Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 8

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 8
8 VIÐFORLI 23. ÁRG. 2. TBL. Biskup vísiterar Eyfiröinga: Skemmtilegri en bingó! íbúar í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, voru ánægðir með heimsókn biskupshjónanna sem var hluti af vísitasíu biskups í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Að sögn Kolbrúnar Pálsdóttur, formanns sóknarnefndar Dalvíkur, fylgdust íbúar Dalbæjar vel með ferðum biskups- hjónanna um prófastsdæmið. Þau voru sérstaklega ánægð með að biskup skyldi ekki vera einn í för, því að frú Kristín Guðjónsdóttir, eiginkona hans var með. Heimsóknin var á mánudegi en þá er venjulega haldið Bingó sem enginn vill missa af. í þetta sinn var þó brugðið út af vananum og voru allir sáttir við það enda þótti þeim biskupshjónin hlý og skemmtileg, að sögn Kolbrúnar, og biskupinn góð býtti fyrir bingóið. Á Dalbæ búa meðal annars meðlimir hins fræga veður- klúbbs á Dalvík sem höfðu spáð kólnandi veðri upp úr páskum. Þegar biskupshjónin voru þarna á ferð var alhvít jörð. Bænir íbúa Dalbæjar fylgdu biskupshjónum og öðrum f fjölskyldu hans á vísitasíunni. Adda Steina Bjömsdóttir Staða og framtíð Þann 26. apríl 2004, var haldið málþing í Háteigskirkju um fermingarstarfið undir yfirskriftinni „Staða og framtíð fermingarstarfsins." Málþingið var haldið á vegum fræðslu- sviðs Biskupsstofu. Er fermingarfræðslan að skila árangri? Minnast ferming- arbörnin fermingarfræðslunnar sem jákvæðrar reynslu eða neikvæðrar? Hvaða árangri er verið að ná og hvaða árangri á að ná? Er fermingin sóknartækifæri sem kirkjan gæti nýtt betur? Er hægt að tengja betur saman barna- og æsku- lýðsstarf og fermingarfræðsluna? Rúmlega 60 manns tóku þátt í málþinginu. I upphafi málþingsins voru fjögur erindi. Fyrsta erindið fjallaði um nýjar leiðir og nýjungar í fermingarfræðslunni, annað ernidið fjallaði um fermingarfræðsluna sem jákvæða upplifun við leik og nám, þriðja erindið fjallaði um ferming- una sem sóknartækifæri kirkjunnar og síðasta erindið fjall- aði um stöðu og raunveruleika fermingarfræðslunnar. Eftir framsöguerindin voru umræður í hópum og að þeim lokn- um kynntu hópstjórar niðurstöður sínar. Þá voru umræður og lauk málþinginu með helgistund. fermingarstarfsins Á þessari heimasíðu eru að finna erindi sem flutt voru og helstu punkta umræðnanna í hópunum og samantekt á umræðum málþingsins: www.kirkjan.is/kirkjustarf/?fermingarstarf/malthing Framsöguerindi Nýjar leiðir og nýjungar í fermingarfræðslu Sjöfn Þór, þjónustufulltrúi Kjalarnessprófastsdæmi. Fermingarfræðslan - jákvæð upplifun við leik og nám Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Er fermingin sóknartækifæri kirkjunnar? Halldór Reynisson, verkefnastjóri fræðslusviðs. Staða og raunveruleiki fermingarfræðslunnar Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju. Stefán Már Gunnlaugsson Endurskoðun hand- bókar kirkjunnar Biskup hefur falið helgisiðanefnd að gera áætiun um endurskoðun Handbókar kirkjunnar. Margt nýtt hefur kom- ið fram í starfi kirkjunnar síðan síðasta handbók kom út. Prestar og aðrir þeir sem hafa í fórum sínum efni sem á heima í handbók (til dæmis bænir, eins og bænir við sérstakar aðstæður, bænir við dánarbeð og bænarefni fyrir almenna kirkjubæn, eða sérstakar helgistundir við sérstök tækifæri) eru hvattir til að senda tillögur og á- bendingar um efni og efnisskipan nýrrar handbókar til Biskupsstofu, Laugavegi 31, 101 Reykjavík, merkt Handbókarnefnd, eða á netfangið handbok@biskup.is Kristján Valur Ingólfsson,

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.