Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 33
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 33 Ljósmyndun / TÆKNI Borgþór Arngrímsson skrifar H öfundur þessa pistils var um árabil framhalds-skólakennari og spurði einhverju sinni (árið 1985 eða 1986) hóp nemenda hvenær þeir héldu að fyrsta ljósmyndin hefði verið tekin. Eftir nokkra þögn sagði einn „það hlýtur að hafa verið sautjánhundruð og súrkál“. Undir þetta tóku fleiri og sögðust oft hafa séð eldgamlar myndir af einhverju fólki, alvarlegu á svip og í sparifötum. Kennarinn brá þá upp mynd (á glæru) og lét þau orð fylgja að þetta væri fyrsta ljósmynd sem tekin hefði verið í Danmörku og að líkindum á Norðurlöndum, tekin árið 1840. Nemendunum þótti ótrúlegt að ekki væri lengra síðan þetta gerðist. Í framhaldinu urðu miklar umræð- ur í bekknum og allir voru sammála um að tæknin hefði breyst ótrúlega mikið. Auglýsing frá árinu 1875 þar sem sjá mátti léttan og meðfærilegan ljós- myndabúnað fyrir farandljósmyndara (eins og það var orðað), sem hægt var að bera á bakinu, vakti mikla athygli. Búnaðurinn vó 75 kíló. Eins og áður sagði fór þessi kennslustund fram um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þá var sú tækni sem kannski er mesta bylting frá upphafi ljósmyndunar ekki komin fram. Stafræna tæknin og útlitsdýrkunin Þessi bylting er vitaskuld tilkoma staf- rænu tækninnar. Hún hafði í för með sér margháttaðar breytingar sem flestir þekkja. Stafrænan leysti ljósmynda- filmuna að langmestu leyti af hólmi og síðar urðu símar með innbyggðri myndavél svo enn ein byltingin. Með stafrænu tækninni gerðist það líka að skyndilega var hægt að „lagfæra“ myndir, nokkuð sem áður voru mjög takmarkaðir möguleikar á að gera. Dönsku skólamyndirnar Í Danmörku hefur það lengi tíðkast að taka svokallaðar skólamyndir, bæði hópmyndir af bekkjardeildum og sömuleiðis myndir af hverjum og einum. Nemendur fara þá í betri fötin áður en farið er til ljósmyndarans og myndirnar eru síðan settar í fjölskyldu- albúmið þar sem þær eru mikilvægur vitnisburður um útlit og klæðnað viðkomandi þegar smellt var af. Myndin sýnir viðkomandi eins og hann eða hún leit út á þeim tíma. Eða þannig var það. Með stafrænu tækninni komu nýir möguleikar á þessu sviði og nú var skyndilega hægt að breyta og „laga“ að vild. Blett á skyrtunni eða bólu á nefinu var einfaldlega hægt að fjarlægja, sama gilti um krumpu á kjólnum o.s.frv. „Leiðréttingamöguleikarnir“ voru næstum ótæmandi. Að fegra veruleikann Fyrir nokkrum árum fóru ljósmyndarar sem taka myndir af börnum í grunn- og leikskólum skyndilega að fá um það fyrirspurnir, einkum frá foreldrum, hvort ekki væri hægt laga myndirnar af afkvæmunum. Til dæmis að hvítta sjáanlegar tennur og rétta skakkar, fjarlægja bólur, lagfæra hárgreiðslu o.fl o.fl. Sálfræðingurinn Eva Steensig sem fréttamaður DR ræddi við kvaðst ekki undrandi á þessum tíðindum. „Allir vilja líta sem best út í augum annarra og það gildir ekki síst um myndirnar sem teknar eru í dag og verða framvegis vitnisburður um útlit okkar. Það velur enginn verstu myndina til að setja í albúmið. Hér áður völdum við bestu myndina og hún endaði í albúminu eða á fjölskyldumyndaveggnum. Nú er það ekki lengur spurning um að velja bestu myndina og láta þar við sitja. Nú veljum við bestu myndina og látum svo laga hana til, þannig að hún verði ennþá betri.“ Af hverju að breyta? Ástæður þessara „fegrunaraðgerða“ eru, að sögn nokkurra foreldra sem danska útvarpið DR ræddi við, fyrst og fremst óskir um að „litli gullmolinn“ (orðalag DR) þurfi ekki að skammast sín fyrir gula litinn á tönnunum eða úfna hárið þegar fjölskyldualbúminu verður flett síðar meir. Móðir sex ára drengs sagði að hún ætti erfitt með að útskýra af hverju hún hefði beðið um að eitt og annað yrði lagfært á mynd sem tekin var af honum stuttu eftir að hann byrjaði í skóla. Hún vildi til dæmis láta laga litinn á annarri framtönninni (barnatönn) sem var dekkri en hin. „Hann er ekkert að velta þessu fyrir sér núna en þegar hann verður eldri myndi hann örugglega spyrja hvort hann hafi virkilega verið svona, með þessa dökku framtönn“. Þegar fréttamaður spurði hvort hún væri óánægð með útlit sonar- ins svaraði hún því neitandi en bætti svo við: „ég er fyrrverandi fyrirsæta og vön því að til dæmis sé reynt að eyða og fela hrukkur á myndum sem birtast í tískutímaritum. Þess vegna finnst mér kannski ekkert að því að myndasmiður- inn fikti svolítið í útlitinu, til að lagfæra ýmislegt smávegis.“ Ljósmyndarar notfærðu sér tækn- ina Margir danskir ljósmyndarar sem taka myndir í skólum hafa óbeðnir breytt myndum af nemendum. Fréttamenn danska útvarpsins ræddu við þrjá ljósmyndara sem sögðu að eftir að foreldrar fóru að biðja um „lagfær- ingar“ hefðu þeir farið að gera þetta án þess að beðið væri um. „Maður velti þessu ekki sérstaklega fyrir sér, taldi bara að allir vildu að börnin litu sem best út á myndunum,“ sagði einn ljósmyndarinn. Foreldrar kvörtuðu yfir „breyttum“ börnum Ekki hafa þó allir foreldrar verið jafn hrifnir af þessu framtaki. Margir skólaljósmyndarar hafa fengið kvartanir þar sem fundið er að „lagfæringunum“. Faðir níu ára drengs sagði í kvörtunarbréfi sínu til ljós- myndastofunnar að hann hefði þurft að setja á sig gleraugun til að átta sig á því að þessi fullorðinslegi drengur á myndinni væri sonur hans. „Mér finnst að myndin eigi að sýna drenginn eins og hann lítur út þegar smellt er af en ekki eins og einhvern annan og eldri.“ Flestar kvartanir foreldra hafa verið í sama dúr, myndin eigi ekki að vera fegruð mynd af barninu. Í tengslum við umfjöllun danska útvarpsins var efnt til könnunar á vefsíðu útvarpsins. Þar var spurt hvort svarendur vildu að skólamyndir af börnum þeirra yrðu „lagfærðar“ eða ekki. Rúmlega 11 þús- und svöruðu og mikill meirihluti (93%) sagðist mótfallinn því að myndum væri breytt. Auglýsir óbreyttar myndir Fyrir skömmu tók til starfa í Dan- mörku ný ljósmyndastofa, Kontrafej. Eigandinn, Katrine Kjeldsen, er ekki nýgræðingur á þessu sviði því hún hefur um árabil starfað sem ljósmyndari og nýja stofan er aðili að samtökum skólaljósmyndara, Dansk Skolefoto. Kontrafej auglýsir að þar á bæ sé mynd- um ekki breytt og eigandinn segir að hún og starfsfólk stofunnar hafi ákveðið að rétt væri að stíga þetta skref. Hún segir að ákvörðunin mælist vel fyrir hjá foreldrum og kveðst þess fullviss að fleiri stofur fylgi í kjölfarið. Myndin frá 1840 er tekin á Ulfeldts-torgi í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.