Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 7
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 7 Fréttir / KENNARASAMBANDIÐ Helstu atriði í kjarasamningum félaganna þriggja Skólastjórafélag Íslands Kjarasamningur SÍ gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desem- ber 2021. Launabreytingar eru samkvæmt lífskjara- samningi og hafa áhrif á launatöflur 1. janúar 2020, 1. apríl 2020 og 1. janúar 2021. Þá er í samningnum kveðið á um 30 daga orlof fyrir alla. Þann 1. ágúst sl. urðu breytingar á mati á starfsreynslu auk þess sem deildarstjórar og starfsmenn skólaskrifstofa voru færðir inn í launatöflu skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra. Einnig voru gerðar breytingar á röðun og kennsluskyldu deildar- stjóra þann 1. ágúst 2020. Markmið þessara breytinga er ekki síst það að ýta undir að yngra fólk komi inn í stéttina. Mikilvægt skref var stig- ið þegar ákveðin sátt náðist um skilgreiningu á fast- launasamningi skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Félag stjórnenda leikskóla Gildistími kjarasamnings FSL er til 31. desember 2021 og eru launa- hækkanir samkvæmt lífskjarasamn- ingi. Samningurinn er afturvirkur, eingreiðsla í nóvember 2019 fyrir tímabilið ágúst til og með desember 2019 og uppgjör var í september fyrir janúar til og með ágúst 2020. Öllum félagsmönnum FSL er nú varpað yfir í sameiginlega launatöflu FSL og SÍ. Stytting vinnuvikunnar verður útfærð hjá stofnunum og sveitarfélögum. Í samningnum er kveðið á um 30 daga orlof fyrir alla óháð aldri. Kennslureynsla allt að 10 árum er metin með sama hætti og ef um stjórnunarreynslu væri að ræða. Sama á við um reynslu starfsmanna skólaskrifstofu. Tekið er skref í átt að jafnræði við kennarafélögin og bætt við einum launaflokki til viðbótar vegna 15 ára reynslu og við bætist einnig einn launaflokkur fyrir 20 ára reynslu sem var ekki áður. Mat á menntun breytist í persónuálag og fyrir hverjar 30 ECTS einingar um- fram grunnnám til B.Ed. prófs fær félagsmaður FSL 2% persónuálag. Bókun 3 var gerð um launa- þróunartryggingu og stefnt að því að semja um hana fyrir tímabilið 2019 til 2022. Bókun 4 var gerð um fast- launasamning og eru samningsaðilar sammála um að fastlaunasamningur nái ekki til óhefðbundinna starfa. Þann 1. ágúst sl. urðu breytingar á mati á starfsreynslu auk þess sem deildarstjórar og starfs- menn skólaskrifstofa voru færð- ir inn í launatöflu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Kennslureynsla allt að 10 árum er metin með sama hætti og ef um stjórnunar- reynslu væri að ræða. Félag leikskólakennara Kjarasamningur FL gildir til 31. desember 2021 og eru launa- hækkanir samkvæmt lífskjara- samningi. Tímabilið frá 1. júlí 2019 til dagsins í dag var gert upp afturvirkt. Helstu breytingar eru þær að öll starfsreynsla í leikskóla verður metin hjá leikskólakennur- um/kennurum og þeim sem hafa leikskólafræði á bak við sitt nám, líka starfsreynsla sem ófaglærður starfsmaður í leikskóla. Þá verður launasetning starfsmanna með annað háskólapróf en leik- skólafræði samræmd við önnur félög sem semja fyrir sömu störf. Margra ára baráttumál félagsins er loks í höfn þar sem undirbúningstími leikskóla- kennara verður að lágmarki 7 tímar á viku og undirbúningstími deildarstjóra að lágmarki 10 tímar á viku miðað við fullt starf. Skýrari og betri rammi er settur um fyrirkomulag undirbúningstíma. Eingöngu verður hægt að færa hann til innan vinnuvikunnar. Sé því ekki við komið er undirbún- ingur sem mögulega fellur niður innan vikunnar greiddur sem yfirvinna enda eykst vikulegt/ daglegt vinnuframlag. Í kjara- samningnum er hvatt til þess að horft sé til sveigjanleika um hvort undirbúningur starfsmanna geti farið fram utan vinnustaðar. Varðandi styttingu vinnu- vikunnar verða ýmsir möguleikar skoðaðir og eiga útfærsl ur að liggja fyrir þann 1. október 2020 og munu félagsmenn fá að greiða atkvæði um útfærslurnar sem taka gildi 1. janúar 2021. Þá er í samningnum kveðið á um 30 daga orlof fyrir alla. Margra ára baráttu mál loks í höfn: Undirbúnings- tími leikskóla- kennara verður að lágmarki 7 tímar á viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.