Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 12

Tónamál - 01.11.1981, Blaðsíða 12
Nýir kjarasamningar KJARASAMNINGUR F.I.H. og Vinnuveitendasambands íslandsf.h. Sambands veitinga- og gisdhúsaeigenda frá 17. nóvember 1980. 1. GREIN A. Tímakaup hljómlistarmanna skal fundir á eftirfarandi hátt: Viðmiðunarlaun í september 1980 kr. 433-576. Tímakaup = (433.576 -4- 173,33) X 1,8 = kr. 4.502. Æfingargjald —(4502^ —R8J _ ^qq kr pr greyjaklst. B. Lágmarksgrunnlaun hljómlistarmanna, sem hafa tryggð laun fyrir 17 klst. ákveðna daga í viku, skulu vera 76.534 á viku. Ef hljómlistarmanni er tryggð styttri vinnaen 17 klst. á viku, skulu lágmarkslaun vera hlutfallsleg. C. Lágmarksgrunnlaun fyrir lausavinnu og aukavinnu umfram tryggðan vinnustundafjölda, skal vera kr. 4.502 á klst. til kl. 01.00 e. m., en eftir þann tíma greiðist 100% álag. D. Æfingargjald er kr. 500,- fyrir hverja greidda klukku- stund. Það greiðist þó aldrei fyrir meira en 25 klst. á viku. E. Á launaupphæðir sem í samkomulagi þessu greinir greiðast verðbætur frá og með 1. desember 1980 skv. ákvæðum laga nr. 13/1979. F. Laun hljómsveitarstjóra, svo og þeirra hljómlistarmanna, sem leika einir, skal vera 50% hærra en kaup annarra hljómlistarmanna. G. Veitingamaður greiði hverjum hljómlistarmanni vegna fatakostnaðar 3% af launum skv. B, C og D eða láti honum í té einn fatnað á ári. H. Orlof verði 8,33%, en 9,5% hjá þeim, sem unnið hafa 1 ár eða lengur að hljómlistarstörfum, og 10% hjá þeim, sem unnið hafa 3 ár eða lengur hjá sama vinnuveitanda. Sá sem öðlast hefir rétt til 10% orlofs, glatar honum ekki þótt hann skipti um vinnustað. I. Verkfærapeningar reiknist 14% á laun skv. B, C og D. J. Meðlimir S.V.G. greiði í Lífeyrissjóð F.Í.H. 6% af launum hljómlistarmanna og dragi 4% af launum hans gegn kvitt- un í hvert sinn sem laun eru greidd. Fénu skal skilað mánaðarlega á skrifstofu F.Í.H., Laufásvegi 40. Greiðsla í lífeyrissjóð vegna þeirra manna, er hafa tryggða 17 klst. vinnu á viku, miðast þó aðeins við fastalaun. K. Hljómlistarmaður sem vinnur í einn mánuð á sama stað skal hafa eins mánaðar uppsagnarfrest miðað við mánaða- mót, nema um sé að ræða skriflegan ráðningarsamning til ákveðins tíma. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur. Áunnin réttindi skulu haldast verði um endurráðningu að ræða innan eins árs. 12 L. Meðlimir S.V.G. greiði 1% í Sjúkrasjóð F.Í.H., og 0,25% í Orlofsheimilasjóð F.Í.H. af öllu kaupi, samkvæmt ut- reikningi skattstofu í viðkomandi umdæmi. M. Lausráðnir hljómlistarmenn, sem aðeins eru ráðnir 1 eða 2 kvöld í senn skulu fá greiddan kostnað vegna flutnings a hljóðfærum. Greiðsla þessi skal vera 10% af launum og greiðist eigi fyrir þann hluta ráðningarinnar sem er umfram 12 stundir. Hafi hljómsveit sérstakan ökumann til flutn- ings á hljóðfærum renna greiðslur þessar til hans og færást honum til tekna. N. Sé við ráðningu lausráðinnar popphljómsveitar tekið fram, að aðstoðarmaður fylgi henni, skal við sundurliðun reikn- ings við það miðað, að laun aðsroðarmannsins séu 70% af launum hljómlistarmanna skv. B, C og D. O. Greiðslum vegna aksturs, svo og verkfærapeningum, verði við framtal til skatts ekki blandað saman við vinnulaun, heldur skulu greiðslur þessar tíundaðar sérstaklega á þar til gerðum reitum launamiðanna. 2. GREIN Kvaðning til vinnu skal aldrei reiknast seinna en kl. 21.00. Kvaðning á föstudögum, laugardögum og sunnudögum skal þó reiknast frá kl. 20.00 og einnig á fimmtudögum hjá þeim veitingahúsum, sem hafa aðeins opið til kl. 23-30. Fyrir kvaðningu greiðaSt minnst 2 1/2 klst. Lágmarkskvaðning á laugardögum skal þó minnst vera 5 stundir. 3. GREIN A eftirtöldum dögum greiðist öll vinna með 25% álagi: Nýárs- dag, skírdag, páskadag, 2. í páskum, sumardaginn fyrsta, uppstigningardag, 1. maí, hvítasunnudag, 2. í hvítasunnu, jóladag og 2. í jólum. 4. GREIN A gamlárskvöld og 17. júní reiknast öll vinna 100% hærri en almennt tímakaup, svo og öll vinna eftir kl. 01.00 á miðnætu hvern dag. 5. GREIN Fyrir endurvarp á tónlist frá samkomustað til notkunar utan húss eða í öðrum salarkynnum, þar sem óviðkomandi samkoma fer fram, greiðist 25% aukagjald. 6. GREIN Hljómsveitum starfandi hjá meðlimum S.V.G. ber að skila eðlilegum æfingum vegna starfs síns. Fyrir aukaæfingar ber að TÓNAMÁL

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.