Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 38
38 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 KENNARINN / Viðtal Bjuggu til kennslugögn Alma segir að engin kennslugögn hafi verið til þegar byrjað var að kenna snyrtifræði við FB og lítið sem ekkert sem þær Bergljót höfðu í raun og veru í höndunum. „Við fórum mikið eftir enskri bók og höfðum í huga kröfur al- þjóðasamtaka snyrtifræðinga, Cidesco. Snyrtifræði fellur undir iðnfræðslulögin og þar af leiðandi var lögð áhersla á fleira heldur en alþjóðasamtökin gerðu kröfur um.“ Alma og Bergljót bjuggu til kennslugögn og var þá oft um helgar- og næturvinnu að ræða. „Það var mikil vinna sem lá þar á bak við. Það var voða gaman þegar ég var að grúska í nýjungunum og koma með nýtt inn í kennslugögnin. Mér leiddist aldrei að betrumbæta og koma með meira, og alltaf það nýjasta, inn í gögnin og það var gaman að nemendur voru alltaf opnir fyrir til dæmis nýjum litum eða nýjum aðferðum. Þetta er þannig fag. Kennslugögnin þróuðust úr því að við vorum alltaf að þýða úr ensku yfir á íslensku til að gera nemendum auðveldara fyrir. Ætli það séu ekki 15-20 ár síðan ég bjó til kennsluhefti fyrir áfangana sem ég kenndi. Þessi kennsluhefti eru enn notuð en þau eru uppfærð reglulega. Árið 2012 sömdu tveir kennarar á snyrtifræðibrautinni kennslubók sem er mikill munur fyrir nemendur.“ Það hefur líka verið þróun í tækninni. „Þetta var fyrst allt á glærum og endalaust verið að klippa myndir og púsla saman og reyna að gera þetta svo- lítið myndrænt því þetta er verknám og gott að hafa kennslugögnin myndræn. Þetta varð allt miklu auðveldara eftir að byrjað var að nota tölvur.“ Þess má geta að Alma hefur áhuga á að kennsluheftin sem hún útbjó verði gerð rafræn. Mannlegi þátturinn Alma minntist á mannlegu samskiptin og hún segir að mannlegi þátturinn hafi verið sterkur í starfi sínu hjá FB. „Það þarf að vera mjög gefandi manneskja til að geta unnið sem snyrtifræðingur. Það sem mér fannst skemmtilegast í starfinu var að reyna að þroska þessa hæfileika hjá nemendunum og kenna þeim ef þeir áttu erfitt með eðlileg samskipti - þjónustusamskipti - og hjálpa þeim varðandi það. Það var svo mismunandi hvaða hæfileika nemendur höfðu hvað þetta varðar og það var gaman að þróa séreinkenni þeirra,en það þarf visst fágaða framkomu. Ég held að áherslurnar hafi aðallega falist í að hjálpa nemendunum í að þroska hæfileika sína.“ Alma segir að sér hafi aldrei leiðst í vinnunni. „Ég hafði alltaf gaman af að fara í vinnuna.“ Hún segir að hún sakni nemendanna mest. „Í fjölbrautakerfinu eru nemendur mikið að fara á milli en á snyrtibrautinni er þetta svolítið eins og bekkjakerfi. Maður var með sömu nemendurna í sama hópnum í nokkrar annir. Það er eftirminnilegast að hafa tekið á móti nýjum hópi og kynnast nemendum síðan smátt og smátt mjög vel. Það var líka gaman að vera með samkennurum og ég hitti þær reglulega sem kenndu á snyrtifræðibrautinni og svo fer ég upp í skóla og hitti fólkið.“ Rafmagnshjól í húsbílnum Alma segir að hún hafi hætt störfum í FB þar sem maðurinn hennar hafi verið Markmiðin í snyrtifræði Námið er umfangsmikið og á heimasíðu FB (fb.is) er meðal annars að finna þess- ar lýsingar á markmiðum en nemendur eiga að:  X geta greint ástand húðar líkamans, andlits, handa og fóta á grundvelli fræðilegrar þekkingar á uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans með sérstakri áherslu á vöðva-, blóðrásar- og taugastarf- semi, húð og líffæri hennar, t.d. neglur og hár og sjúkdóma þeim tengdum  X búa yfir grundvallar- þekkingu í eðlis- og efnafræði, og efnafræði snyrtivara sérstaklega og þekkja þá rafstrauma sem eru notaðir við snyrtingu  X kunna mismunandi meðferðir með tækjum fyrir líkama og andlit, geta greint á milli þeirra og valið eftir þörfum viðskiptavinar  X geta greint einstak- lingsþarfir viðskiptavinar varðandi húðmeðferð og gefið leiðbeiningar um val og notkun snyrtivara fyrir líkama, andlit, hendur og fætur  X geta nuddað höfuð, líkama, hendur og fætur eftir sænska nuddkerfinu ásamt ilmolíu- og/eða punktanuddi  X kunna snyrtingu líkama, handa, fóta og andlits, þar með talið litun augnhára og augabrúna, með tilliti til þarfa einstak- lings  X þekkja áhrif og notkun hitagjafa sem eru notaðir við meðhöndlun líkamans, s.s. gufu, saunu, innrauðs ljóss, paraffínvax og hitamaska  X þekkja mismunandi ásetningu gervinagla og naglaskrauts  X geta farðað einstakling með hliðsjón af aldri, þörfum og tilefni  X kunna að fjarlægja hár með vaxi og þekkja aðrar aðferðir við að fjarlægja hár, svo sem rafræna háreyðingu og háreyðandi krem „Ég hafði alltaf gaman af að fara í vinnuna.“ Á myndinni er Alma í góðum félagsskap samstarfskvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.