Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Flokka, fræða og fylgja grænum skrefum Sameiginleg viljayfirlýsing Stöndum vörð um skólastarf Umhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja verða leiðarljós samvinnu Kennarasambands Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Grunns, félags fræðslu- stjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, í skólastarfi á tímum COVID-19. Undirritun þess efnis fór fram í Hörpu þann 20. ágúst síðastliðinn og voru allir aðilar sammála um mikilvægi þess að skólastarf fari fram með eins hefðbundnum hætti og frekast er unnt. „Á síðasta skólaári var gripið til markvissra aðgerða svo skólastarf raskaðist sem allra minnst. Samstaða skólafólks og lausnamiðuð viðhorf einkenndu þær aðgerðir og skiluðu þær góðum árangri, sem er hvatning inn í nýtt skólaár,“ segir í yfirlýsingunni. Reynslan frá liðnu vori er dýrmæt og það er markmið allra að bregðast hratt við þróun mála, nýjum upplýsingum og aðstæðum hverju sinni. Hugsað verður í lausnum og tryggt að nemendur hafi viðeigandi aðstöðu og stuðning til að stunda nám sitt og starfsskilyrði í skólum séu eins og best verður á kosið hverju sinni. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að mikilvægt sé að samfélagið allt leggist á sveif með skólum landsins og standi vörð um skólastarf. Jafnréttisnefnd segir  X ...að hinn 6. júní 2019 tóku gildi lög um kynrænt sjálfræði einstaklinga. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og fá það skráð í þjóðskrá. Ef einstaklingur skilgreinir sig hvorki karl né konu fær hann kynskráninguna X í þjóðskrá.  X ... að félagsfólk Kennarasambands Íslands sé þverskurður samfé- lagsins alls svo ætla megi að þessar breytingar hjá þjóðskránni hafi áhrif á félagatal KÍ.  X ...að þjóðskrá hafi 18 mánuði frá gildistöku laganna til að aðlaga skráningarkerfi sitt að breytingunni og það sama gildi um alla aðra. Jafn- réttisnefnd hvetur stjórn KÍ til að breyta félagaskrá sinni í takt við lögin.  X ...að breyta þurfi jafnréttisstefnu og -áætlun KÍ sem og kynjabókhaldi í samræmi við lögin. Markmið KÍ í umhverfismálum „ Fylgja Grænum skrefum. „ Velja umhverfismerktar vörur og þjónustu í innkaupum umfram aðrar. „ Lágmarka neikvæð umhverfisáhrif vegna notkunar samgöngutækja á vegum KÍ. „ Lágmarka notkun á hráefnum og orku. „ Færa grænt bókhald. „ Flokka og skila endurnýtanlegum úrgangi. „ Fræða starfsfólk um umhverfismál og auka innra um- hverfisstarf. „ Hvetja starfsfólk til að tileinka sér vistvænan lífsstíl. Kennarasamband Íslands hefur sett sér umhverfisstefnu og vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þetta var tilkynnt á degi íslenskrar náttúru þann 16. september en Kennarasambandið mun gegna forystuhlutverki í fræðslu um um- hverfismál til aðildarfélaga sinna. Byggt verður á Grænum skref- um þar sem finna má árangursríka leið til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi Kennarasambandsins. Ertu með hugmynd? Ritstjórn Skólavörðunnar er alltaf á höttunum eftir góðu umfjöllunarefni sem tengist skóla- og mennta- málum. Endilega sendið okkur línu ef þið lumið á hugmynd að áhugaverðu efni sem við getum gert skil í blaðinu. Netfangið er utgafa@ki.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.