Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 25
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 25 Könnunaraðferðin / LEIKSKÓLI V ið fundum strax í byrjun árs að krakkarnir höfðu mikinn áhuga á eldfjöllum og við ákváðum að fylgja því eftir,“ segir Helga Lotta Reyn-isdóttir leikskólakennari í Leikskóla Seltjarness, um tilurð verkefnisins Eldurinn í jörðinni sem ekki aðeins fól í sér mikinn fróðleik fyrir börnin á deildinni Eiði heldur rataði afraksturinn, sem fyrr segir, fyrir almannaaugu á glæsilegri sýningu í Norræna húsinu. Helga hélt utan um eldfjallaverkefnið, ásamt samstarfs- fólki á deildinni Eiði. Hún segir verkefnið til komið vegna þess að í Leikskóla Seltjarnarness er unnið með frumefnin; jörð eld, loft og vatn. Þegar árið 2020 gekk í garð var komið að jörðinni. „Við byrjuðum að velta jörðinni fyrir okkur og krakkarnir komu strax með margar góðar hugmyndir. Um- ræðan spannst svo áfram á þann veg að þau fóru að velta fyrir sér eldfjöllum; bæði eldfjöllunum okkar hér á landi og líka úti í heimi,“ segir Helga um fyrstu skrefin í verkefninu. Þekkingarleitin í fyrirrúmi Könnunaraðferðin er í hávegum höfð í leikskólanum og segir Helga að þegar krakkarnir á Eiði hófu að færa umræðuna um jörðina yfir á svið eldsumbrota og jarðhræringa hafi verið ákveðið að fylgja því eftir. „Við skynjuðum áhuga þeirra og ekki leið langur tími þar til hópurinn var farinn að sökkva sér í alls kyns pælingar um eldgos og eldfjöll. Könnunaraðferðin byggir meðal annars á því að grípa hugmyndir barnanna, hjálpa þeim að þróa þær áfram, í gegnum verkefni og með vettvangsferðum,“ segir Helga og bætir við að verkefnið hafi frá upphafi verið samvinnuverkefni þar sem þekkingarleit barnanna var í fyrirrúmi. Hvað verður um dýrin í eldgosi? Börnin á Eiði í Leikskóla Seltjarnarness tóku þátt í Hönnunarmars sem fram fór í sumar. Þau eru fyrstu leikskólabörnin sem verða þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í þessari hönnunarhátíð. Sýningargripir barnanna voru sérlega glæsilegir, sautján hangandi jarðarkringlur, fagurlega skreyttar eldfjöllum og ýmsu öðru. Börnin á Eiði í Leikskóla Sel- tjarnarness með jarðirnar sem þau bjuggu til sjálf. Mynd: Anton Brink
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.