Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Þrír nýir kjara- samningar Viðræðunefnd Kennarasambands Íslands tók til starfa á vor- mánuðum 2019. Hún er skipuð formönnum Félags grunnskóla- kennara, Félags leikskólakennara, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags stjórnenda leikskóla, Skóla- stjórafélags Íslands, formanni KÍ og hagfræðingi KÍ. Á vettvangi viðræðunefndarinnar eru tekin fyrir sameiginleg hagsmunamál áðurnefndra félaga og þau rædd við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Rúmlega ári síðar, eða í júlí 2020, urðu þau tímamót að þrjú félög kláruðu sína samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga og tvö félög framlengdu viðræðu- áætlanir til 1. október 2020. Félag leikskólakennara skrifaði undir samning sem gildir til 31. desember 2021. Í samn- ingnum er sérstök áhersla lögð á faglegt starf og undirbúning þess. Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir jafnlanga samninga sem fela m.a. í sér samræmingu á kjaramálum félaganna og nýtt mat á starfsreynslu. Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum endurnýjuðu viðræðuáætlanir sínar og eru viðræður í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Eins eru samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í viðræðum við ríkið, en þeirra samningar renna út 31. desember 2020. Félag grunnskóla- kennara og Félag kennara og stjórn- enda í tónlistarskól- um endurnýjuðu viðræðuáætlanir sínar og eru viðræður í full- um gangi. Gjörbreytt vinnuaðstaða í nýjum húsakynnum Þau tímamót urðu snemma árs að Kennarasambandið yfirgaf gamla Kennarahúsið við Laufásveg og færði starfsemina í Borgartún 30, sjöttu hæð. Skrifstofa KÍ var opnuð á nýjum stað að morgni 3. febrúar síðast- liðinn. Þar með lauk nærfellt 30 ára dvöl kennarasamtakanna í gamla Kennarahúsinu. Það má með sanni segja að vinnuumhverfi starfsfólks og kjörinna fulltrúa hafi gjörbreyst á einni nóttu. Nú er starfsemin á einni hæð og vinnuaðstaða öll í samræmi við nútímakröfur. Fyrirkomulag er með þeim hætti að starfsfólk á ekki sinn fasta stað heldur velur sér vinnusvæði í upphafi hvers dags. Aðstaða fyrir félagsmenn hefur um leið tekið stakka- skiptum. Ekki einasta er nú aðgengi fyrir fatlaða félagsmenn en því var vart að heilsa í gamla Kennarahúsinu. Aðstaða til funda er jafnframt mun betri; fleiri fundarherbergi en áður og vel tækjum búin. Þá er hæðinni skipt í tvennt þannig að vinnusvæði starfsfólks er afmarkað sérstaklega og hins vegar er opið svæði með fundaaðstöðu og opnu svæði fyrir félagsmenn. Til stóð að hafa opið hús fyrir félagsmenn á vordögum en af því gat ekki orðið vegna COVID-19. Fjöldi félagsmanna hefur þótt heimsótt Borgartúnið í hinum ýmsu erindagjörðum. Þegar um hægist í heimsfaraldri standa vonir til að hægt verði að bjóða félagsmönnum í heim- sókn. Þröstur Brynjarsson, þjónustufulltrúi á félagssviði, Ásta Eiríksdóttir, gjaldkeri sjóða, Elísabet Vignir, þjónustu- fulltrúi sjóða, Hannes K. Þorsteinsson skrifstofustjóri, Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélagsins, Dagný Jónsdóttir, sérfræðingur á útgáfusviði, Steinunn Inga Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá FF (nú skóla- meistari FVA) , Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum, og Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í vinnumati hjá Félagi framhaldsskólakennara. Kennararáð tók til starfa í sumar Nýskipað Kennararáð hóf störf í júní 2020. Kennararáð er skipað ellefu fulltrúum og þar af eru þrír frá Kennarasambandi Íslands – Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG. Varamenn af hálfu KÍ eru Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF, og Þorsteinn Sæberg, formaður SÍ. Skipað er í ráðið samkvæmt ákvæði laga 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Samkvæmt laganna bókstaf er hinu nýja Kennararáði falið víðtækt hlutverk; svo sem að veita ráðherra ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun hæfniramma fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Þá er Kennararáði ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun kennara og skólastjórnenda, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum og auk þess að veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu sem og að efla vitund almennings um mikilvægi kennarastarfsins. Kennarasamband Íslands væntir mikils af starfi Kennararáðsins og bindur vonir við að það verði öflugur vettvangur til að standa vörð um fagmennsku og gæði í skólasamfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.