Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 10

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 10
10 VlÐFORLI 23. ÁRG. 2. TBL. Samfélag í trú og gleði Framhald af bls. 12 Hversu góð eða slæm er upplifun þín af almennum guðsþjónustum? Af heildarfjöldanum segja 72,4% að hún sé góð eða frekar góð. Ekki var marktækur munur á svörum eftir bú- setu, né milli kynja. Það verður að vísu að benda á að 43% þeirra sem svara spurningunni segjast aldrei fara í almenna guðsþjónustu en það verður skoðað nánar síðar. Ef við skoðum hópinn frekar út frá aldri kemur í Ijós að 72,6 % á aldrinum 13 - 17 ára segja að upplifunin sé góð eða frekar góð. Þetta lækkar eitthvað fyrir aldursbilið 18-34 ára en hækkar aftur fyrir aldurinn 35 - 54 ára. Sýnu mest er ánægjan þó eftir 55 ára aldur, þar segja 83,2% að upplifun þeirra af almennum guðsþjónustum sé góð eða frekar góð. Af þeim sem aldrei fara í messu segja 51.6% að upplif- un þeirra sé mjög góð eða frekar góð. 26,5% segja að hún sé hvorki góð né slæm, 14.5% frekar slæm og 7,3% að hún sé mjög slæm. Af þessum tölum hljótum við að draga þá ályktun að það sé ekki upplifunin ein sem kemur í veg fyrir að þau fari í messu, heldur eitthvað annað og það er spurning sem mig langar að varpa fram til íhugunar hér. Hins vegar er mikill munur á þeim hópi og næsta, sem fer einu sinni á ári í almenna guðsþjónustu, þar segja 73,4% að upplifun sé mjög góð eða frekar góð. Það má vel leiða að því líkum að þetta eina skipti tengist stórhátíðum en ekki er spurt að þvi. Af þeim sem fara mánaðarlega eða oftar er hins vegar ánægjan mjög mikil, 90.9%. Ég ætla að flokka tvennt til viðbótar úr þessari könnun, ánægju með tónlist og væntingar til predikunarinnar. Fyrst ræðan. Spurt var: Hversu miklu eða litlu máli skipt- ir ræða prestsins þig í almennri guðsþjónustu. Ég held að það hljóti að vera góðar fréttir hvernig sem á það er litið að 74,1% segja að hún skipti miklu máli. Þarna er að sönnu ekki verið að spyrja hvort fólki finnist ræðan góð eða vond en þetta hlýtur að sýna að predikunin er hápunktur í hug- um afar margra og það eru væntingar til hennar. Hún skipt- ir miklu máli. Það var greinilegt að ræðan skipti meira máli eftir því sem fólk eldist. 53,5% á aldrinum 13 - 17 ára sögðu að hún skipti frekar miklu eða mjög miklu máli - þetta eru ung- lingarnir, takið eftir því. Rúm 92% á aldrinum 55 - 75 ára töldu að ræðan skipti frekar eða mjög miklu máli. Það var líka greinilegt að ræðan skipti meira máli fyrir þau sem fóru oftar í messu. Hins vegar var ekki munur hvað varðaði búsetu en marktækur munur á konum og körlum. Um 70% karla telur að ræða skipti miklu eða mjög miklu máli en 77,3% kvenna. Þá var spurt hversu vel eða illa höfðar tónlistin til þín í almennri guðsþjónustu? Þar kom fram að 67,9% segja að hún höfði frekar vel eða mjög vel til sín. Hér sjáum við aftur mun á konum og körlum, hún höfðar betur til kvenna, 71,6% , en karla 63,7% og betur til eldri aldurshópa. Af aldrinum 18-24 ára segja 17,3% að tónlistin höfði mjög vel til sín og 40.9% segja frekar vel. Þegar komið er upp í aldurinn 55 - 75 ára segja 53,7% að tónlistin höfði mjög vel til sín og 36,2% frekar vel. Ekki var munur á svörum hvað varðar búsetu. Það var greinilegt að tónlistin höfðaði minna til þeirra sem aldrei fara í messu, þar sögðu 55,3% frekar vel eða mjög vel en 78,6% fylltu þennan hóp meðal þeirra sem fara mánaðarlega eða oftar í messu. Að lokum langar mig að líta á þann hóp sem segist aldrei fara í messu en virðist þó þokkalega sáttur við hana. Hann var spurður sérstaklega hvers vegna hann sækti aldrei almenna guðsþjónustu. Nefna mátti fleira en eitt og voru svörin opin. Hlutfallstölur voru svo reiknaðar út frá fjölda þeirra sem tóku afstöðu. Af einstökum liðum má nefna að 14.1 % sega að þeim finnist messur leiðinlegar eða langdregnar. Ámóta stór hópur segist ekki hafa áhuga og aðeins færri hafa ekki tíma. Allmargir segjast ekki vera trúaðir (9,3%) eða ekki mjög eða ekki nógu trúaðir (6,1%), 5,8% hefur ekki þörf fyrir að fara í messu og 5.1% hefur annað við tímann að gera. Svörin voru miklu fleiri en minni prósentur af heild. Eflum samfélagið innan kirkjunnar Samfélag í trú og gleði þýðir að við viljum efla það sam- félag sem við höfum innan kirkjunnar. Það þýðir bæði að við viljum bæta samveru okkar og fá fleiri í hópinn. Nú vitum við öll að aðstæður eru mismunandi eftir sókn- um og prestaköllum og þess vegna hljóta tæki til að efla samfélagið að vera misvirk á hverjum stað. Þess vegna hlýtur það alltaf að vera undir sóknum á hverjum stað kom- ið hvað gert verður. Mér fannst merkilegt þegar litið var á Gallup könnunina að upplifun af messu er almennt góð. Samt kemur fólk ekki. Af hverju? Mig langar að varpa þeirri spurningu fram fyrir hvern og einn að svara en jafnframt reyna að svara sjálf. Ég held að fólk komi ef það hefur hlutverk. Fólk sæk- ir samfélag þar sem það á erindi. í kirkjunni er það gjarnan þannig að fámennur hópur sér um allt er varðar helgihaldið. Er hægt að fjölga hlutverkun- um og virkja fleiri? Stefna Þjóðkirkjunnar sem var samþykkt á Kirkjuþingi í október sl. hefur nú verið gefin út í vinnuskjali sem verður sent út í sóknir í júní. Stundum er spurt hver eigi að fram- kvæma stefnuna sem búið sé að samþykkja. Svarið er: það gerum við öll sem störfum innan kirkjunnar. Nú er komið að okkur að skoða samþykkta stefnu vel og áhersl- ur næstu ára og velta því fyrir okkur hvernig við getum unnið að henni í eigin söfnuði. Könnunin var símakönnun. Upphaflegt úrtak var 1500 manns, endanlegt úrtak 1428. Af þeim svöruðu 862. Svar- hlutfall var 60,4%. Þátttakendum í könnuninni var sent bréf þar sem mikil- vægi hennar var rakið. Samt var svarhlutfall lágt. Hætta gæti verið á því að þeir sem séu jákvæðir gagnvart trú og trúmál- um hafi fremur tekið þátt en hinir og er rétt að hafa þann fyr- irvara. Af þeim sem tóku þátt voru 88,6% í Þjóðkirkjunni. Adda Steina Björnsdóttir

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.