Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 UMFJÖLLUN / Kórónuveirufaraldur verkefnum, svo sem sótthreinsun, þurfti að sinna, starfsmenn unnu að undirbúningi heima við og þar fram eftir götunum. Hún sagði jafnframt mikilvægt fyrir alla starfsmenn að njóta stuðnings næsta yfirmanns þegar svona ástand gengur yfir. Virkni nemenda Virkni nemenda í kófinu var heiti erindis sem Unnar Þór Bachmann, framhaldsskólakennari við Fjölbrauta- skólann við Ármúla (FÁ), flutti en þar greindi hann frá frumniðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á vorönn í FÁ. Unnar Þór hlaut styrk úr Rann- sóknasjóði KÍ til að gera rannsóknina. Unnar sagði hugmyndina að rannsókninni hafa verið að skoða viðburðaskrár allra nemenda í dagskóla í Moodle tímabilinu frá 16. mars til 15. maí. Skoðaðir voru þrír áfangar auk fjarnáms. Meðal þess sem Unnar skoðaði var virkni nemenda; hvenær fóru þeir í Moodle, hvað voru þeir að gera og hvað voru þeir lengi. Þess var, að sögn Unnars, gætt vel að fara að persónuverndarlögum við meðhöndlun upplýsinganna. Greina mátti breytingu á umferð nemenda en þeir voru meira inni á kvöldin en fyrir COVID-19, en þó var ekki mikið um næturtraffík. Þá kom fram fylgni virkni og árangurs; þ.e. þeir nemendur sem voru virkastir í Moodle fengu betri einkunnir. Þá sagði Unnar að fram hefði komið áhættuþáttur sem lýsir sér í því að ef nemandi kemur ekki inn í tvær vikur eða meira, þá er líklegt að hann sé alveg farinn. „Ég hefði viljað taka meira markvisst á þessu og myndi ekki bíða lengur en viku með að hafa samband við nemanda sem er óvirkur.“ Það verður spennandi að sjá frekari niðurstöður úr þessari rannsókn Unnars og verða þær vafalaust kynntar áður en langt um líður. Stöndum vörð um menntakerfið Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, hélt stutt ávarp á málþinginu. Hann hóf ræðu sína á að tala um óvissuna og þá staðreynd að faraldurinn hefur aftur náð sér á strik. „Það er hrollvekjandi til þess að hugsa að heimsbyggðin þurfi að lifa með veirunni um ókomin ár.“ Þá greindi Ragnar frá yfirlýsingu sem hann hafði skrifað undir fyrr um daginn fyrir hönd KÍ. Í henni er skorað á yfirvöld að standa vörð um menntakerfið. Auk KÍ stóðu mennta- málaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag fræðslustjóra að yfirlýsingunni. „Við hétum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að ákvarðanataka í mennta- málum byggist ávallt á bestu fáanlegum upplýsingum. Þannig vinnum við kennarar, við vinnum saman, við vinnum af hreinskilni og við þurfum oft að bregðast hratt við,“ sagði Ragnar Þór meðal annars í ræðu sinni. Við hvetjum félagsfólk KÍ til að horfa á málþingið. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á vef KÍ. 4. maí Skrifstofa KÍ opnuð á nýjan leik. Samkomubann í þjóðfélaginu miðast við 50 manns og tveggja metra reglan er í gildi. Hefðbundið skólastarf hefst í leik- og grunnskólum. Framhaldsskólar opnaðir með takmörkunum; fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 20 í 50. Áfram gildir tveggja metra regla. 20. ágúst KÍ efnir til málþings um skólahald og COVID-19. Fyrsta beina netútsending úr húsakynnum KÍ. KÍ ásamt menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Grunni, félagi fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, senda frá sér viljayfirlýsingu þar sem meðal annars kemur fram að mikilvægt sé að skólasamfélagið allt leggist á sveif með skólum landsins og standi vörð um skólastarf. 30. júní Menntamála- ráðuneytið auglýsir eftir sögum í bók um skólahald og COVID-19. 13. ágúst Eins metra regla tekur gildi í framhaldsskól- um. Engin nálægðar- mörk eru þegar kemur að börnum fæddum 2005 eða síðar. 25. ágúst Lagt til að notaðar séu grímur þar sem eins metra reglu verður ekki við komið – svo sem í verknámi í framhaldsskólum. 21. september Grímuskylda í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Málþingið var haldið í húsakynn- um Kennarasam- bandsins. Einungis framsögumenn voru í salnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.