Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 35
Vinnuumhverfi / KENNARINN Samskiptavandi getur einnig skap- ast vegna einstaklingsbundinna þátta. Ágreiningur verður þá persónulegur og getur tengst sjálfsmynd, sanngirni, trausti eða framkomu og/eða hegðun ákveðinna einstaklinga. Faglegur ágreiningur er algengur á vinnustöðum og er oft af hinu góða ef unnið er mark- visst úr honum en getur einnig sprottið upp þar sem verkefni og/eða hlutverk eru illa skilgreind. Einnig skiptir máli að almenn umræða um fagmennsku og stefnu skóla sé meðal kennara svo koma megi í veg fyrir faglegan ágreining milli einstaklinga. Algengur samskiptavandi Mikilvægt er að hlusta vel, ræða saman augliti til auglitis og forðast að treysta um of á stafræn samskipti. Einnig þurf- um við að hugsa áður en við bregðumst við og leyfa fólki að ljúka máli sínu. Ég-boð eru af hinu góða, enda forða þau okkur frá þú-fullyrðingum. Við þurfum að temja okkur að vera skýr og skelegg í máli svo allir skilji það sem við viljum segja og vinda okkur frekar í að ræða málið heldur en að fara í kringum það. Menningarmunur skiptir einnig máli þegar samskiptamál koma upp og stjórnendur verða að gefa honum gaum og átta sig á samhenginu. Mikilvægt er að virða ólík sjónarmið og huga að því að óyrt samskipti geta líka misskilist. Óyrt samskipti geta verið svipbrigði eða látbragð sem okkur er tamt en þeir sem ekki þekkja okkur skilja ekki eða mistúlka. Úrræði Rannsóknir hafa sýnt að kennarar vilja meiri þjálfun og stuðning til að takast á við ný verkefni og gera kröfu um meiri starfsþró- un, faglega handleiðslu og að starfið sé skilgreint á skýran hátt. Óskýrar eða engar starfslýsingar valda óþarfa árekstrum eða misskilningi. Skert upplýsingaflæði, óskýrar boðleiðir og tímaskortur eru allt þættir sem valda óþarfa streitu, misskilningi og jafnvel árekstrum þegar kemur að breytingum í skólastarfi. Gagnsæi á vinnustað er ein leið til að minnka hættuna á árekstrum. Um leið og samskipti milli stjórnenda og starfsmanna eru opin og hreinskiptin og stjórnendur veita reglulega endurgjöf og viðurkenna mistök skapast traust og fleiri tækifæri til þróunar. Enn fremur segja fræðin það lykilatriði að stjórnendur hlusti á starfsmenn og taki hugmyndum þeirra með opnum huga. Krafa um aukna þverfaglega samvinnu er af hinu góða en komið getur til árekstra ef sameig- inleg markmið eru óskýr og þjálfun starfsfólks ófullnægjandi. Samskiptasáttmáli Samskiptareglur eru alltaf af hinu góða. Starfsfólk upplifir sálrænt öryggi þegar ákveðið er í sameiningu hvaða hegðun er æskileg. Samskiptasáttmáli er líkur siðareglum að því leyti að fólk er hvatt til að fara eftir honum og um leið eru til leik- reglur sem hægt er að nýta til að ræða hegðun sem einhverjum hugnast ekki. Samskiptasáttmáli er þannig skýr leiðarvísir sem er þróaður í samvinnu alls starfsfólks og samþykktur af því. Í raun er samskiptasáttmáli góð leið til að móta samskipti á jákvæðan hátt hvort sem er á vinnustöðum þar sem ekki kennir almennt samskipta- erfiðleika og á vinnustöðum þar sem árekstrar eru algengir og álag vegna samskiptavanda mikið. Kennarasambandið mælir með að skólar útbúi sinn sáttmála bæði meðal starfsfólks og nemenda. Enn fremur mætti hver bekkur eða hópur setja sér samskiptareglur sem byggja á sáttmála skólans. Sigrún Birna Björnsdóttir sérfræðingur í jafnréttis- og vinnuum- hverfismálum hjá KÍ. Eldri léttlestrarbækur NÝJAR léttlestrarbækur væntanlegar í október M.v. bekkjarsett, 15 bækur eða fleiri, eru léttlestrarbækurnar á tilboðsverði 790 kr. stk. Gildir til 15. nóvember 2020. Pantanir sendist á tölvupóstfangið pantanir@odinsauga.com. Bókin dregur upp gamansama en jafnframt dökka mynd af áhrifum of mikillar skjánotkunar. Bókin er tæki til að ræða skjátíma barna og mikilvægi þess að fara út að leika sér og tala ekki bara við vinina í gegnum síma. Hentar vel til að æfa lestur. Áhugasvið barna eru ólík og mikilvægt að í boði séu bækur sem ýta undir löngun þeirra til að lesa. Þessi bók hentar börnum sem heillast af dýrum. Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar. Ókeypis verkefnahefti fylgja með bekkjarsettum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.