Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 10
10 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Nýr valkostur í kennaranámi Alls hófu 540 nemendur nám, í haust, á nýju MT-námsleiðunum (Master of Teaching) fyrir verðandi leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í þessum hópi eru um 200 nemendur sem voru í M.Ed námi en óskuðu eftir að færa sig yfir í MT-námið. Um sjötíu nýnemar skráðu sig til náms í MT við kennaradeild Háskólans á Akureyri nú í haust og þá mun stór hópur sem stundaði M.Ed nám í fyrravetur hafa fært sig yfir í MT-námsleiðina. Þá berast þær fregnir af Mennta- vísindasviði HÍ að þó nokkrir hafi snúið aftur í leikskóla- og grunnskóla- kennaranám eftir hlé. Þessi hópur hyggst ljúka MT-gráðu. En hvað felst í MT-gráðu? Þessi nýja námsleið er ein af þeim breyting- um sem var innleidd þegar ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi árið 2019. Þá var það gert mögulegt að hægt væri að ljúka kennaranámi með því að taka kennslufræðileg námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknar- ritgerð. Samkvæmt lögum fá þessir nemendur gráðuna MT en þess ber að geta að þessi prófgráða veitir ekki rétt til að hefja doktorsnám. MT-námsleiðin býður nemendum að sérhæfa sig meira en áður; svo sem í kennslu yngri barna eða ákveðinni námsgrein. MT-gráðan uppfyllir skilyrði fyrir því að fá leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari. Ljóst er að þessi nýja námsleið fer vel af stað ef horft er á aðsókn í Háskól- anum á Akureyri og Háskóla Íslands. MT-gráða í kennaranámi 540 hófu nám á nýjum MT- námsleiðum í haust. Mynd: Kristinn Ingvarsson, Háskóla Íslands. Námskeið að hausti falla niður Ekki verður efnt til námskeiða fyrir trúnaðarmenn KÍ í haust eins og venja hefur verið mörg undanfarin ár. Ástæð- an er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þess í stað verður efni fyrir trún- aðarmenn yfirfarið og betrumbætt á vef KÍ. Standa vonir til að þær umbætur nýtist ekki bara trúnaðarmönnum heldur öllum félagsmönnum. Merkileg skýrsla kynnt Kjaratölfræðinefnd kynnti sína fyrstu skýrslu, Samningalotan 2019-2020, á dögunum. Fjallað er um efnahags- mál, umgjörð kjarasamninga, gerða kjarasamninga í yfirstandandi lotu og mælingar Hagstofunnar á launaþróun. Aðild að kjaratölfræðinefnd eiga forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Samband íslenskra sveitarfélaga, SA og Hagstofa Íslands. Fulltrúi KÍ er Oddur S. Jakobsson hagfræðingur. Auðvelt er að nálgast skýrsluna á vef KÍ. Aukaþing í nóvember Kennarasamband Íslands hefur boðað til aukaþings sem fram fer dagana 26. og 27. nóvember. Sökum óvissu í þjóðfélaginu vegna COVID-19 verður aukaþingið rafrænt og þingfulltrúar munu taka þátt í störfum þingsins á netinu. Ekki verður um staðbundna viðburði að ræða. Ástæða þess að efnt er til auka- þings er samþykkt frá 7. þingi KÍ sem fram fór í apríl 2018. „Boða skal til aukaþings árið 2020 sem hefur heimild til lagabreytinga sem geta öðlast gildi skv. ákvörðun aukaþingsins,“ segir í bráðabirgðaákvæði síðasta þings. Þingsetning verður klukkan 13 fimmtudaginn 26. nóvember og er áformað að þinginu ljúki klukkan 17 daginn eftir, eða þann 27. nóvember. Aukaþingið verður kynnt nánar á vef KÍ þegar nær dregur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.