Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 11

Víðförli - 01.06.2004, Blaðsíða 11
JUNI 2004 VIÐFORLI 11 Heilræði fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í barna- og unglingastarfi kirkjunnar í starfi með börnum og unglingum skiptir máli hver að- búnaður starfsins er, skipulag þess og starfsfólkið sem þar starfar. Skipulag starfsins hvílir að mestu á leiðtogunum, þ.e. að starfið sé markvisst, skipulagt og þar sé unnið eft- ir settum reglum. Það skiptir máli að leiðtogi nái til barn- anna og unglinganna sem hann starfar með og geti mynd- að tengsl við þau. Mikilvægi starfsmanns í starfi með börn- um og unglingum er ótvírætt, því er mikilvægt að starfsfólk í barna- og unglingastarfi kirkjunnarfá stuðning, vandað sé að vali þess og hugað sé að velferð þess í starfinu. í heilræðum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í kristilegu barna- og unglingastarfi sem samráðsnefnd fræðslusviðs Biskupsstofu, KFUM og KFUK, ÆSKR og æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis tók saman er að finna gagnleg ráð um hvað þarf að hafa í huga og til hvers er ætlast af þeim sem starfa með börnum og unglingum í kristilegu starfi. Auk þessa er verið að vinna að siðareglum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða, en drög að siðareglunum er hægt að finna á www.kirkjan.is/kirkjustarf undir unglingastarf. Fleilræðin og siðareglurnar eru þó gagnleg fyrir allt starfsfólk kirkjunnar og KFUM og KFUK sem kemur að starfi með börnum og ung- lingum með einum eða öðrum hætti. Á kirkjustarfsvef kirkjan.is undir unglingastarf má einnig finna umsóknarblað fyrir starf í barna- og unglingastarfi, en umsóknarblaðið er hugsað fyrir söfnuði kirkjunnar þegar þeir ráða starfsfólk. í umsóknarblaðinu er gefinn möguleiki á því að söfnuður nýti sér ákvæði laga um að yfirmenn tóm- stundastarfsemi eigi rétt á að fá upplýsingar úr sakaskrá um hvort umsækjandi hafi gerst sekur um kynferðisafbrot. Stefán Már Gunnlaugsson Hafðu í huga í starfi með börnum og unglingum að ... • bera ætíð virðingu fyrir þeim sem þú starfar með og láta þér annt um velferð og líðan þeirra. • þú ert í föruneyti barnsins eða unglingsins á leið þess að því að verða fullvaxta manneskja. Að þú ert sam- ferða og það felur ekki í sér að vita alltaf betur eða geta meira, heldur hlusta og vera nálægur. • þú ert eldri, berð ábyrgð og ert fyrirmynd. Vertu þú sjálf/ur og vertu samkvæmur sjálfri/um þér. • gefa af þér, en gættu að hvar mörkin liggja. Að gefa af sér merkir ekki að starfsmaður deili vandamálum sínum með börnum og unglingum í starfi. • hafa skopskyn getur haft mikið að segja í starfi, en það má aldrei vera gróft, tvírætt eða niðrandi fyrir aðra. • í samskiptum við börn og unglinga hefur þú sterkari stöðu en börnin og unglingarnir sem þú vinnur með. Varastu að misnota þér þá stöðu. • það er ekki góð hugmynd að sjá ein/n um samverur með börnum eða unglingum eða fara ein/n með hóp í ferðalag. Flafðu vit fyrir yfirmönnum þínum ef þeir ætla að senda þig eina/n. • krakkarnir vilja að þú sért sá fullorðni, en um leið hlustaðu á þau og taktu þátt í því sem þau eru að gera. Taktu virkan þátt í þeirri dagskrá sem er í boði og sýndu henni áhuga. • vera ekki ein/n með barni eða unglingi. Ef barn eða unglingur vill tala við þig einslega, gættu þess þá að aðrir starfsmenn viti af því og að einhver sé nærri. Starfsmaður ætti ekki að aka börnum heim úr starfi nema með vitneskju foreldra. • eiga gott samstarf við foreldra og forráðamenn og upplýsa þá um starfið og það sem þar fer fram. • snerting er stundum viðeigandi en hún getur auð- veldlega misskilist. Stundum er betra að standa fyrir utan leiki sem fela í sér mikla snertingu. • vera vel undirbúin/n fyrir samverur. Krakkarnir sjá fljótt ef þú ert óundirbúin(n). Helgihaldið er mikilvæg- ur þáttur í starfinu og oft þarf að laga það að þeim hópi sem þú ert með. Mundu að það sem barnið upplifir og lærir í samræðum skilar meiru en langar orðræður. • þekkja og virða takmörk þín, og leita þér hjálpar ef illa gengur. Margt getur komið uppá í starfinu sem krefst mikils af þér. Hikaðu ekki við að leita ráða hjá þeim sem þú treystir. • sjaldnast fáum við að velja samstarfsfólkið okkar. Lykillinn að góðu samstarfi er að ræða þau vandamál sem upp koma og vera tilbúin/n að líta í eigin barm. Varastu að ræða málefni annarra starfsmanna við þátttakendur. • þú ert aldrei ein/n á ferð, Jesús er alltaf með í för. Mundu eftir því að þú og Guð þurfið tíma saman. Mundu eftir að biðja fyrir starfinu og vera í samfélagi við annað trúað fólk.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.