þennan sama dag og áður er rætt um voru plaköt og bæklingar með greinunum færðar heilsugæslustöðvum, bókasöfnum, barnaheimilum og skólum. Einnig voru for- seta finnska þingsins færðar greinarnar tíu. „Mikilvægasta hlutverk uppalenda í dag er að tryggja aó börn eigi rétt á bernsku þannig að tryggt sé að þau búi að friðsælu og öruggu umhverfi til að vaxa upp í“ stendur í bæklingi sem dreift var með greinunum tíu til foreldra. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að treysta sinni eigin reynslu og brjóstviti og að hafa styrk til að velja fyrir börn sín þeim til hagsbóta og heilla. Strax í lok síðasta árs var búið að dreifa yfir 200 000 eintökum af bæklingi sem inniheldur umræddar greinar til sókna, barnaheimila og skóla til að styðja þá í þeirra starfi og gefa tilefni til umræðu milli stofnana og heimila. í tengslum við áherslu stefnumótunar kirkjunnar á fjöl- skylduna árin 2005-2006, eru hugmyndir um að hrinda af stokkunum slíku átaki hér á landi til að styðja við börn og foreldra í daglegu lífi. Hér í lokin fylgir með lausleg þýðing á greinunum tíu sem finnska kirkjan notaði í átakinu. Tíu „greinar" um uppeldi og gott líf fyrir barnið þitt. 1. Leyfðu barninu þínu að vera barn 2. Leyfðu þér að vera fullorðin(n) 3. Vertu til staðar fyrir barnið þitt 4. Gefðu þér svigrúm fyrir eigið líf 5. Virtu barnið þitt sem einstakling 6. Verndaðu barnið þitt fyrir ónauðsynlegum upplýsingum 7. Gefðu foreldrahlutverkinu rúm í lífi þínu 8. Veittu frelsi, settu mörk 9. Vertu barninu þínu mikilvæg(ur) 10. Haltu vörð um bernskuna Sjá frekar á heimasíðu finnsku kirkjunnar http://www.evl.fi/borga_stift/stiftsradet/krifo/tioteser. htm#1 Irma Sjöfn Óskarsdóttir

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.